Morgunblaðið - 02.10.2021, Síða 21
Saksóknaraembættið í París greindi
frá því í gær að Francois Verove,
fyrrverandi lögreglumaður, hefði
fundist látinn í leiguíbúð í smábæ við
Miðjarðarhafið í vikunni, en hann
hafði verið boðaður til skýrslutöku
vegna raðmorða sem náðu aftur til
9. áratugarins. Var morðinginn
þekktur í Frakklandi sem „Le
Grêlé“, eða „hinn bólugrafni“ eftir
lýsingum sem vitni gáfu.
Verove skildi eftir sig undirritaða
játningu og DNA-próf staðfesti enn
frekar að hann hefði verið sá bólu-
grafni. Fórnarlömb Veroves voru
ungar stúlkur og konur, sem hann
nauðgaði og myrti svo, en lögregl-
unni tókst aldrei að hafa hendur í
hári hans.
Rannsakendur grunaði lengi að
um sérsveitarmann, eða gendarme á
frönsku, hefði verið að ræða og
ákvað rannsóknardómari málsins í
haust að boða um 750 fyrrverandi
sérsveitarmenn til skýrslutöku.
Þeirra á meðal var Verove, sem
brást við beiðninni með því að láta
sig hverfa og svipta sig svo lífi.
FRAKKLAND
Raðmorðinginn
fannst látinn
Morðingi Lögregluskissa sem gerð var
á sínum tíma af hinum „bólugrafna“.
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck
tilkynnti í gær að það hygðist sækja
um neyðarleyfi til bandarísku mat-
væla- og lyfjastofnunarinnar FDA
fyrir framleiðslu og dreifingu veiru-
lyfsins molnupiravir, en fyrirtækið
segir prófanir með lyfinu hafa dreg-
ið verulega úr líkum á því að sjúk-
lingar með Covid-19 þurfi að leita á
sjúkrahús. Þá muni fyrirtækið senda
hliðstæðar umsóknir til lyfjaeftirlita
annars staðar í heiminum.
Lyfið er í pilluformi, en leitað hef-
ur verið að slíku lyfi til þess að með-
höndla sjúkdóminn frá því að farald-
urinn hófst. Sagði Robert Davis,
framkvæmdastjóri Merck, að hann
væri bjartsýnn á að lyfið myndi
verða mikilvægur þáttur í barátt-
unni við faraldurinn.
Dr. Anthony Fauci, helsti ráðgjafi
Hvíta hússins í faraldrinum, sagði
við blaðamenn í gær að niðurstöður
prófana lyfsins væru merkilegar, en
þær gefa til kynna að um 50% minni
líkur séu á að sjúklingar með væg
einkenni Covid-19 eða einkenni í
meðallagi, sem fái lyfið við upphaf
smits, þurfi að leita á sjúkrahús. Þá
nefndi Fauci að enginn af þeim sem
fengu lyfið hefði látist, á meðan átta
sjúklingar sem fengu lyfleysu dóu.
Bandaríkjastjórn hefur þegar
tryggt sér um 1,7 milljónir meðferð-
arskammta af molnupiravir fái lyfið
samþykki, sem og rétt til að kaupa
meira af því.
Kemur ekki í stað bóluefna
Natalie Dean, líftölfræðingur við
Emory-háskólann, sagði við AFP-
fréttastofuna að lyfið veitti frekari
möguleika í baráttunni gegn kór-
ónuveirunni, en gefa þarf flest þau
lyf sem nýtt hafa verið til þessa í
gegnum æð. „Þú getur fengið eitt-
hvað með svipaða virkni, en ef það er
mun auðveldara í notkun mun það
hafa áhrif á stærri hluta þýðisins,“
sagði Dean.
Þá lögðu þeir sérfræðingar sem
AFP ræddi við sérstaka áherslu á að
molnupiravir gæti ekki komið í stað
bólusetningar, heldur yrði lyfið best
nýtt til þess að styðja við áhrif henn-
ar gegn veirunni.
Þá væri einnig ljóst af þeim gögn-
um sem fyrir lægju að brýnt væri að
gefa lyfið sem fyrst til að tryggja
virkni þess, þar sem það liggi ekki
alltaf í augum uppi hverjir geti feng-
ið alvarlegan sjúkdóm af völdum
kórónuveirunnar og hverjir muni
sleppa með tiltölulega væg einkenni.
Prófanirnar stöðvaðar snemma
Lyfjafyrirtækin Merck og Ridge-
back Therapeutics vinna saman að
þróun lyfsins, og skoðuðu þau á síð-
asta stigi prófana gögn frá um 770
einstaklingum sem sýkst höfðu af
kórónuveirunni og sýndu einkenni.
Þeim hópi var skipt í tvo svipað
stóra hópa, þar sem annar hópurinn
fékk fimm daga skammt af lyfinu, en
hinn fékk lyfleysu.
Þurftu um 7,3% þeirra sem fengu
lyfið að leita á sjúkrahús, en 14,1%
þeirra sem fengu lyfleysuna. Reynd-
ist lyfið virka vel gegn helstu af-
brigðum, þar á meðal Delta-
afbrigðinu, og voru fáar aukaverk-
anir tilkynntar.
Voru niðurstöðurnar nægilega
traustar til þess að óháður eftirlits-
aðili ákvað að stöðva prófanirnar
snemma, þar sem ekki þótti rétt að
halda áfram að gefa fólki lyfleysu.
Molnupiravir tilheyrir hópi veiru-
lyfja sem kalla má fjölliðunarhemla,
en þeir ráðast að ensímum sem
veirur nota til þess að endurrita
erfðaefni sitt, og stökkbreyta þannig
að þær geti ekki fjölgað sér lengur.
Sögðu sérfræðingar við AFP-
fréttastofuna að slík lyf væru lík-
legri til þess að halda virkni sinni
þrátt fyrir að ný afbrigði veirunnar
kæmu fram. Standa vonir til að einn-
ig verði hægt að nota lyfið til þess að
vinna á öðrum veirusjúkdómum sem
leggist á öndunarveg.
AFP
Veirulyfið Lyfjarisinn Merck hyggst sækja um leyfi fyrir molnupiravir-
lyfinu, en það hefur þótt lofa góðu í lyfjaprófunum gegn kórónuveirunni.
Sækja um neyðarleyfi
fyrir lyfi gegn veirunni
- Lyfið sagt draga úr líkum á sjúkrahúsvist um helming
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fundaði í gær um eldflaugatilraunir
Norður-Kóreumanna, en náði ekki
samkomulagi um ályktun gegn þeim.
Bandaríkin, Bretar og Frakkar köll-
uðu eftir fundinum, sem haldinn var
á bak við luktar dyr, og stóð hann
yfir í um klukkustund.
Fyrr um morguninn tilkynntu rík-
isfjölmiðlar Norður-Kóreu að nýrri
loftvarnaflaug hefði verið skotið á
loft, en samkvæmt núgildandi álykt-
unum öryggisráðsins er landinu
óheimilt að stunda nokkurs konar til-
raunir eða prófanir á eldflaugum.
Samkvæmt heimildarmönnum
AFP-fréttastofunnar innan öryggis-
ráðsins þrýstu Frakkar á að ráðið
næði saman um ályktun gegn til-
raununum, en Rússar og Kínverjar
sögðu slíka yfirlýsingu vera ótíma-
bæra, og að meiri tíma þyrfti til þess
að skoða stöðuna.
Upphaflega hafði verið gert ráð
fyrir að öryggisráðið myndi funda á
fimmtudaginn, en þá höfðu Rússar
og Kínverjar beðið um meiri frest til
að kynna sér málin, og endurtóku þá
afstöðu á fundi ráðsins.
Kínverjar eru helstu bandamenn
Norður-Kóreumanna og þeirra
helsta viðskiptaþjóð. Tóku þeir þó
þátt á sínum tíma í að samþykkja al-
þjóðlegar refsiaðgerðir á hendur
Norður-Kóreu vegna tilrauna þeirra
með kjarnorkuvopn, en Rússar og
Kínverjar hafa kallað eftir því und-
anfarin misseri að létt verði á þeim
aðgerðum.
Aukin spenna á Kóreuskaga
Eldflaugatilraun Norður-Kóreu-
manna í gærmorgun fylgir fast á
hæla tilraunaskots á þriðjudaginn,
þar sem stjórnvöld í Pyongyang
lýstu því yfir að þau hefðu þróað
„ofurhljóðfráa“ eldflaug, það er eld-
flaug sem ferðast á minnst fimmföld-
um hljóðhraða, og gáfu til kynna að
sú gæti borið kjarnaodda.
Höfðu Norður-Kóreumenn áður
prófað nýja langdræga stýriflaug, og
hafa hin tíðu tilraunaskot að undan-
förnu aukið mjög á spennuna á Kór-
euskaganum. Fordæmdi Kim Jong-
un, einræðisherra Norður-Kóreu, í
fyrradag boð Bandaríkjastjórnar um
að hefja viðræður án skilyrða sem
„auma brellu“, og sakaði Kim ríkis-
stjórn Joes Bidens um að viðhalda
sömu „fjandsamlegu stefnu“ sem
fyrirrennarar hans í embætti hefðu
viðhaft.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu,
kallaði á dögunum eftir því að Kór-
euríkin tvö héldu leiðtogafund og
lýstu því formlega yfir að Kóreu-
stríðinu væri lokið, en vopnahlé hef-
ur verið í gildi frá árinu 1953.
Gaf Kim Yo-jong, systir Kims
Jong-uns, þeim tilraunum undir fót-
inn í síðustu viku, en þá sagði hún að
hugmyndir Moons væru áhugaverð-
ar. Hins vegar þyrftu Suður-Kóreu-
menn að láta af „fjandsamlegum að-
gerðum“ sínum, áður en hægt væri
að boða til leiðtogafundar, og er talið
að Kim hafi þar vísað til sameigin-
legra heræfinga Suður-Kóreu og
Bandaríkjahers.
Segja sérfræðingar í málefnum
Norður-Kóreu að stjórnvöld þar séu
líklega að nota tilraunirnar til þess
að þrýsta á Suður-Kóreu og um-
heiminn og reyna að fá hverjar þær
ívilnanir sem í boði séu, sér í lagi þar
sem Moon eigi skammt eftir af for-
setatíð sinni, og sé farinn að huga að
arfleifð sinni í embætti.
Engin ályktun gegn N-Kóreu
- Öryggisráðið kallað saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna
- Nýrri loftvarnaflaug skotið á loft - Reyna að beita Suður-Kóreu þrýstingi
AFP
Norður-Kórea Loftvarnaeldflaugin nýja hefur sig hér til lofts í gær.