Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 80
Babýlon þar sem tvær skipshafnir voru til húsa í hvorri búð. Allar
voru búðirnar byggðar úr torfi og timbri og svipaðar að stærð og
gerð, þær sem ætlaðar voru einni skipshöfn. Að innanmáli voru
búðirnar 9 álnir að lengd og 6 álnir á breidd. Lítill eldhúskrók-
ur var hlaðinn út úr einu horninu. Búðirnar voru portbyggðar.
Niðri var geymsla fyrir matvæli o.fl. en uppi var svefnloft sjó-
mannanna með gömlu baðstofusniði. Þangað var gengið upp
einfaldan stiga um leið og hlera var lokið upp úr loftinu.
Innviðir allir voru úr söguðum rekaviði og þrír litlir tveggja rúðu
gluggar á suðurhlið vörpuðu daufri birtu á fimm rúmstæði, eitt
þeirra var þversum fyrir gafli, þar svaf formaðurinn einsamall, en
hin fjögur voru meðfram hliðarveggjum og sváfu þar 8 hásetar,
tveir í hverju rúmi.
Það var oft líf og fjör í landlegum á Gjögri. Menn iðkuðu þá
glímur og fleiri íþróttir, en sumir stunduðu smíðar og skáru út
smíðisgripi sína og dæmi eru um að þar hafi farið fram kennsla,
t.d. telur Guðbjörg Jónsdóttir rithöfundur á Broddanesi að fað-
ir hennar, Jón Magnússon f. 1814, hafi lært að skrifa á Gjögri.
Gísli Sigurðsson í Stóra-Fjarðarhorni, f. 1835, var vel að sér og
,,veitti lengi ungum mönnum tilsögn í landlegum á Gjögri”
(Strandamenn). Og skömmu síðar eða um 1890 lærðu nokkr ir
hákarlasjómenn ensku hjá einum félaga sínum, Benedikt Guð-
brands syni frá Smáhömrum, f. 1868, en hann hafði stundað
nám á Möðruvöllum í Hörgárdal. Einmitt um þær mundir höfðu
margir áhuga á enskunámi vegna Ameríkuferðanna og kann það
að hafa ýtt undir þessa enskukennslu í hákarlaverstöðinni.
Þótt hér hafi verið farið lofsamlegum orðum um gömlu
Gjögrarana fer því þó fjarri að líf þeirra og framganga hafi
ávallt verið umvafin sérstökum dýrðarljóma, þar bregður einnig
skuggum fyrir ef marka má forn réttarskjöl úr Strandasýslu sem
ég skoðaði fyrir nokkrum árum á Þjóðskjalasafni Íslands. Þar
var lýst átökum og barsmíðum sem áttu rætur sínar að rekja
til drykkjuskapar og óreglu. Sú staðreynd kom undirrituðum
ekki á óvart, því að um miðja nítjándu öldina flaut allt Ísland í
brennuvíni. Þótt vöruinnflutningur væri knappur þá sáu dönsku
kaupmennirnir ætíð til þess, að nægilegar birgðir af vínföngum
væru á boðstólum. Ég komst að raun um þetta mikla áfeng-
78