Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 113

Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 113
á enda. Duglegustu strákarnir voru varla komnir fram á stefni þegar slegið var af vélinni. Eftir stutta bið komu menn úr landi á lítilli skektu og á henni voru svo allir ferjaðir í land. Nú hófst annar áfangi ferðarinnar. Á þjóðveginum rétt ofan fjörunnar beið okkar vörubíll. Bíllinn var útbúinn til farþega- flutninga á þann máta að trébekkir voru festir þversum á pallinn og yfir hvolft kassa til varnar regni og vindi. Rykið af veginum átti nokkuð auðvelda leið í farþegarýmið. Svona farartæki voru kölluð kassabílar og voru vel þekkt á fyrstu árum bíla. Upp á pall- inn og inn í kassann fórum við. Sum okkar voru að fara í sinn fyrsta bíltúr á ævinni. Bílstjórinn var nokkuð drjúgur yfir bílnum sínum. Gerði sjálfsagt ráð fyrir því að krakkar norðan af nyrstu Ströndum hefðu aldrei séð slíkt farartæki. Við sem komum um borð í Nonna í Djúpuvík urðum nú nokkuð mannalegir. Gerðum svo bílstjóranum ljóst að þar fyrir norðan væru nú fjórir bílar og einn af þeim væri mikið stærri en bíllinn hans. Oft og mörgum sinnum hefðum við fengið far með þessum bílum. Bílstjórinn brosti bara af mannalátum okkar og lagði af stað með okkur á pallinum fram sveitina og inn í og fram Steinadalinn. Að því kom að ekki var lengra komist þrátt fyrir gott farartæki. Skörð voru í veginn, ef veg skyldi kalla. Þessi vegur hafði ekki enn kynnst veghefli eða jarðýtu. Þorsteinn skólastjóri hafði gert ráð fyrir því að við þyrftum að ganga yfir Steinadalsheiðina. Öll höfðum við því búið okkur vel til fótanna og okkur munaði ekki mikið um það að ganga og bera farangur okkar í eina klukkustund eða svo. Fjórar sýslur mætast efst á Steinadalsheiði: Strandasýsla, Norður- Ísafjarðarsýsla, Barðastrandarsýsla og Dalasýsla. Viðgerð á heið- arveginum var hafin Gilsfjarðarmegin. Þegar við komum rétt yfir há heiðina beið okkur þar rúta frá Dala-Brandi. Þarna sáum við í fyrsta skipti bíl frá manni sem átti eftir að sinna fólksflutningum, með miklum ágætum, á næstu árum um Strandir og Dali. Í dag væri sá vegur sem rútan fór með okkur ofan af Steinadalsheiði að Laugum í Sælingsdal ekki gefið annað heiti en að hann væri jeppafær. Vegurinn var mjór, krókóttur, lækir runnu yfir hann og sumstaðar eftir honum, á kafla út með Gilsfirði, í fjöru þar sem hann fór undir sjó á flóði. Ekki var búið að búa til orðið blind- hæð en þær voru samt nokkrar á leiðinni. Til Lauga komumst 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.