Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 26

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 26
duglegur og frískur á mörgum sviðum. Hann var formaður á hákallaskipum og var sagður góður skipsstjórnandi. Þó var það á öðru sviði sem hann tók öllum öðrum fram. En hann var sagð- ur og var með afbrigðum kvensamur og átti nokkur börn utan hjónabands. Það var haft eftir samtíðarmanni Jóns, sem þekkti hann vel og var á Eyri samtíma honum, að Jón Melsteð væri sá kvensamasti maður sem hann hefði þekkt. Hann var svo kven- samur að hann sat fyrir konum þegar hann vissi að þær voru á ferð. Hann lá úti fyrir þeim eins og menn lágu fyrir tófum sagði þessi samtímamaður Jóns. Það var einhverju sinni þegar Jón bjó á Eyri að hann slóst í för með konu sem átti leið um Geitahlíð, hlíðina frá Eyri út með Ingólfsfirði. Á þessari leið gerði Jón konunni barn. Konan hafði orð á því að þetta hefði verið góð ferð. Helga, kona Jóns, mun hafa verið hagmælt og kastaði fram stöku í orðastað konunnar. Atlot þar ég þáði blíð, það var liðugt gaman. Gjóturnar á henni Geitahlíð gerðu mig þykka að framan. Eins og áður segir var Jón hákallaskipsformaður enda sagður góður sjómaður. Þá skeði það eitthvert sinn að Jón var í hákalla- legu að á skall vestan stórviðri og var mjög tvísýnt um að þeir næðu landi. Jón lét ekki á sér bilbug finna og stjórnaði sínu skipi af list hins snjalla stjórnandi. Og undir þessum kringumstæðum strengdi hann þess heit að ef hann næði landi þá skyldi hann gilja konu á þeim stað sem þá bæri að landi. Svo fór að eftir harðræði og þrautseigju náðu þeir landi í Drangavík og gátu borgið skipi og mönnum þar. Gistu þeir allir þar og biðu af sér veður. Ekki töldu menn miklar líkur á að Jón gæti staðið við heit- strengingu sína á þessum bæ því þar var ekki annað kvenfólk en húsfreyjan og vinnukona sem Guðríður hét Jóhannesdóttir en til hægðarauka kölluð Gudda. Hún þótti nú heldur rínulegur kvenmaður og ekki fýsileg eða líkleg til ástarleikja. En þegar stundir líða fór Gudda að þykkna undir belti og þótti það tíðind- um sæta og ekki ljóst hver væri valdur að því. Þegar Gudda fæddi 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.