Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 80

Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 80
Babýlon þar sem tvær skipshafnir voru til húsa í hvorri búð. Allar voru búðirnar byggðar úr torfi og timbri og svipaðar að stærð og gerð, þær sem ætlaðar voru einni skipshöfn. Að innanmáli voru búðirnar 9 álnir að lengd og 6 álnir á breidd. Lítill eldhúskrók- ur var hlaðinn út úr einu horninu. Búðirnar voru portbyggðar. Niðri var geymsla fyrir matvæli o.fl. en uppi var svefnloft sjó- mannanna með gömlu baðstofusniði. Þangað var gengið upp einfaldan stiga um leið og hlera var lokið upp úr loftinu. Innviðir allir voru úr söguðum rekaviði og þrír litlir tveggja rúðu gluggar á suðurhlið vörpuðu daufri birtu á fimm rúmstæði, eitt þeirra var þversum fyrir gafli, þar svaf formaðurinn einsamall, en hin fjögur voru meðfram hliðarveggjum og sváfu þar 8 hásetar, tveir í hverju rúmi. Það var oft líf og fjör í landlegum á Gjögri. Menn iðkuðu þá glímur og fleiri íþróttir, en sumir stunduðu smíðar og skáru út smíðisgripi sína og dæmi eru um að þar hafi farið fram kennsla, t.d. telur Guðbjörg Jónsdóttir rithöfundur á Broddanesi að fað- ir hennar, Jón Magnússon f. 1814, hafi lært að skrifa á Gjögri. Gísli Sigurðsson í Stóra-Fjarðarhorni, f. 1835, var vel að sér og ,,veitti lengi ungum mönnum tilsögn í landlegum á Gjögri” (Strandamenn). Og skömmu síðar eða um 1890 lærðu nokkr ir hákarlasjómenn ensku hjá einum félaga sínum, Benedikt Guð- brands syni frá Smáhömrum, f. 1868, en hann hafði stundað nám á Möðruvöllum í Hörgárdal. Einmitt um þær mundir höfðu margir áhuga á enskunámi vegna Ameríkuferðanna og kann það að hafa ýtt undir þessa enskukennslu í hákarlaverstöðinni. Þótt hér hafi verið farið lofsamlegum orðum um gömlu Gjögrarana fer því þó fjarri að líf þeirra og framganga hafi ávallt verið umvafin sérstökum dýrðarljóma, þar bregður einnig skuggum fyrir ef marka má forn réttarskjöl úr Strandasýslu sem ég skoðaði fyrir nokkrum árum á Þjóðskjalasafni Íslands. Þar var lýst átökum og barsmíðum sem áttu rætur sínar að rekja til drykkjuskapar og óreglu. Sú staðreynd kom undirrituðum ekki á óvart, því að um miðja nítjándu öldina flaut allt Ísland í brennuvíni. Þótt vöruinnflutningur væri knappur þá sáu dönsku kaupmennirnir ætíð til þess, að nægilegar birgðir af vínföngum væru á boðstólum. Ég komst að raun um þetta mikla áfeng- 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.