Saga - 2016, Page 42
til þess að lesbíur hafi á þessum tíma ekki vitað hvað þær ættu að
gera eða hvernig þær ættu að vera.111 Sú takmarkaða vitneskja og
það ráðaleysi sem kemur fram bendir til þess að lesbísk sjálfsvera
hafi fyrst við upphaf níunda áratugarins orðið viðfang ríkjandi
orðræðu á Íslandi.
Þegar stofnun og starf Íslensk-lesbíska er metið í samhengi við
mótun lesbískrar sjálfsveru koma kenningar mannfræðinga um sjálfs -
veruna og samband hennar við atbeina (e. agency) að góðu gagni.
Sherry ortner byggir á skrifum Clifforts Geertz þegar hún skil -
greinir sjálfsveruna annars vegar sem menningarlega og sögulega
meðvitund sem myndar grundvöllinn að atbeina og er mikilvæg til
þess að skilja hvernig fólk reynir að hafa áhrif á heiminn á sama hátt
og heimurinn hefur áhrif á það. Hins vegar skilgreinir hún sjálfs-
veruna sem tilfinningar, þrá, áhyggjur og vonir einstaklinga sem
gera það að verkum að þeir eru ekki einfaldlega óvirkir viðtakendur
ákveð innar sjálfsverustöðu.112 Sjálfsveran er þannig ekki einvörð -
ungu mótuð af ríkjandi orðræðu heldur í samræðu orðræðunnar við
félagslega reynslu einstaklingsins, og koma félög eins og Íslensk-
lesbíska inn sem mikilvægur vettvangur fyrir þessa samræðu. eitt
megin mark miða Íslensk-lesbíska var að skapa öruggt rými fyrir
konur að átta sig á samfélagsstöðu sinni, ræða um sjálfsmynd sína
og styrkja hópvitund á grundvelli kyngervis og kynhneigðar. Þannig
má segja að félag ið hafi orðið vettvangur fyrir mótun lesbískrar
sjálfsveru, þ.e. rými þar sem þær gátu rætt og mótað lesbíska sjálfs-
veru í samræðu við ríkjandi orðræðu. Félagið var í raun vettvangur
fyrir atbeina eins og ortner skilgreinir hann. Hún vill gera greinar-
mun milli tvenns konar atbeina, sem þó tengjast og tvinnast saman,
þ.e. annars vegar atbeina sem er ein gerð valds, hvort sem það felur
í sér yfirráð yfir öðrum eða andspyrnu gegn yfirráðum, hins vegar
atbeina sem er gerð ásetnings eða þrár (e. desire) sem felur í sér
vinnu að ákveðnu takmarki og framkvæmd verkefna.113 Þessi skil-
greining rúmar bæði skipulagt málefnastarf félagsins og þann sam-
veruvettvang sem myndaði grundvöllinn að komandi andófi og
skipulegri réttindabaráttu á grundvelli kynhneigðar.
íris ellenberger40
111 Viðtal. Þóra kristín Ásgeirsdóttir 29. apríl 2016; Viðtal. Anni Haugen 10. maí
2016; Viðtal. Guðbjörg ottósdóttir 6. maí 2016.
112 Sherry B. ortner, Anthropology and Social Theory. Culture, Power and the Acting
Subject (Durham og London: Duke University Press 2006), bls. 110–111.
113 Sama heimild, bls. 153.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 40