Saga - 2016, Qupperneq 162
Steingrímur J. Þorsteinsson bar annars útgáfurnar saman af ein -
stakri nákvæmni og birti ítarlega greinargerð um orðalagsmun.58
Ný orð og nýjar setningar í seinni útgáfunni hljóta að vera komin frá
Jóni sjálfum, sem hefur lesið fyrri útgáfuna vandlega og breytt því
sem hann vildi breyta, en ólíklegt er að hann hafi skipt sér af staf-
setningunni eða leiðrétt allar villur setjarans frá 1850. Það verk fól
hann Jóni Árnasyni og Sveini Skúlasyni, sem hafa komið sér saman
um að sú stafsetning yrði viðhöfð sem þá var orðin algengust á
prenti og líkist þeirri sem var viðhöfð í Norðurfara (sjá hér á bls. 149).
Líklegust framvinda er að seinni útgáfan hafi verið sett í prent -
smiðjunni eftir eintaki Jóns út frá því samkomulagi og það hafa
einar Þórðarson og starfsmenn hans vel ráðið við. Loks hefur
Sveinn lesið þrjár eða fleiri prófarkir. Frágangurinn er ólíkt betri en
í fyrri útgáfunni. kerfisbundnar breytingar á orðmyndum eru af
ýmsum toga, svo sem engir þar sem áður voru aungvir, hver þar sem
áður var hvör, hvernig fyrir hvurnin og margt fyrir mart. Grannur sér-
hljóði var nú hafður á undan ng og gi, svo sem þangað fyrir þángað
og segja fyrir seigja, en líka tvöfaldur samhljóði á undan öðrum sam-
hljóða: áþekkt fyrir áþekt og allskammt fyrir allskamt. Aðgreining eftir
uppruna var með reglulegri hætti en áður, jafnt á „i“ og „y“, „n“ og
„nn“, „rl“ og „ll“ og „hv“ og „kv“. Ritmálið færðist fjær því sem var
mælt mál á þessum tíma og nær eldra málstigi, með fornmálið sem
fyrirmynd.59
Stafsetningin var færð til nýs vegar, þó ekki án undantekninga
þar sem menn ekki gáðu að sér, svo sem í „Túngu“ (bls. 19), „Íng -
veldi“ og „Íngibjörgu“ (bls. 30–32 og 92), „skamtað“ (bls. 34), „kríng -
umstæðurnar“ (bls. 112), „upp í ökla“ (bls. 120) og „aðalbláberja -
lýngi“ (bls. 186). Setningarglöp úr fyrri útgáfu voru hreinsuð út og
bara á tveimur stöðum eru ný stafavíxl: „Gnðmundar“ og „hæ“
fyrir „bæ“.60 Þá birtast nokkrar nýjar villur: „Þær mægðurnar“ (bls.
33), „ættu vað vera margar“ (bls. 45), „kauðstaðarferð“ (bls. 48),
„brauðkaupinu“ (bls. 64), „í húsinu hjá hjá honum“ (bls. 110), „nott-
már jónsson160
stúlka. Dálítil frásaga. (Reykjavík: höfundur 1867), bls. 116; framvegis Piltur og
stúlka (1867). eftirleiðis verður í meginmáli vísað í báðar útgáfur með þeim
hætti að fyrra blaðsíðutal á við fyrri útgáfuna og hið síðara við síðari útgáfuna.
58 Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans I, bls. 152–166.
59 Haraldur Bernharðsson, „Jón Thoroddsen og málstöðlun nítjándu aldar“,
niðurstöðukafli.
60 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka (1867), bls. 34 og 48. Blaðsíðutal framvegis í
meginmáli.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 160