Morgunblaðið - 02.10.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Bréf til blaðsins
Í aðdraganda kosn-
inga töluðu allir stjórn-
málaflokkar lofsamlega
um hvað þurfi að gera
fyrir okkur eldra fólkið
svo við getum búið sem
lengst heima. Er það
ánægjulegt að hlusta á
þær umræður, en oft
vekur það furðu mína
hvað fólk, sem fjallar
um þessi málefni, er lít-
ið inni í þessum málaflokkum.
Ég gerði könnun á hvað fælist í að
fá heimilisþrif og ætla því að fjalla
um þann málaflokk í þessari grein
minni. Hringdi ég í þá sem eru yfir
flokknum heimilisþrif, þ.e. í eftirtalda
þjónustukjarna: Hjá Reykjavík-
urborg Efri byggð, Miðbyggð og
Vesturbyggð. Fyrir svörum urðu
þær Anna Lilja Sigurðardóttir í Efri
byggð, Björk í Miðbyggð og Guðrún
Jóna í Vesturbyggð.
Hvað er í boði?
Hjá þessum þjónustukjörnum
fékk ég eftirtalin svör við spurn-
ingum mínum, sem voru samhljóða
og eru þau aðeins rakin hér.
Hvaða gögn þurfa að fylgja um-
sókn um heimilisþrif?
Læknisvottorð.
Þegar umsókn hefur borist ásamt
læknisvottorði, hvert er þá næsta
þrep í ferlinu?
Deildarfundur þar sem teymis-
stjórar Reykjavíkur þ.e. Efri byggð-
ar, Miðbyggðar og Vesturbyggðar
fara yfir gögn, síðan kemur teymis-
stjóri í heimsókn og tekur út hús-
næðið hjá þeim sem óskar eftir um-
ræddri þjónustu. Ef sá sem biður um
þjónustuna á maka er einnig athugað
hvað makinn getur gert til að létta
undir heimilisþrifum.
Hvað felst í heimilisþrifum?
Almennt, þrif á gólfum og baðher-
bergi.
Hvað um að þurrka af húsgögnum
og skipta um rúmföt?
Það er hægt að biðja um það sér-
staklega.
Hvað tekur langan tíma, frá að
umsókn berst, þar til þjónusta er
veitt?
Sjö til tíu daga almennt, gæti farið
upp í þrjátíu daga. Al-
mennt, þrif á gólfum og
baðherbergi
Er skortur á starfs-
fólki í heimilisþrif?
Það kemur fyrir, þó
helst þegar sumarfrí
eru.
Er hægt að sækja um
niðurfellingu á gjald-
skrá, ef viðkomandi
þjónustuneytendur eru
eingöngu með laun frá
Tryggingastofnun?
Það er tekið til at-
hugunar.
Hver gefur út gjaldskrána?
Ekki viss, en ætli það sé ekki
Reykjavíkurborg.
Kópavogsbær
Sú sem svaraði spurningum mín-
um hjá Kópavogsbæ, heitir Katrín
Knudsen. Spurningar mínar voru
samhljóma framansögðum spurn-
ingum mínum sem ég lagði fyrir
þjónustufulltrúa í Reykjavík en þó er
hér óskað eftir upplýsingum um
tekjur, sjá skattaframtal. Hvers
vegna þarf að leggja fram skatta-
framtal?
Það fer eftir tekjum hvað greitt er
per klst.
Hvernig hljóðar gjaldskrá ykkar?
Einstaklingur sem er með mán-
aðartekjur kr. 337.700 eða lægri
tekjur getur sótt um að fá þjón-
ustuna frítt.
En ef það eru hjón?
Hjón sem eru með samanlagðar
mánaðartekjur kr. 548.863 eða lægri
mánaðartekjur geta sótt um að fá
þjónustuna frítt. Hjón með hærri
mánaðartekjur, en samt lægri en kr.
658.635, greiða kr. 541 per klst. En ef
samanlagðar mánaðartekjur hjóna
eru hærri greiða þau kr. 1.092 per
klst.
Þegar ég spurði hvað tæki langan
tíma frá því að umsókn bærist, þar til
þjónusta væri veitt, tók það 4-6 vikur.
Umsókn færi í ferli og teymisstjóri
kæmi í heimsókn og tæki út þörf og
ef um hjón væri að ræða væri athug-
að hvað maki gæti tekið að sér til að
létta undir í þrifum. Þegar ég spurði
hvað fælist í heimilisþrifum var það
þrif á gólfum og baðherbergi, nema
beðið væri um meiri þrif, en það væri
þá oftast að þurrka af og skipta um
rúmföt.
Þakka ég öllum svarendum mínum
áðurnefndum fyrir svör þeirra, allir
svöruðu af kurteisi, að einum undan-
skildum, sem sagði: „Ég þarf ekki að
gefa þér svör við þessum spurn-
ingum.“
Hvernig upplifir
fólk þjónustuna?
Þegar þessi svör lágu fyrir spurði
ég nokkra einstaklinga sem ég er
málkunnug og hitti nokkuð reglulega
í minni félagsmiðstöð hvort þeir
væru með heimilisaðstoð og hvernig
þeim líkaði þrifin? Svörin voru mis-
jöfn eins og við var að búast, sumir
bara nokkuð sáttir en aðrir ekki. Ein
kona, komin yfir nírætt, sagði mér að
það væri karlmaður sem kæmi til
þeirra hjóna og allt í lagi, nema hann
talaði og skildi íslensku mjög tak-
markað og væri auðsjáanlega ekki
vanur svona störfum. Hún væri ávallt
búin að taka baðmottuna af gólfinu
þegar hann mætti, en einu sinni hefði
hún þó gleymt því og hann strauk þá
bara af gólfinu í kringum mottuna.
Önnur kona sagði mér að þegar hún
var fótbrotin og gat ekki farið út með
ruslið bað hún heimilisaðstoð sína að
taka ruslið og fara með það í ruslagá-
minn við húsið, en svarið sem hún
fékk var að það væri ekki í hennar
verklýsingu að fara út með rusl.
Þriðja konan sem ég ræddi við
sagði að eitt sinn hefði ein gardína
runnið að hluta af gardínubrautinni
hjá sér. Hún væri ekki með gott jafn-
vægi og býr ein og hefði því beðið eft-
ir að heimilishjálpin mætti ef hún
gæti hjálpað sér við að koma gard-
ínunni upp. Heimilishjálpin sagðist
ekki geta hjálpað nema að styðja við
tröppuna meðan konan setti sjálf upp
gardínuna. (Spurning hvort ekki sé
trygging fyrir heimilishjálp, ef slys
bæri að höndum við þessar að-
stæður.)
Eru þetta góð þrif, eða hvað? Það
er ekki nóg að senda einhvern í þrif-
in, sá hinn sami þarf að vera verki
sínu vaxinn. Ef eldra fólk á að búa
lengur heima skal vanda til verka
þegar aðstoð er veitt.
Vona ég að þið, nýkjörnir alþing-
ismenn, lesið þessa grein og skoðið
hvað er hægt að bæta t.d. í heim-
ilisþrifum ykkar kjósenda. Ég hef
reynt að fylgjast með umræðum ykk-
ar um að eldra fólki sé gert kleift að
búa sem lengst heima en aðeins séð
einn af núverandi flokkum á Alþingi
þar sem verkin hafa talað.
Þakka ég Flokki fólksins fyrir að
hafa komið í gegn tveimur veigamikl-
um málefnum, sem snertir allt eldra
fólk: Í júlí 2019 vann Flokkur fólksins
dómsmál fyrir hönd eldra fólks, þar
sem Landsréttur komst að þeirri nið-
urstöðu að ríkið hefði brotið gegn
eldra fólki með að skerða greiðslur
með afturvirkri og íþyngjandi lög-
gjöf. Og á síðasta þingfundi kjör-
tímabilsins (2021) var tillaga Flokks
fólksins um að stofna embætti hags-
munafulltrúa aldraðra samþykkt og
á að koma til framkvæmda á næsta
þingi. Bind ég sem eldri kona miklar
væntingar við embætti hagsmuna-
fulltrúa.
Vona að það verði fljótt og giftu-
samlega afgreitt frá Alþingi á næsta
ári.
Eftir Hjördísi
Björgu
Kristinsdóttur
» Það er ekki nóg að
senda einhvern í þrif-
in, sá hinn sami þarf að
vera verki sínu vaxinn.
Hjördís Björg
Kristinsdóttir
Höfundur er eldri kona.
Vanda skal til verka
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Ýmsar reglur og
lög eru flókin og ill-
skiljanleg, og jafnvel
einföld hugtök geta
þvælst fyrir okkur.
Hér eru þrjú (fjögur)
dæmi.
Hugtak 1, Ger-
mania. Fyrir nokkr-
um árum átti ég
orðaskipti við Svía
um tungumál, en við
sóttum námskeið í spænsku suður
á Spáni. Þegar talið barst að
skyldleika tungumála og ég hélt
því fram að t.d. íslenska og
sænska væru germönsk tungumál
mótmælti Svíinn hástöfum. Við töl-
uðum reyndar saman á ensku, en
eins og kunnugt er þá er enska
orðið yfir Þýskaland Germany.
Þetta óheppilega heiti á Þýska-
landi á ensku og nokkrum öðrum
tungumálum stafar af misskilningi
eða yfirfærslu. Rómverjar notuðu
hugtakið Germania gjarna um þau
svæði þar sem þjóðir eða ætt-
flokkar í Norður-Evrópu töluðu
svipuð tungumál og höfðu álíka
siði. Málfræðingar og ýmsir aðrir
fræðimenn halda þessum sið og
kalla norðurálfumálin ensku,
þýsku, hollensku, flæmsku,
norsku, sænsku, færeysku,
flæmsku og íslensku einu nafni
germönsk mál (auk nokkurra ann-
arra tungumála). Þýskaland heitir
hins vegar á nokkrum málum
Alemann eða annað afbrigði af
heiti á Þýskalandi sem merkir
„Allir menn“. Íslenska og þýska
heitið á þeirri þjóð hefur svipaða
merkingu. Alemann er upphaflega
fornt heiti á þýskri þjóð (þjóð-
flokki), einni af mörgum. Þetta
hugtak, Germania, er því tvöfalt í
roðinu og býður upp á misskilning.
Nú á dögunum sá ég til að mynda
innslag á Youtube sem heitir á
ensku: „Weather forecast in
germanic languages“, en það var
þýtt þar á íslensku sem „Veðurspá
á 8 þýskum tungumálum“. Þessi 8
„þýsku“ tungumál eru enska, hol-
lenska, danska, íslenska, þýska,
færeyska, sænska og norska!
Hugtak 2, kolvetni. Þannig vík-
ur við að til er fyrirferðarmikill
flokkur efna sem eru
mynduð eingöngu úr
kolefni og vetni, og
efnafræðingar og líf-
fræðingar kalla þessi
efni kolvetni. Kolvetni
eru efni á borð við ol-
íu, bensín og jarðgas.
Þetta virðist rökrétt.
En nú bregður svo við
að næringarfræðingar,
og jafnvel sumir aðrir
fræðingar, kalla sykr-
ur kolvetni. Hins veg-
ar er efnafræðilega rétt heiti
sykra kolhýdröt og skiljanlegt að
efnafræðingar haldi sig við það.
Það er því ekki nema von að fólk
sem er að lesa sér til um næring-
arefni lendi í vandræðum. Auðvit-
að væri æskilegt að fá þessa hug-
takanotkun á hreint. Ekki nóg
með það: Samkvæmt lögum nr. 13
frá 2001 er notkun hugtaksins kol-
vetni skilgreind: „Kolvetni merkir
í lögum þessum jarðolía, jarðgas
eða annars konar kolvetni sem er
til staðar í jarðlögum undir hafs-
botni frá náttúrunnar hendi og
nýtanlegt er í loftkenndu eða fljót-
andi formi.“ Samkvæmt þessu
gæti því verið ólöglegt að nota
hugtakið kolvetni um sykrur/
kolhýdröt. Ríkið gæti þá aflað sér
drjúgra tekna með því að beita
fjársektum fyrir brot á þessari
lagagrein!
Hugtök 3 og 4, kaloría og hita-
eining. Það getur valdið misskiln-
ingi, þegar rætt er um orku, að
kílókaloríur eru stundum kallaðar
kaloríur, en á þeim er reyndar
þúsundfaldur munur! (þessi hug-
takaruglingur er þekktur í ýmsum
löndum þegar rætt er um orku-
magn í mat). Og þegar talað er um
hitaeiningar er stundum ómögu-
legt að sjá hvort átt er við kalorí-
ur eða kílókaloríur (jafnvel joule,
eða kílójoule?).
Eftir Ólaf
Halldórsson
Ólafur Halldórsson
» Ýmsar reglur og lög
eru flókin og illskilj-
anleg, og jafnvel einföld
hugtök geta þvælst fyrir
okkur.
Höfundur er BS í líffræði.
Æ, þessi hugtök!
Íslensk ljóð
þýdd á kínversku
Morgunblaðinu barst eftirfarandi
bréf frá Wang Ronghua, en hann var
sendiherra Kína á Íslandi árin 1998
til 2002:
„Í þeim tilgangi að kynna fegurð
og gnægð íslenskrar ljóðagerðar,
hef ég þýtt á kínversku bókina Ice-
landic Poetry, með enskum þýð-
ingum Bernards Scudder, í ritstjórn
hinnar ágætu Sigrúnar A. Eiríks-
dóttur. Bókin var gefin út af Sögu
forlagi ehf.
Ég hef leitað samþykkis núlifandi
höfunda sem ljóð eiga í bókinni fyrir
birtingu ljóða þeirra á kínversku,
þar á meðal hins virta Matthíasar
Johannessen. Kann ég þeim miklar
þakkir fyrir vinsemd og stuðning.
Þar sem ég hef ekki möguleika á að
nálgast alla höfunda í bókinni eða þá
sem fara með útgáfurétt þeirra, vil
ég biðja þá sem ekki samþykkja kín-
versku útgáfuna, að senda mér skila-
boð í tölvupósti á wangronghua@-
vip.sina.com. Ég mun síðan gera ráð
fyrir samþykki þeirra höfunda eða
rétthafa útgáfuréttar sem ekki hafa
svarað innan tveggja vikna frá birt-
ingu þessarar tilkynningar. Þá get
ég einnig sent eintak af kínversku
þýðingunni til hvers rétthafa
ljóðanna í sýnisbókinni, innan sex
mánaða frá útgáfunni. Bið ég þá að
senda mér tölvupóst, þar sem fram
kemur nafn, heimilisfang og útgáfu-
réttur viðkomandi.
Virðingarfyllst.
WANG RONGHUA,
Beijing, 15. september 2021. “