Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 60
tengdur spennustillir. Aðalspennir var einnig frá Titan, 700
kVA með útfærðum núllleiðara, olíukældur til uppsetningar
innanhúss. Stöðvarspennir var 50 kVA með útfærðum núllleið-
ara. Rafbúnaður í stöðvarhúsi var frá danska fyrirtækinu Lauritz
Knudsen A/S.
Tvær háspennulínur voru lagðar frá rafstöðinni, önnur til
bæjanna Víðidalsár og Hnitbjarga og var hún upphaf línu um
Kirkjubólshrepp, hin til Hólmavíkur og var fjögurra km löng.
Tvær spennistöðvar voru byggðar á Hólmavík, önnur 30 kVA við
frystihúsið og hin 50 kVA og var sunnantil í kauptúninu. Einnig
var innanbæjarkerfið á Hólmavík endurbyggt frá grunni.
Eiríkur Briem flutti ræðu á vígsluhátíðinni og upplýsti þar
að virkjunin hefði kostað 4,575 milljónir króna, háspennu-
línur og fleira 0,351 milljón krónur og innanbæjarkerfið á
Hólmavík 0,930 milljón krónur, samtals 5,856 milljón krónur.
Virkjunarkostnaður var því um 9.000 krónur á virkjað kW.
Í upphafi var gert ráð fyrir því að auka þyrfti afl stöðvarinnar
síðar. Þrýstivatnspípan var gerð fyrir tvær 500 kW vélasamstæður
enda fyrirhugað að bæta síðar við annarri 500 kW samstæðu.
Hentugra þótti þegar til átti að taka að bæta við einni samstæðu
sem nýtt gæti allt vatn Þverár og nota eldri samstæðuna sem
varaafl þegar notkun væri lítil. Einnig var ákveðið að hækka stífl-
una um einn metra og auka þannig miðlunarmöguleika.
Vélar fyrir viðbótina voru pantaðar frá Tékkóslóvakíu árið
1957. Pöntunin var hluti af viðskiptasamningi og var afgreidd
á árunum 1958 og 1959. Þá annaði 500 kW vélin enn orkuþörf
kauptúnsins en árið 1963 var þetta breytt. Þá hafði orkuveitusvæð-
ið stækkað til norðurs og suðurs og var aflaukning talin nauð-
synleg á árinu 1964. Stíflugarðurinn var hækkaður og 100 m²
viðbygging byggð við stöðvarhúsið. Vélarnar frá Tékkóslóvakíu
voru settar upp í viðbyggingunni sumarið 1964. Ágúst Halblaub
setti vélarnar upp en Guðmundur Björnsson verkfræðingur ann-
aðist prófanir þeirra. Ásgeir Sæmundsson, tæknifræðingur og
deildarstjóri hjá RARIK, annaðist tengingu á öllum rafbúnaði. Á
þessum árum voru öll stjórn- og mælitæki í stöðinni endurnýj-
uð og ný stjórntafla sett upp. Ólafur Tryggvason verkfræðingur
smíðaði hina nýju töflu.
58