Saga - 2016, Side 102
Íslendingasögur, skrifaðar á 13. öld og síðar, bera ekki vott um
þekkingu á fjörbaugsgarði og fjörbaugssökum umfram það sem lesa
má í varðveittum handritum Grágásar. Þær sem nefna slíkt eru egla,
Glúma, Njála og Flóamanna saga, auk Grettlu sem er þeirra langt -
um yngst. Höfundar þeirra hafa á stundum haft lagahandrit við
höndina, eða fyrri sagnarit eins og Njálu höfundur; stundum gætir
þar þess miskilnings að fjörbaugsgarður sé einhvers konar girðing
eða merkigarður en ekki heimili fjörbaugsmanns. Bendir misskiln-
ingurinn til þess að þetta réttar fyrir bæri hafi ekki tíðkast í samtíð
höfunda.
yngstu merki um fjörbaugsgarðsdóma er að finna í Sturlungu, í
Sturlu sögu. Sagan er sem sagnfræðileg frásagnarheimild erfið við -
fangs. Í henni er Hvamm-Sturlu lýst á eftirminnilegan hátt með
málaferlum í lífi hans. einn helsti heimildarmaður sögunnar virðist
vera Guðný Böðvarsdóttir, seinni kona Sturlu, eins og Björn M.
Ólsen benti á.22 Þetta er nokkurs konar kvennasaga, eða öllu heldur
höfðingskvennasaga; þarna má t.d. sjá Æsu hina auðgu í Hólmlátri
og Hallfríði Þorgilsdóttur Arasonar hins fróða á Helgafelli, vinkonur
Guðnýjar. Þarna er einnig sérstök og einstæð lýsing á ástarævintýri
yngvildar Þorgilsdóttur og Þorvarðar Þorgeirssonar.23 Þá er frænda
Guðnýjar, Þorleifi beiskalda, lýst á jákvæðan hátt þótt hann sé meðal
andstæðinga Sturlu. oddaverjar, einkum Jón Loftsson, fá einnig
jákvæða umfjöllun og þar er getið fósturs Snorra sonar hennar í
odda. Sagan mun líklega samin í Reykholti eftir að Snorri tók þar
við stað um 1206 og áður en Guðný lést þar 1221. yfir sögunni er
léttur kíminn blær. Fjörbaugsgarðsdómarnir sem getið er í Sturlu
sögu eiga að hafa orðið um 1160, þ.e. um 50 árum áður en sagan er
fyrst færð í letur, og á síðustu árum fyrri konu Sturlu, áður en þau
Guðný og Sturla tóku saman. Samkvæmt frásögninni gerðu þeir
einar Þorgilsson á Staðarhóli og Hvamm-Sturla hvor annan sekan
sveinbjörn rafnsson100
22 Björn M. Ólsen, „Um Sturlungu“ Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að
fornu og nýju. III. bindi (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmennta félag 1902),
bls. 213−224.
23 Um þau mál og yngvildi hefur ýtarlegast ritað Björn Þórðarson, „Móðir Jóru
biskupsdóttur“, Saga I (1949−53), bls. 289−346. Ályktanir Björns af orðalagi
Þorláks sögu um dvalarstað yngvildar í Skálholti, hjá klængi biskupi, styrkjast
af páfabréfi til eysteins erkibiskups, sem Birni virðist ekki hafa verið kunnugt
um, sbr. Sveinbjörn Rafnsson, „The Penitential of St. Þorlákur in its Icelandic
context“, Bulletin of Medieval Canon Law 15 (1985), bls. 29−30.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 100