Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 89
Jón Pétursson kvæntist aftur og árið 1887 flutti hann heim í
Árneshrepp og bjó í Stóru-Ávík til dauðadags 1920.
2) Pétur Magnússon bóndi á Dröngum var 47 ára gamall.
Um hann segir séra Sveinbjörn Eyjólfsson í Árnesi: ,,Rétt vel að
sér, hegðunin ískyggileg.“ Stingur þessi umsögn mjög í stúf við
einkunn þá sem Hallfríður Jónsdóttir eiginkona Péturs fær, því
að hún er sögð ,,greind kona, reglusöm og hreinskilin.“ Pétur
byrjaði búskap í Bæ vorið 1846 en fluttist næsta ár að Melum og
bjó þar til ársins 1856. Þá flytur hann búferlum að Dröngum og
býr þar til æviloka árið 1887. – Þeir Drangafeðgar eiga marga
afkomendur.
3) Magnús Magnússon á Finnbogastöðum. Má vera að um
sé að ræða 15 ára ungling frá Munaðarnesi sem við fermingu í
Árneskirkju 1868 var sagður ,,tornæmur og skilningsdaufur en
skikkanlegur.“
Réttarhaldið
Varla hefur kærubréf Guðmundar Jónssonar orðið sýslumann-
inum Sigurði E. Sverrissyni mikið fagnaðarefni. Honum var vel
kunnugt um hvílíkur óravegur var norður í Árneshrepp og hversu
seinfarinn hann var, þar sem drjúgur hluti hans lá um um skrið-
ur, klappir og klungur. En undanfarin misseri hafði hann einmitt
þurft að fara þangað hvorki fleiri né færri en fjórar aukaferðir
í embættiserindum vegna málaferla sem urðu út af skipsstrandi
á Dröngum og tengt var stuldi á nokkrum tólgarskjöldum með
tilheyrandi refsingum sem fólgnar voru í fjársektum og hýðing-
um, er lesa má um í grein Guðmundar Jónssonar hreppstjóra á
Munaðarnesi í 22. árgangi Strandapóstsins. Sýslumaðurinn hafði
því fengið nóg af norðurferðunum í bili. Eigi að síður brást
hann þó vel við hinu langa og vel skrifaða kærubréfi að norðan
og veitti því það brautargengi sem til var ætlast, þótt hann vissi
að það kostaði hann nýjar ferðir norður í Árneshrepp. En bót
var í máli að hann var maður á besta aldri eða 39 ára gamall og
veturinn var að baki en sumarið framundan, því að árstíðin skipti
miklu máli þegar ferðalög um Strandir voru annars vegar.
87