Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 85
heim að bænum, sem mér fanst þó eg ekki géta. Stóð Jón
Pjetursson þá í Götunni fyrir mér, og vildi eg þá komast áfram,
enn er hann tók á mér, Rann eg til, og beiddi eg þá Jón að vægja
og var það ekki að fá. Gékk hann þá á mig með abli og böglaði
mér þar niður og lagðist ofann á mig. Slasaðist eg þá stórkostlega
á lærinu af þessum misþirmingum, og bað eg Guð að hjálpa mér
og sagði að þeir væri búnir að slasa mig, enn þá slepti hann mér,
beiddi eg hann þá að lofa mér að liggja kyrrum, því sjálfur gat
eg ekki uppstaðið. Þá þreif Pjetur til mín með aungri vægð, og
skipaði þeim að drífa mig inn í búðina, hvað þeir og gjörðu
mjög miskunnarlaust, þó eg beiddi þá í Guðs nafni að lofa mér
að vera kyrrum. Þá tók Pjetur yfir um lærið á mér, og misþirmdi
mér, að mér fanst, so eg hafði ekkert viðþol, og beiddi eg þá enn
í Guðs nafni, að vægja mér, með grátandi tárum, enn þar var
aunga vægð að fá, meðan þeir vóru að drífa mig inn, var eg með
háhljóðum, og orgaði Pjetur þá enn hærra, so ekki giæti til mín
heirst. Og með þessari aðferð drógu þeir mig upp í Rúmflet með
litlum fataræflum í, var eg þá með háhljóðum, og lýsti þá
Sáramenn mína ef eg lifði, enn Banamenn ef eg dæi. Þarna lá eg
um nóttina með óþolandi verkjum þar til um morguninn, var þá
farið að dofna lærið og tilfinningar mínar, enn mikil kvöl í
Bakinu og gat eg þá alls ekkert lið mér veitt. Léði þá Gísli
Gíslason frá Bæ mér Rúm til að liggja í, og fór eg þá að tala um
að fá flutning, enn því var lítill Gaumur gefinn, enn þó varð það,
að Magnús Magnússon bauð mér að hjálpa til flutningsins, og
fór þá annar maður frá Jóni Pjeturssyni. Fór eg þá að reyna að
komast ofan, og gékk það mjög bágt, þó komst eg út fyrir dyrnar
og hnjeg þar niður. Tók Jón Pjetursson mig þá og dröslaði mér
ofan í bátinn, sem var mjög lekur og valla sjófær. Dróst eg þá
aptur í hann og hélt mér í hann beggja meiginn, því eg þoldi illa
af mér að bera. Komst eg so heim að kveldi votur úr austrinum,
og var eg þá borinn heim í Rúm, og þar lá eg síðan með miklum
harmkvælum Rúmfastur að öllu leiti, frá því þetta skéði og þar
til 5 vikur vóru af sumri 1869. Þá kvaldist eg sjóveg í Kaupstað í
áliggiandi nauðsynjaerindum mínum, og bágbornu kringum-
stæðum, sem eg var þó einginn maður til, en lagðist aptur er eg
kom heim, enn yfir mér varð að vaka alt að þrem vikum, sem eg
83