Saga - 2016, Síða 148
sen bóndi á Reykhólum í Reykhólasveit, hálfa Sælingsdalstungu í
Dalasýslu, 30 hundruð að fornu mati, en Jón hafði fengið hana í arf
eftir fóstra sinn, Jónas Jónsson bónda þar. kaupandi var Ásgeir
einarsson, alþingismaður í kollafjarðarnesi í Strandasýslu, og greiddi
1200 rd. fyrir.9 Sú upphæð hefur dugað Jóni í tæp þrjú ár, miðað við
að í bréfi 20. mars 1849 bað hann móður sína um að útvega 500 dali
fyrir veturinn til þess að hann gæti „lokið af þessu langvaranlega
exameni er svo margt hefur hingað til stutt að að hindra mig í.“10
Henni mun hafa tekist þetta en Jón vanrækti námið sem fyrr og lauk
heldur við Pilt og stúlku. ekki er varðveitt minnsta slitur úr handriti
eða próförkum og engin bréf eru til sem nefna að hann sitji við
skriftir. Þó skal ekki fullyrt að framkvæmdin hafi farið leynt og vafa-
laust hafa nánir vinir hans vitað af áforminu, svo sem Gísli
Brynjúlfsson og Gísli Magnússon sem unnu með honum að öðrum
verkefnum.
Snemma hausts 1849 kom annað og síðasta tölublað Norðurfara
út og er formálinn dagsettur 20. september. Mestur hluti tölublaðs -
ins er ritgerð Gísla Brynjúlfssonar um þjóðfrelsishreyfingar í evrópu,
en Jón átti þarna nokkur kvæði, þar á meðal „opt er hermanns
örðug ganga“ sem lýsir ímynduðu fremur en raunverulegu atviki
úr stríðinu.11 eftir áramótin gáfu Jón og Gísli Magnússon út bókina
Snót. Nokkur kvæði eptir ýmiss skáld, en ekki er vitað í hvaða mánuði
hún kom úr prentsmiðju. Gísli var tveimur árum eldri en Jón og
varð stúdent frá Bessastaðaskóla vorið 1839, þannig að þeir höfðu
verið þar samtíða í tvo vetur. Gísli hélt þegar til frekara náms í
kaupmannahöfn og var þar til vors 1845 og síðan aftur frá hausti
1847 til vors 1850, er honum hlotnaðist kennarastarf við Lærða skól-
ann í Reykjavík, auk þess sem hann hafði verið kjörinn til að sitja á
þjóðfundi sem átti að halda um sumarið.12 Snót er 238 blaðsíður og
már jónsson146
9 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Sýsluskjalasafn. Dalasýsla GA/1, 2. Dóma- og þing-
bók 1843–1855, bls. 57; Jón Thoroddsen, Ljóð og sögur. Útg. Steingrímur J. Þor -
steinsson (Reykjavík: Menningarsjóður 1950), bls. xi.
10 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 103.
11 Norðurfari 2 (1849), bls. 28–30; Kvæði eptir Jón Thóroddsen sýslumann (kaup -
mannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag 1871), bls. 137–140; Kvæði eptir Jón
Þórðarson Thóroddsen. Önnur útgáfa aukin (kaupmannahöfn: Sigurður krist -
jánsson 1919), bls. 139–142; sbr. Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og
skáldsögur hans I (Reykjavík: Helgafell 1943), bls. 59.
12 Íslenzkar æviskrár II. Páll eggert Ólason tók saman (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 1949), bls. 70.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 146