Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 69

Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 69
gegnum hugann, ég vissi að Jói og strákarnir mundu verða brjál- aðir. Ég yrði úthrópaður aumingi, nei og aftur nei áfram skyldi haldið hvað sem tautaði og raulaði, sem betur fer upp úr gilinu komst ég, henti af mér skíðinu sem brotnaði þegar ég var kom- inn upp á flákann. Þar stóð brautarvörður og það engin annar en Magnús Kristjánsson skíðakennari frá Ísafirði, sem kenndi mér á skíði um árið. Ekki fóru orð á milli okkar, ég henti af mér brotna skíðinu og tillti tánni fyrir aftan hælinn á vinstra fæti. Nú var að duga eða drepast, standa á öðrum fæti niður brekkuna og halda jafnvægi. Ég átti eftir um 1 km eftir í mark á jafnsléttu, þá fóru keppinautarnir að fara framúr mér. Í mark komst ég og það var þungur svipur á Áskeli vini mínum þegar hann tók við af mér, hvað er þetta Dóri kemstu ekki ekkert úr sporunum? Hann tók ekki eftir því að ég var bara á einu skíði. Þessi fyrsta boðganga endaði svo sem sæmilega, en Jóhann fór síðasta sprettinn sem bjargaði því sem bjargað var til að við náðum öðru sæti. Jóhann varð Íslandsmeistari í 18 km göng- unni svo við Standamenn fórum ekki erindileysu á landsmótið. Ég held að félagar mínir hafi fyrirgefið mér, þótt ég hafi ekki komist úr sporunum sem skyldi, en sem betur fór var tekin rétt ákvörðun, annars hefði illa farið. Þetta spurðist um staðinn og vakti nokkra athygli og þótt vel að staðið. Eftir að menn voru búnir að jafna sig eftir gönguna, þá var aftur lagt af stað, en nú á góðan stað, ferðinni var heitið í Skíðaskálann í Hveradölum til dvalar. Skíðaskálinn var alveg frábær, góð rúm, góður matur og ekki laust við að við Standamenn værum í nokkru uppáhaldi hjá starfsfólkinu á staðnum. Að lokinni keppni var haldið til Reykjavíkur á lokahóf sem haldið var í Mjólkurstöðinni, þar vor- um við Standamenn kallaðir á pall. Jóhann Íslandsmeistari í 18 km göngu og við með önnur verðlaun í boðgöngu. Vegna veðurs var ekki hægt að fljúga til Hólmavíkur, við feng- um mat hjá konu sem rak matsölu. Þegar átti að gera upp reikn- inginn, sagði frúin að það væru skilaboð frá Jens Guðbjörnssyni og Baldri Möller sem voru forsvarsmenn fyrir íþróttafélagið Ármann að félagið myndi sjá um að greiða reikninginn, þetta var drengilega að staðið, enda geymt en ekki gleymt. Það er gaman að horfa aftur í tíman og rifja upp það sem á 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.