Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 96

Strandapósturinn - 01.06.2006, Síða 96
aðarnesi ásamt Jóni Meyvant Sigurðssyni, manni sínum, sem var þá látinn fyrir nokkrum árum og var hún síðustu árin í skjóli sonar síns og tengdadóttur. Á jarðarhluta þeirra var þá tvíbýli, og bjuggu þar tveir synir Guðríðar, sá eldri var Halldór Jónsson og kona hans Jóna Jónsdóttir og synir þeirra, Garðar og Jón. Einnig yngri sonur Guðríðar, Sigurgeir Jónsson og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir og var Guðríður í heimili hjá þeim. Húsakynni voru þarna mjög lítil og búið þröngt. 29. desember er í háskammdeginu, birtutími mjög stuttur og veður válynd. Ekki varð undan þó vikist að gera það sem gera þurfti, þó á þessum árstíma væri, að koma líkinu til kirkjustað- arins í Árnesi þar sem greftrað var. Þó leiðin frá Munaðarnesi að Árnesi væri ekki ýkjalöng, líklega um 12 -15 kílómetrar, gat þetta verið býsna erfitt, á þessum árstíma og jafnlangt hvort farið var landleið all leiðina eða sjóleið milli Norðurfjarðar og Árness. Ekki var hugsanlegt að fara sjóleiðina alla leið frá Munaðarnesi að Árnesi á þeim bátum, sem tiltækilegir voru, því að þá þurfti að fara út fyrir ystu nes. Fyrstu dagana í janúar voru aðstandendur Guðríðar farnir að huga að möguleikum á að koma líkinu frá Munaðarnesi að Árnesi. Veðurfar hafði verið þannig, að snjóað hafði á jólaföst- unni, en leyst síðan nokkuð mikið upp. Snjór var samt í lækjum og lautum, en jörð mikið auð á milli. Það var ljóst, að ekki var önnur leið fær, en koma líkinu fyrst til Norðurfjarðar landveg, og síðan sjóleið þaðan að Árnesi, sem ekki er ýkjalöng, en síð- asti spölur sjóleiðarinnar að Árnesi skerjóttur og varasamur, en hættu lítill þeim, sem kunnugir eru. Nú mátti gera ráð fyrir því, að þetta tækist ekki á einum degi, enda háð veðri og birtu, og varð að láta á það reyna þegar þar að kæmi. Til að svona flutn- ingur gæti gengið greiðlega fyrir sig þurfti sex menn, þar sem búast mátti við því að þurfa að bera kistuna eitthvað af leiðinni, sem reyndar varð. Að sjálfsögðu varð að leita til manna á nágrannabæjum, sem ekki var óalgengt og fóru tveir úr Norðurfirði, annar sá er þetta ritar, sem átti þá heima á Steinstúni og Bernharð Andrésson í Norðurfirði, frá Felli komu bræður tveir, Guðmundur og Sigurvin Guðbrandssynir. Vegna þess að hér er verið að tala um 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.