Saga - 2016, Page 123
holur kassi og grófur strengur 121
Þegar líður á 18. öldina og kemur fram á þá 19. fjölgar mjög ferðum
útlendinga hingað til lands52 og nokkrum sinnum minnast þeir á
hljóðfæri í ferðabókum sínum. Langoftast eru það langspil sem
nefnd eru.53 John Thomas Stanley (1766–1850), sem seinna varð bar-
ón af Alderley, kom til landsins árið 1789 ásamt fylgdarmönnum.
einn þeirra, John Baine, skrifar í dagbók sína við 28. ágúst:
When Mr. Stanley came on board, he shewed us an Icelandic Instru -
ment of music called Langspiel. It is a frustrum of rectangular pyramid
5½ in by 3 and 1 sq. at the top. height 39 in with 6 Strings of thick brass
wire the longest about 37 inches and the shortest 12½ inches with stops
like those of the Guitar — The strings come over a Moulding at the
base of the pyramid and are played upon by a clumsy bow — Mr.
Stanley played upon it but nothing is more grating to the ear than the
sounds it produced. It is, it seems, a very Ancient instrument, introdu-
ced here perhaps by the first Norwegian Colonists.54
Þarna er aftur komið til sögunnar sex strengja hljóðfæri en lang -
spilin gátu haft allt frá einum streng upp í sex.55 Ótal heimildir er að
finna um langspil á 19. öld. Þær virðast benda til þess að notkun
hljóðfærisins hafi farið minnkandi eftir því sem leið á öldina en það
hafi verið tekið aftur í notkun um það bil sem nýju sálmalögin voru
að taka við af eldri söngstíl í kirkjum landsins, með tilkomu kirkju-
orgela.56 Árið 1855 gaf Ari Sæmundsen út Leiðarvísi til að spila á lang-
52 Sjá t.d. Gary Aho, „„Með Ísland á heilanum“, Íslandsbækur breskra ferðalanga
1772 til 1897“, Skírnir 167 (vor 1993), bls. 205–258.
53 Fleiri ferðalangar en sir Joseph Banks höfðu langspil með sér heim til sín, sjá
t.d. Rósa Þorsteinsdóttir, „Leitin að langspilunum“, Svanafjaðrir skornar Svan -
hildi Maríu Gunnarsdóttur fimmtugri 2. júlí 2015. Ritstj. Guðvarður Már Gunn -
laugsson, Margrét eggertsdóttir og Soffía Guðný Guðmundsdóttir (Reykjavík:
Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen 2015), bls. 32–34.
54 John F. West: The Journals of the Stanley Expedition to the Faroe Islands and Iceland
in 1789 III (Tórshavn: Føroya Fróðskaparfelag, 1970–1976), bls. 189.
55 David G. Woods, „Íslenska langspilið. Saga þess, smíði og notagildi til náms
og kennslu“ (þýð. Njáll Sigurðsson), Árbók Hins íslenska fornleifafélags 90 (1993),
bls. 109–128.
56 Smári Ólason, „organ, trómet og harpan söng“, bls. 377–378 og 379. Fyrsta
orgelið kom í Dómkirkjuna í Reykjavík 1840 og Pétur Guðjohnsen var ráðinn
organisti (áður hafði Magnús Stephensen átt orgel sem leikið var á í kirkjum á
þeim stöðum þar sem hann bjó, síðast í Viðey, en það orgel var selt úr landi
eftir lát Magnúsar 1833). Sjá Þórir Stephensen, Dómkirkjan í Reykjavík I Bygg -
ingarsagan (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Dómkirkjan í Reykja -
vík [1996]), bls. 127–129.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 121