Strandapósturinn - 01.06.2006, Qupperneq 133
Menningar sjóðs 1963 orðar þetta svona:
hvítmálmur, létt og sterk málmblanda (með ýms-
um nöfnum).
Svo segir Indriði aðra sögu:
IS: Pabbi steypti líka úr kopar. Til þess
þurfti sérstakar deiglur3, misstórar. Svo
smíðaði hann mót og bráðnum málminum
var hellt í þau. Það var nú eitt af því besta,
þegar pabbi smíðaði spaðann (skrúfublað)
í Betu. Það var mótorbátur frá Hólmavík.
Ég man eftir þessum bát 1936, þá kom
hann að Enni og var að sækja staura í
bryggjuna á Hólmavík. Það var ábyggilega
eitthvað seinna, sem þessi spaði kom til.
Beta var með skiptiskrúfu og týndi öðrum
spaðanum, hann fór bara af og í sjóinn og
pabbi smíðaði nýjan. Þetta var helvíti mikið
mál, þurfti 8 pund af kopar. Við helltum úr
3 deiglum í mótið, sem hann hafði smíð-
að, ég, Jón heitinn bróðir minn og pabbi.
Bunan mátti aldrei slitna eitt augnablik, nei
það má ekki, ef það gerist koma skil og allt verður ónýtt. Þetta
gekk ágætlega, svo reyndi sá gamli hausinn4 á þessu. Síðan fóru
þeir og settu skrúfuna í og voru lukkulegir í fyrstu, því að allt féll
saman. En svo er hringt í pabba, að ekki sé gott í efni með Betu.
Hún gangi bara ekki neitt, alveg sama hvort þeir taki aftur á
bak eða áfram, hún stæði bara alveg kyrr. Svo spurðu þeir hvort
þeir mættu koma aftur, þeir héldu að það væri eitthvað bogið
við þetta. Jú, jú, þeir máttu koma aftur og fóru að spekúlera og
sýna pabba, hvernig þeir höfðu sett þetta saman, en það gerðu
þeir þannig, að annar spaðinn tók aftur á bak en hinn áfram!
Ég man eftir því að þessi maður hringdi aftur í pabba og sagði:
„Nú gengur Beta“.
Ég spurði Indriða, hvernig föður hans hefði gengið að útvega
sér kopar til smíða. Hann taldi það ekki hafa verið vandamál.
131
Brennimark gert
af Sigmundi fyrir
Tryggva Björnsson
(T B).
3 Málmbræðsluílát.
4 Millistykki sem skrúfublöðin gengu inn í nefndist haus.