Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 86
gat ekki setst upp, og var sett 26 sinnum blóðhorn á lærið og
bakið til að ná út mörðu blóði, sem var í meiðslunum, sem mér
fanst helst lina, og af bökstrum, þar til fór að hníta bæði á bak-
inu og lærið, enn því líkast er sem holdið sje laust við lærbeinið.
Annarar læknishjálpar hef eg ekki gétað leitað sökum fjærlægðar
og annara erfiðleika, nema lítils háttar af ,,homöophata” með-
ulum, sem mér fundust ekkert gjöra. Enn er fram á sumarið
kom fór eg að dragast lítils háttar með kvöl um bæjinn, við tvær
hækjur, og fóru þá meinsemdirnar aptur að bólgna, og hef eg
verið so alt til þessa, að eg kemst ekkert nema aðeins um bæjinn
við tvær hækjur, lítið eitt. Enn síðan eg fékk áverkan 19. okt.1868
hef eg aunga forstöðu gétað veitt mér eða mínu húsi, so það sem
eg átti áður í Fasteign og lausafje hefur farið mjer og mínum til
viðurhalds, enda hefur ekki all-lítið þingt á mér í þessum mínum
bágu kringumstæðum, að eg hefi verið látinn undirhalda tvo
Sveitarómaga, með mikið lægri meðgjöf enn venjulega er géfið
með jafn þúngum ómögum. Enn fyrir þessa framan ritaða með-
ferð, óska eg hér með að Rjetturinn hlutist til og leitist við hvort
hinir fyrr nefndu Pjetur Bóndi Magnússon frá Draungum, Jón
Pjetursson frá sama bæ og Magnús Magnússon á Finnbogastöðum
fást ekki til að játa brot sitt, og munu menn þeir er að framan
eru nefndir, og við vóru, bera hér að lútandi vitnisburði ef með
þarf. Sömuleiðis áskil eg að rjetturinn dæmi mér til handa
hæfilegar skaðabætur, og fæðispeninga, af eigum hinna ákjærðu,
eptir því sem lög bjóða, frá því að ég fékk áverkann, og þar til
mál þetta er á enda kljáð, ennfremur að eg fái fæðispeninga,
meðan eg gét eigi leitað mér atvinnu sem að líkindum verður
það sem eptir er æfinnar, þar eg að öðrum kosti má neiðast til
að fara á fátækra framfæri, og verða þannig saklausum að byrði,
firir ómilda meðhöndlan annara jafnframt óska eg hér með að
eg fái báðar hinar ídæmdu bætur mér fyrirhafnarlaust og sókn í
máli þessu mér kostnaðarlausa, ef lengra fer enn til Hér aðs -
dómarans.“
Munaðarnesi þann 29da Aprílmán: 1870
Guðmundur Jónsson
Til Sýslumannsins í Strandasýslu
84