Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 33
astur allra landnámsmanna á Ströndum. Bjarnarfjörð í Kald-
rananeshreppi hafði Björn nokkur numið áður en Önundur
kom út, og sömuleiðis Steingrímur nokkur allan Steingrímsfjörð,
sem er stærsti fjörðurinn í Strandasýslu. Steingrímur bjó í
Tröllatungu, og var kallaður Steingrímur trölli. Kolli nam Kolla-
fjörð og Skriðnesenni og bjó að Felli. Birtufjörðinn nam víking-
urinn Þorbjörn bitra. – Bálki Blængsson var félagi Önundar
trjefóts og nam Hrútafjörð allan, og bjó að Bálkastöðum, en síð-
ast í Bæ og dó þar.
Eins og kunnugt er, er þess getið í sögunni, að orsökin til þess
að sá og sá maður flýði til Íslands, var ofríki Haralds konungs
hárfagra. Þeir ljetu lönd sín og óðul í Noregi til þess að þurfa
ekki að gerast handgengnir einvaldskonungi. Það lætur því að
líkum að hinir norrænu landnámsmenn voru ekki þeir lökustu
meðal Norðmanna, þvert á móti: Það voru þeir framtaksmestu
og sjálfstæðustu. Þessir menn voru flestir vel ættaðir eða göfugir,
og á Íslandi fundu þeir fremur en í heimalandi sínu það, sem
þeir þráðu, það er frelsi og sjálfræði. Forfeður okkar Íslendinga
hafa því verið traustur stofn.
Alt frá landnámstíð hafa Strandasýslubúar lifað jöfnum hönd-
um af landbúnaði og sjávarútvegi. Margt má telja Strandasýslu til
gildis, er til almennra búsælda sýslubúa heyrir, fremur en alment
á sjer stað í öðrum sýslum landsins. Átti þetta þó fremur við áður
fyrr, meðan ræktun landsins var skamt á veg komin. Má þar til
nefna æðarvarp, sem er meira og minna í öllum hreppum sýsl-
unnar, og víða svo að miklu nemur. Vorkópaveiði er allvíða, við-
arreki er nálega á hverri jörð, sem á land að sjó, og sums staðar
mikill, t.d. á nyrstu jörðum Árneshrepps, sem er nyrsti hreppur
sýslunnar. Ennfremur liggur sýslan prýðisvel við sjósókn, enda
hafa sýslubúar löngum bjargast við sjávarafla, engu síður en land-
búnað.
Hins er heldur ekki að dyljast, að harðæri af völdum náttúr-
unnar, einkum hafísa áður fyr, og illviðra af þeirra völdum, hafa
komið enn harðar niður á Strandasýslubúum en á íbúum margra
annarra bygðarlaga, að minsta kosti sunnan- og vestanlands.
Um Strandasýslu hefur verið sagt, að þegar vel áraði, væri sem
allar landsnytjar streymdu að hvaðanæva, bæði til lands og sjávar,
31