Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 12

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202112 Í byrjun árs var samstarfsverk efni sett af stað sem hefur það megin- markmið að þróa íslenskan áburð með sjálfbærum framleiðsluaðferð- um. Einn liðurinn í þeirri vegferð er að kortleggja lífrænt hráefni á Íslandi sem hentar til slíkrar áburðarframleiðslu og samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr þeirri vinnu er ljóst að heildarmagn af lífrænu hráefni, samanlagt það sem er í dag ónýtanlegt og það sem er nýtanlegt, jafngildir því magni næringar- efna sem er í innfluttum tilbúnum áburði. Að sögn Jónasar Baldurssonar verk­ efnastjóra þá fólst kortlagningin í úttekt á því magni lífræns hráefnis sem fellur til á Íslandi, út frá magni, næringargildi og hvort það sé nýtanlegt eða ónýtan­ legt sem áburðarefni í landbúnaði og landgræðslu. Í úttektinni hafi hráefnið verið flokkað í nýtanlegt og ónýtanlegt áburðarefni, þar sem það ónýtanlega er skilgreint sem það hráefni sem ekki er hægt að nýta í dag sökum skorts á innviðum sem leyfa rétta meðhöndlun á því eða af öðrum ástæðum. Með aukinni fjárfestingu má nýta áburðarefnin mun betur Í úttektinni kemur fram að lífrænn búfjáráburður er stærsta uppspretta nýtanlegra áburðarefna í dag en mest af ónýtanlegum áburðarefnum er að finna í skólpvatni og matvælum sem sé sóað. Með auknum fjárfestingum væri hægt að nýta þessi efni mun betur en gert er í dag, meðal annars til notkunar í landbúnaði og land­ græðslu. Þá segir í úttektinni að stór hluti næringarefna í lífrænum búfjáráburði sé upprunninn frá tilbúnum áburði. Því skuli varast að draga ályktanir á þá leið að nóg sé til af næringarefnum á Íslandi til að leysa innfluttan tilbú­ inn áburð alfarið af hólmi í íslenskum landbúnaði og landgræðslu, þó svo að magn næringarefna í lífrænu hráefni sé um það bil það sama og í tilbúna áburðinum. Auka þarf hlut lífræns áburðar Jónas segir að það séu margar ástæður fyrir því að huga eigi meira að því að nýta lífrænt hráefni til þróunar á sjálfbærri áburðarframleiðslu, í stað tilbúins áburðar sem framleiddur er í verksmiðjum. Næringarefnin N (köfnunarefni), P (fosfór) og K (kal­ íum) séu ekki búin til af manninum, heldur tekin úr umhverfinu, ýmist með námuvinnslu, úr andrúmsloft­ inu eða öðrum iðnaðarferlum. Engin nýmyndun eigi sér á þessum frum­ efnum og því verði æ erfiðara að nálgast þau. Tilhneigingin sé að þau flytjist með einum eða öðrum hætti út í hafið með skólpi. Verksmiðjuframleiðsla á köfnunar­ efni sé mengandi og ábyrg fyrir um einu prósenti af losun á koltvísýringi í heiminum. Námuvinnsla á fosfór hafi skaðleg áhrif á allt lífríki í námunda við vinnsluna; ofauðgun, mengun grunnvatns og landeyðingu. Þá geti notkun á tilbúnum áburði í landbún­ aði verið mengandi, áburðarefni tap­ ist út í andrúmsloftið, skolast burt úr jarðvegi og út í grunnvatn. Víða sé ofnotkun á tilbúnum áburði viðvar­ andi vandamál, því auk þess að vera mengandi sé um sóun á mikil vægum auðlindum að ræða. Í niðurstöðunum kemur fram að búfjáráburður sé langstærsta upp­ spretta nýtanlegra áburðarefna í dag. Búfjáráburður er almennt nýttur, með undantekningum. Önnur nýtan­ leg áburðarefni sem í dag eru ýmist urðuð, jarðgerð, unnin í kjötmjöl eru ekki eins stór í heildar samhenginu og óvissa ríkir um hversu stór hluti slátur­ úrgangs og dýrahræja sé nýtanlegur sökum heilbrigðissjónarmiða. Mykju frá landeldistöðvum er í dag að stórum hluta veitt í hafið en hún er þó vel aðgengileg. Fast efni er sigtað úr skólphreinsistöðvum en það inni­ heldur lífræn efni auk aðskotahluta. Mikið magn næringarefna til spillis frá heimilum Mikið magn af ónýttu lífrænu hrá­ efni kemur frá heimilum, þar sem skólp og matur sem er sóað vega langmest. Í niðurstöðunum segir að flokkun lífræns úrgangs frá heimilum sé enn ekki orðin víðtæk og fari því að mestu með almennu sorpi. Ekki séu til innviðir til að vinna skólp og einungis mjög lítill hluti skólpvatns sé hreinsað í dag. Þá fer mikið af næringarefnum til spillis í fiskeldi á Íslandi þar sem það fer að langstærstum hluta fram í sjó­ kvíum og í dag ekki hægt að fanga næringarefni þaðan. Matís hefur stýrt verkefninu, sem stutt var úr Markáætlun um samfélags­ legar áskoranir um 150 milljónir króna til tveggja ára. Samstarfsaðilar eru Landbúnaðar háskóli Íslands, Landgræðslan, Hafrannsóknastofnun, Landsvirkjun og Atmonia. /smh FRÉTTIR Kortlagning á lífrænu hráefni til áburðarframleiðslu á Íslandi: Sama magn næringarefna og er í innfluttum tilbúnum áburði – Huga þarf að fjárfestingum til nýtingar á næringarefnum sem sóað er í dag Ónýtanleg áburðarefni (tonn NPK). Innflutningur á tilbúnum áburði 2019 og notkun hans (Mast, 2020). Áburðarefni (tonn NPK). Myndir / Matís Óvenju slæmar heimtur í rysjóttu tíðarfari „Þetta hafa verið óvenju slæmar heimtur í haust, en er smám saman að koma. Það vantar eina og eina tvílembu á bæ sem ættu að vera einhvers staðar en hafa ekki fundist enn,“ segir Daði Lange, umhverfisfulltrúi Skútustaðahrepps. Hann telur að rysjótt tíðarfar nú á haustdögum hafi sett strik í reikninginn. Daði segir að þegar farið var í fyrstu göngur hafi verið heitt og mikill vargur sem gert hafi mönnum erfitt fyrir. Umskipti hafi svo verið í veðri í göngum númer tvö, þá var snjór yfir öllu, þoka og súld. „Það hefur verið mikil ótíð í haust og má sennilega skrifa þessar frekar lélegu heimtur á hana meðal annars, en bændur eru búnir að leggja mikla aukavinnu í smalamennskur þetta haustið. Austurafréttur er mjög stór afréttur og leitóttur sem gerir verkið erfiðara en ekki ógerlegt,“ segir Daði. Mývetningar hafa farið þónokkrar ferðir í afrétt í leit að fé og segir Daði að alltaf finnist eitthvað, þannig náðust ellefu kindur nú í vikunni í einni ferðinni. Segir Daði að bændur víðar á svæðinu hafi lent í svipuðu, m.a. þeir sem farið hafi um svæðið við Þeistareyki. /MÞÞ Leiðinda tíðarfar hefur tafið fyrir smalamennsku í Skútustaðahreppi og eru heimtur óvenju lélegar. Nokkrar ferðir hafa verið farnar og alltaf finnst eitthvað fé. Hér koma þeir Daði Lange og Birgir Valdimar Hauksson fjallskilastjóri með fulla kerru af fé heim. Mynd / Skarphéðinn Reynir Jónsson Mýs naga ljósleiðara Hrunamanna Íbúar í Hrunamannahreppi hafa verið að lenda í vandræðum með ljósleiðaratengingar sínar og þar með tölvu- og símasamband því músagangur hefur herjað á ljós- leiðarakerfi í sveitarfélaginu. Af þessum sökum hafa tvær bil­ anir orðið vegna þess að músunum finnst einangrunarteip gott á bragð­ ið því væntanlega er næringargildið lítið. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri segir frá þessu í Pésanum, nýjasta fréttabréfi Hrunamannahrepps, um leið og hann biður notendur afsök­ unar á þeim bilunum sem upp hafa komið vegna músanna. /MHH Mynd / Critter Controle á bbl.is og líka á Facebook
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.