Saga - 2016, Page 207
Á R S S k Ý R S L A S Ö G U F É L A G S
S TA R F S Á R I ð 2 0 1 5 − 2 0 1 6
Viðburðaríkt ár er að baki hjá Sögufélagi. Í hringiðu ársins, við
stefnu mótun, rökræður, flutninga og útgáfu tímarita og bóka, var
ekki skortur á áhugaverðum viðfangsefnum. Ný stjórn var skipuð á
aðalfundi síðasta árs, þann 24. október 2015, og skipti með sér verk-
um á fyrsta stjórnarfundi sínum. Undirrituð var kosin forseti félags-
ins og tók ég við af Guðna Th. Jóhannessyni sem verið hafði forseti
í fjögur ár. kann ég forvera mínum bestu þakkir fyrir góða aðstoð
við að setja mig inn í má0lefni félagsins og að vera ávallt reiðubúinn
til skrafs og ráðagerða. Helga Jóna eiríksdóttir hélt áfram sem ritari
félagsins og Íris ellenberger tók við starfi gjaldkera. Sverrir Jakobs -
son hélt áfram í aðalstjórn og Gunnar Þór Bjarnason sömuleiðis.
Óðinn Jónsson kom nýr inn í varastjórn. Sem fyrr tóku varamenn
fullan þátt í stjórnarstörfum eins og aðrir stjórnarmenn. Helgi Skúli
kjartansson og Bragi Þorgrímur Ólafsson gengu úr stjórn á þessum
fundi og voru þeim þökkuð vel unnin störf.
Alls voru haldnir 10 formlegir stjórnarfundir á starfsárinu 2015–
2016 en auk þess margir aðrir fundir í tengslum við stefnumótunar-
vinnu, rekstrar- og samningamál. Helstu verkefni stjórnarinnar á
árinu voru útgáfumál, stefnumótun, rekstur og viðburðir. Verður nú
gerð grein fyrir helstu vörðum ársins.
Útgáfumál
Tvö tölublöð af tímaritinu Sögu, flaggskipi félagsins, komu út á
árinu í ritstjórn Sigrúnar Pálsdóttur. Saga er mjög vandað rit sem
birtir ritrýndar greinar, viðhorf, andmæli og ritdóma. Ritnefndina,
sem starfað hefur með Sigrúnu síðastliðið ár, skipa sagnfræðingarnir
Davíð Ólafsson, Már Jónsson, Ragnheiður kristjánsdóttir, Sveinn
Agnarsson, erla Hulda Halldórsdóttir og Helgi Skúli kjartansson en
tvö þau síðastnefndu komu inn á þessu ári. Páll Björnsson gekk úr
ritnefnd á árinu og er honum þakkað áralangt starf í þágu Sögu.
Sigrún er á þessu ári, 2016, að ljúka sínu áttunda ritstjórnarári og
hefur óskað eftir að láta af störfum sem ritstjóri í lok ársins. Stjórn
félagsins vill nota þetta tækifæri til að þakka henni vel unnin störf á
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 205