Saga - 2016, Side 125
holur kassi og grófur strengur 123
Það virðist því ljóst að um miðja 19. öld hafi orðið breyting á tónlist-
arhefð hér á landi og að hið díatóníska hljóðfæri hafi fallið betur að
þeim hljómheimi sem var ríkjandi fyrir þann tíma.
Magnús Stephensen
Segja má að litið hafi verið á Magnús Stephensen (1762–1833) sem
persónugerving upplýsingarstefnunnar hér á landi enda gekk „eng-
inn Íslendingur … fram fyrir skjöldu sem boðberi stefnunnar til
jafns við hann“ og „sá upplýsingarleiðtogi mun vandfundinn, sem
persónulega mótaði framvindu stefnunnar í heimalandi sínu á flest-
um sviðum jafnmikið og hann.“63 Sú var einnig myndin sem sam-
tímamenn höfðu af Magnúsi, Jón espólín kallaði hann „upplýsingar-
forsprakka“.64 Magnús var fjölfræðingur sem lét sér fátt mann legt
óviðkomandi og skrifaði um ótrúlega fjölbreytt efni.65 Hann hafði
ekki mikið álit á tónlistariðkun Íslendinga og lætur það í ljósi í
ýmsum skrifum sínum. „…Vor fánýti saungur þeckir engann takt,
án hvørs gód hliód verda óhliód og dírdlegir lofsaungvar greniast
fram,“66 segir hann í Vinagleði og í Messusöngs- og sálmabókinni,
sem hann gaf út 1801, lýsir hann kirkjusöngnum þannig að „hvørr
gauli í belg og kjeppist máta- og adgreiningar-laust, sumir ad grípa
hvørr fram fyrir annann og øndina á lopti, … og sumir ad draga
seyminn í saung, hvørr ödrum lengur.“67 Magnús skrifaði einnig
63 Ingi Sigurðsson, „Upplýsingin og áhrif hennar á Íslandi“, Upplýsingin á Íslandi.
Tíu ritgerðir. Ritstj. Ingi Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag
1990), bls. 9–42, hér bls. 32 og 38.
64 Jón espólín, „Formáli“, Kénnslu-bók í Sagnafræðinni fyrir viðvanínga samansett af
Próf. Galletti í Gotha (Leirárgördum vid Leirá: Íslands konunglega Upp -
frædingar Stiptun 1804) bls. 3–6, hér bls. 4.
65 Sjá Ingi Sigurðsson: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens (Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1996).
66 Magnús Stephensen, „Til lesaranna“, Skemmtileg vinagleði 1 (1797), bls. v–xii,
hér bls. xi.
67 Evangelisk-kristileg Messu-saungs- og Sálma-Bók ad konúnglegri tilhlutun saman -
tekin til almennilegrar brúkunar í Kirkjum og Heima-húsum (Leirár gørdum vid
Leirá: konunglega íslendska Lands Uppfrædíngar Félagid 1801), bls. 282–283.
Við lestur á lýsingum Magnúsar á kirkjusöng og öðrum slíkum neikvæð-
um lýsingum vaknar óneitanlega forvitni til að vita hvernig slíkur söngur hef-
ur virkilega hljómað. Með því að lesa lýsingarnar vandlega og líta framhjá
neikvæðninni má sjá að verið er að tala um söng sem lifir eingöngu í munn-
legri geymd. Sungið er einradda en ekki í takt, heldur leiðir forsöngvar-
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 123