Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 69
gegnum hugann, ég vissi að Jói og strákarnir mundu verða brjál-
aðir. Ég yrði úthrópaður aumingi, nei og aftur nei áfram skyldi
haldið hvað sem tautaði og raulaði, sem betur fer upp úr gilinu
komst ég, henti af mér skíðinu sem brotnaði þegar ég var kom-
inn upp á flákann. Þar stóð brautarvörður og það engin annar
en Magnús Kristjánsson skíðakennari frá Ísafirði, sem kenndi
mér á skíði um árið. Ekki fóru orð á milli okkar, ég henti af mér
brotna skíðinu og tillti tánni fyrir aftan hælinn á vinstra fæti. Nú
var að duga eða drepast, standa á öðrum fæti niður brekkuna
og halda jafnvægi. Ég átti eftir um 1 km eftir í mark á jafnsléttu,
þá fóru keppinautarnir að fara framúr mér. Í mark komst ég og
það var þungur svipur á Áskeli vini mínum þegar hann tók við af
mér, hvað er þetta Dóri kemstu ekki ekkert úr sporunum? Hann
tók ekki eftir því að ég var bara á einu skíði.
Þessi fyrsta boðganga endaði svo sem sæmilega, en Jóhann
fór síðasta sprettinn sem bjargaði því sem bjargað var til að við
náðum öðru sæti. Jóhann varð Íslandsmeistari í 18 km göng-
unni svo við Standamenn fórum ekki erindileysu á landsmótið.
Ég held að félagar mínir hafi fyrirgefið mér, þótt ég hafi ekki
komist úr sporunum sem skyldi, en sem betur fór var tekin rétt
ákvörðun, annars hefði illa farið. Þetta spurðist um staðinn og
vakti nokkra athygli og þótt vel að staðið. Eftir að menn voru
búnir að jafna sig eftir gönguna, þá var aftur lagt af stað, en nú
á góðan stað, ferðinni var heitið í Skíðaskálann í Hveradölum
til dvalar. Skíðaskálinn var alveg frábær, góð rúm, góður matur
og ekki laust við að við Standamenn værum í nokkru uppáhaldi
hjá starfsfólkinu á staðnum. Að lokinni keppni var haldið til
Reykjavíkur á lokahóf sem haldið var í Mjólkurstöðinni, þar vor-
um við Standamenn kallaðir á pall. Jóhann Íslandsmeistari í 18
km göngu og við með önnur verðlaun í boðgöngu.
Vegna veðurs var ekki hægt að fljúga til Hólmavíkur, við feng-
um mat hjá konu sem rak matsölu. Þegar átti að gera upp reikn-
inginn, sagði frúin að það væru skilaboð frá Jens Guðbjörnssyni
og Baldri Möller sem voru forsvarsmenn fyrir íþróttafélagið
Ármann að félagið myndi sjá um að greiða reikninginn, þetta
var drengilega að staðið, enda geymt en ekki gleymt.
Það er gaman að horfa aftur í tíman og rifja upp það sem á
67