Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 53

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 53
Djúpavík Mikil síld var á Húnaflóa og fyrir Ströndum á árunum upp úr 1930. Af þeirri ástæðu ákvað útgerðarfélagið Alliance hf. í Reykjavík í félagi með Einari Þorgilssyni, útgerðarmanni í Hafnarfirði, að stofna félagið Djúpavík hf. í því skyni að hefja síldarbræðslu í nýtískulegri verksmiðju. Guðmundur Guðjónsson arkitekt teiknaði verksmiðjuhús og önnur mannvirki og hafði eftirlit með byggingarframkvæmdum. Garðar Þorsteinsson fisk- iðnfræðingur valdi og samræmdi vélakost og hafði umsjón með uppsetningu hans. Helgi Eyjólfsson, húsasmíðameistari í Reykja- vík, stjórnaði allri mannvirkjagerð annarri en bryggjusmíði. Þetta var fyrsta nýtískulega síldarverksmiðjan hér á landi. Þar voru færibönd fyrir síld og flesta flutninga innan verksmiðju og skil vindur sem aðskildu lýsi og vatn. Tvö hús voru á Djúpuvík þegar hlutafélagið hóf þar starfsemi sína. Þau voru minjar um umsvif Elíasar Stefánssonar en hann hafði rekið síldarútgerð og síldarsöltun á staðnum í nokkur ár uppúr 1917. Vinna við að endurnýja hafnarmannvirkin og byggja verksmiðjuna hófst vorið 1934 og var lokið um mitt sumar 1935. Þá tók verksmiðjan til starfa. Ottesen, norskur maður, var fyrsti verksmiðjustjórinn, en árið 1937 tók Guðmundur Guðjónsson fyrrnefndur við starfinu og gegndi því til ársins 1952. Þá var rekstri verksmiðjunnar hætt vegna síldarleysis á svæðinu. Fyrsta aflvélin var Delta dísilvélasamstæða, 55 hö, 44 kW. Hún var sett upp sumarið 1935 og var einkum notuð sem hjálparvél í verksmiðjunni. Síðar voru keyptar tvær Delta dísilvélasamstæður, 210 hö, 160 kW hvor, þá Caterpillar dísilvélasamstæða, 160 hö, 68 kW, og loks Delta dísilvélasamstæða, 240 hö, 168 kW. Uppsett afl var því samtals 600 kW árið 1950. Allmargir menn stunduðu vinnu á Djúpuvík á meðan bygginga- framkvæmdir stóðu yfir en einnig tóku nokkrar fjölskyldur sér fasta búsetu á staðnum. Íbúafjöldi var mestur um 1950, tuttugu fjölskyldur eða 53 íbúar. Þeim fækkaði síðan allhratt. Rafmagn var leitt frá rafstöð síldarverksmiðjunnar til allra íbúðarhúsa á staðnum. Forráðamenn verksmiðjunnar vildu komast hjá því að keyra dísilvélar að staðaldri þegar raforkunotkun var í lágmarki 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.