Saga - 2016, Blaðsíða 66
haukur ingvarsson64
inn heim frá námi í lögfræði og hagfræði við Harvard-háskóla í
Banda ríkjunum.31 Fyrsta útgáfubók Stuðlabergs var ritgerðasafnið
The God That Failed. Hlaut hún nafnið Guðinn, sem brást: Sex stað -
reyndir um kommúnisma (1950). Í kjölfarið fylgdi Nítján hundruð
áttatíu og fjögur (1951) eftir George orwell og loks minningabókin
Bóndinn: El Campesino (1952) eftir Valentin Gonzalez og Julián
Gorkin. ekki verður annað ráðið af útgáfulista Stuðlabergs en að
eyjólfur konráð hafi fylgst vel með því sem efst var á baugi í and-
kommúnískum bókmenntum; allar bækurnar komu upphaflega út
árið 1949 en sú síðastnefnda var þýdd á fjölda tungumála árið 1952,
m.a. ensku. Þess má geta að CIA beitti sér fyrir útbreiðslu allra þess-
ara bóka erlendis og hafði beina aðkomu að gerð The God That Failed
og El Campesino.32 ekki er þó vitað hvort CIA átti hlut að máli á
Íslandi.
Stofnun AB hefur verið rakin til hóps ungra manna sem hittist á
heimili eyjólfs konráðs. Flestir höfðu þeir stundað nám með honum
í Verzlunarskólanum eða Háskól anum og áttu þeir það sameiginlegt
að vera hægrisinnaðir. Í framhaldi af um ræðum í þessum hópi
héldu eyjólfur konráð og Geir Hallgríms son á fund Bjarna Bene -
diktssonar dóms- og menntamálaráðherra og viðruðu við hann hug-
myndir sínar um stofnun AB. „Bjarna leist vel á hugmyndina“, sam-
kvæmt vitnisburði eins félaga í hópnum, „og þá fóru hjólin að snú-
ast. Án hans atbeina hefði AB tæpast orðið til.“33 ekki verður betur
séð en að innra starf Sjálf stæðis flokksins hafi verið virkjað til að
undirbúa jarðveginn fyrir breið fylkingu hægri manna í menningar -
málum. Til dæmis skrifaði Matthías Johannessen, skáld og blaða -
31 Sjá Jónína Michaelsdóttir, „Baldvin Tryggvason. Ævi og störf“, Morgunblaðið
27. apríl 1997, bls. C4; Davíð oddsson, „Geir Hallgrímsson“, Andvari 119:1
(1994), bls. 23. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar um Stuðlaberg, bæk -
urnar sem komu út á vegum útgáfunnar og viðtökur þeirra í sérstökum kafla
í bók sinni Íslenskir kommúnistar: 1918−1998, bls. 247−250.
32 Um aðkomu CIA að útbreiðslu Guðsins sem brást og Nítján hundruð áttatíu og
fjögur, sjá Frances Stonor Saunders, Who Paid the Piper? The CIA and the Cultural
Cold War, bls. 64 og 295−298. Um aðkomu CIA að ritinu Bóndinn: El Campesino,
sjá Patrick Iber, Neither Peace nor Freedom: The Cultural Cold War in Latin
America, bls. 83−85.
33 Jónína Michaelsdóttir, „Baldvin Tryggvason: Ævi og störf“, bls. C4. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson gerir einnig grein fyrir stofnun AB en líka andstöðu
íslenskra menntamanna, m.a. Gunnars Gunnarssonar, við kommúnisma í sér-
stökum kafla í bók sinni, Íslenskir kommúnistar: 1918−1998, bls. 301−305.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 64