Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 89

Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 89
Jón Pétursson kvæntist aftur og árið 1887 flutti hann heim í Árneshrepp og bjó í Stóru-Ávík til dauðadags 1920. 2) Pétur Magnússon bóndi á Dröngum var 47 ára gamall. Um hann segir séra Sveinbjörn Eyjólfsson í Árnesi: ,,Rétt vel að sér, hegðunin ískyggileg.“ Stingur þessi umsögn mjög í stúf við einkunn þá sem Hallfríður Jónsdóttir eiginkona Péturs fær, því að hún er sögð ,,greind kona, reglusöm og hreinskilin.“ Pétur byrjaði búskap í Bæ vorið 1846 en fluttist næsta ár að Melum og bjó þar til ársins 1856. Þá flytur hann búferlum að Dröngum og býr þar til æviloka árið 1887. – Þeir Drangafeðgar eiga marga afkomendur. 3) Magnús Magnússon á Finnbogastöðum. Má vera að um sé að ræða 15 ára ungling frá Munaðarnesi sem við fermingu í Árneskirkju 1868 var sagður ,,tornæmur og skilningsdaufur en skikkanlegur.“ Réttarhaldið Varla hefur kærubréf Guðmundar Jónssonar orðið sýslumann- inum Sigurði E. Sverrissyni mikið fagnaðarefni. Honum var vel kunnugt um hvílíkur óravegur var norður í Árneshrepp og hversu seinfarinn hann var, þar sem drjúgur hluti hans lá um um skrið- ur, klappir og klungur. En undanfarin misseri hafði hann einmitt þurft að fara þangað hvorki fleiri né færri en fjórar aukaferðir í embættiserindum vegna málaferla sem urðu út af skipsstrandi á Dröngum og tengt var stuldi á nokkrum tólgarskjöldum með tilheyrandi refsingum sem fólgnar voru í fjársektum og hýðing- um, er lesa má um í grein Guðmundar Jónssonar hreppstjóra á Munaðarnesi í 22. árgangi Strandapóstsins. Sýslumaðurinn hafði því fengið nóg af norðurferðunum í bili. Eigi að síður brást hann þó vel við hinu langa og vel skrifaða kærubréfi að norðan og veitti því það brautargengi sem til var ætlast, þótt hann vissi að það kostaði hann nýjar ferðir norður í Árneshrepp. En bót var í máli að hann var maður á besta aldri eða 39 ára gamall og veturinn var að baki en sumarið framundan, því að árstíðin skipti miklu máli þegar ferðalög um Strandir voru annars vegar. 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.