Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 60

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 60
tengdur spennustillir. Aðalspennir var einnig frá Titan, 700 kVA með útfærðum núllleiðara, olíukældur til uppsetningar innanhúss. Stöðvarspennir var 50 kVA með útfærðum núllleið- ara. Rafbúnaður í stöðvarhúsi var frá danska fyrirtækinu Lauritz Knudsen A/S. Tvær háspennulínur voru lagðar frá rafstöðinni, önnur til bæjanna Víðidalsár og Hnitbjarga og var hún upphaf línu um Kirkjubólshrepp, hin til Hólmavíkur og var fjögurra km löng. Tvær spennistöðvar voru byggðar á Hólmavík, önnur 30 kVA við frystihúsið og hin 50 kVA og var sunnantil í kauptúninu. Einnig var innanbæjarkerfið á Hólmavík endurbyggt frá grunni. Eiríkur Briem flutti ræðu á vígsluhátíðinni og upplýsti þar að virkjunin hefði kostað 4,575 milljónir króna, háspennu- línur og fleira 0,351 milljón krónur og innanbæjarkerfið á Hólmavík 0,930 milljón krónur, samtals 5,856 milljón krónur. Virkjunarkostnaður var því um 9.000 krónur á virkjað kW. Í upphafi var gert ráð fyrir því að auka þyrfti afl stöðvarinnar síðar. Þrýstivatnspípan var gerð fyrir tvær 500 kW vélasamstæður enda fyrirhugað að bæta síðar við annarri 500 kW samstæðu. Hentugra þótti þegar til átti að taka að bæta við einni samstæðu sem nýtt gæti allt vatn Þverár og nota eldri samstæðuna sem varaafl þegar notkun væri lítil. Einnig var ákveðið að hækka stífl- una um einn metra og auka þannig miðlunarmöguleika. Vélar fyrir viðbótina voru pantaðar frá Tékkóslóvakíu árið 1957. Pöntunin var hluti af viðskiptasamningi og var afgreidd á árunum 1958 og 1959. Þá annaði 500 kW vélin enn orkuþörf kauptúnsins en árið 1963 var þetta breytt. Þá hafði orkuveitusvæð- ið stækkað til norðurs og suðurs og var aflaukning talin nauð- synleg á árinu 1964. Stíflugarðurinn var hækkaður og 100 m² viðbygging byggð við stöðvarhúsið. Vélarnar frá Tékkóslóvakíu voru settar upp í viðbyggingunni sumarið 1964. Ágúst Halblaub setti vélarnar upp en Guðmundur Björnsson verkfræðingur ann- aðist prófanir þeirra. Ásgeir Sæmundsson, tæknifræðingur og deildarstjóri hjá RARIK, annaðist tengingu á öllum rafbúnaði. Á þessum árum voru öll stjórn- og mælitæki í stöðinni endurnýj- uð og ný stjórntafla sett upp. Ólafur Tryggvason verkfræðingur smíðaði hina nýju töflu. 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.