Saga - 2016, Síða 83
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 81
[Þ]eir leggja áherslu á að viðkomandi hafi gefið út bækur. eg benti á
hve erfitt væri fyrir kritiker að fá gefnar út bækur í svo fámennu
þjóðfélagi, en að k.k. [kristján karlsson] væri einn af ritstjórum merk -
asta tímaritsins um menningarmál, og langfremstur af yngri essayist -
um um bókmenntir — kannske duga þau rök, kannske ekki, en eg held
þeim til streitu. Teldi afarmikils virði líka, ekki síst fyrir tímaritið ef
kristján færi og þannig fengist beint samband við kongressinn, sem er
á sömu línu og við, gæti sent ykkur bækur o.s.fr. … Með ungur meinast
innan fertugs, og helst talsvert. Þurfa að vera ákveðnir andstæðingar
kommúnismans — og að öðru leyti frambærilegir menn; ekki drykk-
felldir til stórlýta; skilja og tala að minnsta kosti einhvern graut í skand-
inavísku. Treysti því að þið bregðist skjótt við.88
Úr varð að kristján karlsson fór á þingið og með honum eiríkur
Hreinn Finnbogason. Hann var cand.mag. í íslensku, gagnfræða -
skólakennari, fékkst við ljóðagerð og vann um þetta leyti að þýð -
ingu á skáldsögunni The Quiet American eftir Graham Greene, sem
AB gaf út 1957.89 eiríkur Hreinn var hins vegar ekki útgefið skáld.
Þrátt fyrir þá annmarka var Schleimann einkar ánægður með það
hvernig til tókst og í bréfi til Gunnars Gunnarssonar skrifar hann að
þátttaka íslensku bókmenntamannanna hafi verið frábær — „en
absolut succes“.90 Vonist hann til þess að þeir hafi verið jafnánægðir
með þingið.
Á árinu 1956 voru ljóslega til umræðu vissar breytingar á rit-
stjórnarstefnu Nýs Helgafells eins og lesa má út úr bréfum kristjáns
Albertssonar til Ragnars Jónssonar. Í ódagsettu bréfi til Ragnars tjáði
kristján þær vonir sem hann batt við tímaritið. Höfuðhlutverk þess
skilgreindi hann svo: „Í þeirri baráttu um hug þjóðarinnar og þar
með framtíð, sem nú er háð, hlýtur [það] að vera sóttvarnir gegn
pest kommúnismans. og því hreinlegar sem gengið er framan að
88 kristján Albertsson, „Sendibréf til Ragnars Jónssonar frá París“, 6. nóvember
1956. Lbs. 9 NF. Askja 6. Nafn Thors Vilhjálmssonar hefur greinilega borið á
góma í umræðu um þetta mál því í bréfi til Ragnars, 24. febrúar 1957, skrifar
kristján: „ef einn af ritstjórum Birtings og aðal-greinahöfundum Þjóðviljans
hefði verið sendur á Stokkhólms-fund alheimssamtaka til verndar menningar-
legu frelsi þá hefði það verið fullkomið hneyksli [þrí-undirstrikað] — við
hefðum orðið að viðundri og athlægi.“ Sjá kristján Albertsson, „Sendibréf til
Ragnars Jónssonar frá París“, 11. janúar 1957. Lbs. 9 NF. Askja k−M.
89 „Minningar: eiríkur Hreinn Finnbogason“, Morgunblaðið 12. maí 2006, bls. 41.
90 Jørgen Schleimann, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 17.
febrúar 1957. Lbs. 100 NF. Askja 33.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 81