Strandapósturinn - 01.06.2006, Page 90
Það fyrsta sem sýslumaður gerði var að fela tveim stefnu vottum
með bréfi 1. júní að boða alls 13 menn í Árneshreppi til lög reglu-
réttar Strandasýslu að Árnesþingstað þann 11. júní. – Það var því
ekki lítill hópurinn sem kvaddur skyldi á vettvang til að bera vitni
í meiðslamálinu. En fyrirmælin frá sýslumanni hafa sjáanlega
verið lengi á leiðinni því að stefnuvottarnir, þeir B. Sæmundsson
og S. Hjaltason gefa skýrslu um að þeir hafi birt stefnuna 13.
júní og aðeins fjórum mönnum, þ.e.a.s. þeim Pétri Magnússyni
á Dröngum, Jóni Péturssyni er þá var kominn að Felli, Jóni
Guð mundssyni á Munaðarnesi og Guðmundi Guðmundssyni í
Ing ólfsfirði. Af málsskjölum sést að fyrirhuguðum lögreglurétti í
Árnesi hefur verið frestað um 6 daga og að a.m.k. tveir menn til
viðbótar báru vitni fyrir réttinum, þ.e. þeir Guðmundur Jónsson
Munaðarnesi og Magnús Magnússon á Finnbogastöðum.
Lögregluréttur Strandasýslu var þannig settur þann 17. júní
1870 í Árnesi af Sigurði E. Sverrissyni sýslumanni og hófust þá
vitnaleiðslur og tveggja daga réttarhald.
Fyrsta vitnið var Guðmundur Jónsson á Munaðarnesi, sem
bar fram kæruna í meiðslamálinu. Flutti hann langt mál er var
að mestu samhljóða kærubréfinu. Kom þar m.a. í ljós að átökin
fóru fram í verbúð Guðmundar Magnússonar formannns á Finn-
boga stöðum milli vitnisins annars vegar og Jóns Péturssonar og
Magnúsar Magnússonar hins vegar. Lýsti vitnið viðureign þeirra
ýtarlega og áverkum þeim er hann hlaut bæði á læri og baki.
Komu vitnin síðan fram hvert af öðru.
Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Ingólfsfirði sagðist
hafa verið við róðra á Gjögri hjá Hermanni Þórðarsyni for manni
á Finnbogastöðum haustið 1868 og var háttaður í búð inni er
Guðmundur Jónsson kom inn ásamt þrem mönnum og atburð-
irnir gerðust. Þeir Drangafeðgar stríddu Guðmundi ákaft en
hann svaraði þeim stóryrðum. Hins vegar átti Magnús Magn ús-
son á Finnbogastöðum lítinn eða engan hlut að því máli svo
vitnið muni. Upphófust síðan ryskingar Guðmundar Jónssonar
og Jóns Péturssonar bæði inni og úti, upp og niður stigann
nokkrum sinnum. Að lokum báru þeir Jón Pétursson og Magnús
Magnússon Guðmund háhljóðandi upp í rúm. ,,Á áliðnum öðr-
88