Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 53
Djúpavík
Mikil síld var á Húnaflóa og fyrir Ströndum á árunum upp
úr 1930. Af þeirri ástæðu ákvað útgerðarfélagið Alliance hf.
í Reykjavík í félagi með Einari Þorgilssyni, útgerðarmanni í
Hafnarfirði, að stofna félagið Djúpavík hf. í því skyni að hefja
síldarbræðslu í nýtískulegri verksmiðju. Guðmundur Guðjónsson
arkitekt teiknaði verksmiðjuhús og önnur mannvirki og hafði
eftirlit með byggingarframkvæmdum. Garðar Þorsteinsson fisk-
iðnfræðingur valdi og samræmdi vélakost og hafði umsjón með
uppsetningu hans. Helgi Eyjólfsson, húsasmíðameistari í Reykja-
vík, stjórnaði allri mannvirkjagerð annarri en bryggjusmíði.
Þetta var fyrsta nýtískulega síldarverksmiðjan hér á landi. Þar
voru færibönd fyrir síld og flesta flutninga innan verksmiðju og
skil vindur sem aðskildu lýsi og vatn.
Tvö hús voru á Djúpuvík þegar hlutafélagið hóf þar starfsemi
sína. Þau voru minjar um umsvif Elíasar Stefánssonar en hann
hafði rekið síldarútgerð og síldarsöltun á staðnum í nokkur ár
uppúr 1917. Vinna við að endurnýja hafnarmannvirkin og byggja
verksmiðjuna hófst vorið 1934 og var lokið um mitt sumar 1935.
Þá tók verksmiðjan til starfa. Ottesen, norskur maður, var fyrsti
verksmiðjustjórinn, en árið 1937 tók Guðmundur Guðjónsson
fyrrnefndur við starfinu og gegndi því til ársins 1952. Þá var
rekstri verksmiðjunnar hætt vegna síldarleysis á svæðinu.
Fyrsta aflvélin var Delta dísilvélasamstæða, 55 hö, 44 kW. Hún
var sett upp sumarið 1935 og var einkum notuð sem hjálparvél í
verksmiðjunni. Síðar voru keyptar tvær Delta dísilvélasamstæður,
210 hö, 160 kW hvor, þá Caterpillar dísilvélasamstæða, 160 hö,
68 kW, og loks Delta dísilvélasamstæða, 240 hö, 168 kW. Uppsett
afl var því samtals 600 kW árið 1950.
Allmargir menn stunduðu vinnu á Djúpuvík á meðan bygginga-
framkvæmdir stóðu yfir en einnig tóku nokkrar fjölskyldur sér
fasta búsetu á staðnum. Íbúafjöldi var mestur um 1950, tuttugu
fjölskyldur eða 53 íbúar. Þeim fækkaði síðan allhratt. Rafmagn
var leitt frá rafstöð síldarverksmiðjunnar til allra íbúðarhúsa á
staðnum. Forráðamenn verksmiðjunnar vildu komast hjá því að
keyra dísilvélar að staðaldri þegar raforkunotkun var í lágmarki
51