Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 14

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202114 Lokið var við að spennusetja 11 km 33 kV streng sem liggur frá Ósi í Breiðdal yfir á Núp á Berufjarðarströnd. Hann kemur í stað loftlínu sem komin var til ára sinna og hefur oft verið til vandræða. Strenglögnin var unnin í sam­ vinnu við Orkufjarskipti sem höfðu áformað ljósleiðaralögn sömu leið og var ljósleiðari plægður með háspennustrengnum. Áður en náðist að spennusetja strenginn, vildi ekki betur til en svo að staur í línunni brotnaði á umræddum kafla. Í stað þess að gera við bilunina var ákveðið að aftengja línuna á þessum kafla og koma strengnum strax í notkun en þar með fækkar þeim hlutum dreifikerfisins á Austurlandi, sem hafa verið hvað erfiðastir í rekstri, um einn. Samhliða þessu var lagður 11 kV jarðstrengur frá Ósi að Núpi við Berufjörð og hafa ábúendur þar nú aðgengi að þriggja fasa rafmagni sem kemur sér vel fyrir stórt kúabú. /MÞÞ FRÉTTIR Fleyga þurfti í árbotni Fagradalsár í Breiðdal. Myndir / RARIK Mjóifjörður: Þriggja fasa strengur spennusettur Jarðstrengslögn RARIK í Breiðdal. Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Eyjólfur Yngvason og Þórdís Sveinsdóttir, landeigendur Mela, ásamt Jóhanni F. Þórhallssyni, oddvita Fljótsdalshrepps. Fyrir aftan frá vinstri: Helga Eyjólfsdóttir frá Melum ásamt fulltrúum sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Lárusi Heiðarssyni, Gunnþórunni Ingólfsdóttur, Önnu Jónu Árnmarsdóttur, Eiríki Kjerúlf og Helga Gíslasyni sveitarstjóra. Þjónustumiðstöð við Hengifoss Gengið hefur verið frá lóðaleigu­ samningi milli Fljótsdalshrepps og landeigenda á Melum vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðv­ ar og bílastæðis fyrir ferðamenn á Hengifosssvæðið. Samningurinn tekur einnig til umferðarréttar innan þess deiliskipulagssvæðis er gildir um Hengifoss. Fjármögnun til þessar­ ar uppbyggingar og stíga kemur að hluta frá Framkvæmdasjóði ferða­ mannastaða. Áætlað er að framkvæmdir muni hefjast fyrir áramót en fyrir liggur vinningstillaga að þjónustumiðstöð eftir Eirk Rönning Andersen og Sigríði Önnu Eggertsdóttur. /MÞÞ Hólasandslína 3: Veður og faraldur valda töfum á að línan komist í rekstur Seinkun verður á því að Hóla­ sandslína 3, milli Hólasands og Akureyrar, verði tekin í notkun. Framkvæmdir við línuna hófust í ágúst 2020 og var áætlað að taka línuna í rekstur í lok þessa árs. Helstu ástæður tafa eru þær að veður hefur ekki verið með starfs­ fólki á framkvæmdasvæðinu, síðasti vetur var snjóþungur, tafir urðu á ákveðnum verkþáttum og heimsfar­ aldurinn gerði ekki auðveldar fyrir, bæði þegar kom að mannskap og aðföngum. Veturinn mætti svo óvenju snemma þetta haustið og nú er svo komið að vinna við reisingu mastra og strengingu leiðara er ekki lengur örugg. Verktakarnir, Elnos frá Bosníu, sem unnið hafa bæði við Hóla­ sandslínu 3 og Kröflulínu 3, eru því farnir heim. Kröflulína var tekin í rekstur fyrir skemmstu. Búist er við að vinna hefjist á ný við möstur og reisingu þeirra þegar líður að vori, í mars til apríl eða um leið og aðstæður leyfa, segir á vefsíðu Landsnets. Spennusetning á Hólasandslínu er nú áætluð í ágúst 2022. Ný kynslóð byggðalínu Línan er rúmlega 70 kíló­ metra löng og liggur um fjögur sveitar félög, Skútustaðahrepp, Þingeyjar sveit, Eyjafjarðarsveit og Akureyri. Um 10 kílómetrar af línunni, sem liggur um Eyja­ fjarðarsveit og Akureyri, er jarð­ strengur. Markmiðið með byggingu Hólasandslínu 3 er að koma á nýrri öflugri tengingu milli Hólasands og Rangárvalla á Akureyri og auka þannig stöðugleika, öryggi raforkuafhendingar og gæði raf­ orku á Norður­ og Austurlandi. Línan er ein af þremur línum í nýrri kynslóð byggðalínu. Kröflulína 3 er þegar komin í rekstur og undir­ búningur er hafinn að lagningu þriðju línunnar, Blöndulínu 3. Þessar línur eru allar mikilvægar fyrir flutn­ ingskerfi landsins í heild og eru mikilvægur hlekkur í því að styrkja tengsl við sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorni landsins. /MÞÞ Línan er ein af þremur línum í nýrri kynslóð byggðalínu. Strengurinn var plægður upp allan Austdal Seyðisfjarðarmegin. Mynd / RARIK Flutningskerfi raforku: Truflanavöldum á Austurlandi fækkað um einn Mjófirðingar hafa nú aðgang að þriggja fasa rafmagni eftir að nýr þriggja fasa jarðstrengur og loft­ lína frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar hafa verið spennusett. „Þar með er lokið mjög krefjandi verkefni sem kallaði á útsjónarsemi og þrautseigju af hálfu starfsmanna RARIK og ekki síður verktaka sem komu að verkinu,“ segir á vefsíðu RARIK þar sem sagt er frá þessu. Strengurinn var plægður upp allan Austdal Seyðisfjarðarmegin. Þegar komið var fram á fjallsbrún fyrir ofan Brekkudalinn í Mjóafirði þurfti að taka strenginn upp í loftlínu sem liggur niður í dalinn í einu 900 metra löngu hafi, sem mun vera nálægt Íslandsmeti. Þegar niður í dalinn er komið tekur við jarðstrengur út Mjóafjörð og yfir í Brekku. Þar sem stærsti hluti leiðarinnar er nú kominn í jarðstreng má ætla að afhendingaröryggi í Mjóafirði aukist til muna, auk þess sem Mjófirðingar fá nú aðgang að þriggja fasa rafmagni. Verkið var unnið í samvinnu við Neyðarlínuna og var ljósleiðari plægður með háspennustrengnum stærstan hluta leiðarinnar. /MÞÞ Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.