Bændablaðið - 18.11.2021, Page 19

Bændablaðið - 18.11.2021, Page 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 19 Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni þegar kemur að plastgrindum, sem notaðar eru víða á til dæmis göngustígum, bílaplönum og í landbúnaði, en grindurnar eru búnar til með því að endurvinna plastpoka og t.d. rúlluplast frá bændum. Grindurnar eru með 20 ára framleiðsluábyrgð. „Við erum að flytja inn þessar grindur frá fyrirtæki í Þýskalandi sem heitir Purus Plastics, sem var stofnað 1984 í þeim tilgangi að endurvinna plast í vörur sem menga ekki og væru endurvinnanlegar. Á sama tíma væri þetta vara sem annars væri framleidd úr nýju hráefni. Með hverri vöru sem er framleidd úr endurunnu plasti leggjum við mikilvægt framlag til að minnka CO2 fótspor okkar og koma í veg fyrir sóun auðlinda á skilvirkari hátt. Með þróun skynsamlegra og sjálfbærra lausna sem gegna lykilhlutverki við að styrkja jarðveginn og stuðla að eðlilegu grunnvatni í jörðinni. Grindurnar hafa fengið aukið vægi þar sem ofanflóð verða tíðari með lokun jarðvegs með malbiki, steypu og hellum sem stýrir aðkomuvatni í frárennsliskerfin í þéttbýli. Þau voru hönnuð fyrir löngu síðan og geta ekki tekið við þessu aukna vatni og leiða því til flóða í þéttbýli,“ segir Magnús H. Sólmundsson hjá Ver lausnum. Fyrirtækið hefur verið að selja þessar grindur síðan 2006 og er bílastæði við Háskólann í Reykjavík og stæði fyrir framan Össur með fyrstu verkefnum. Grindurnar eru komnar víða um land, á sumum stöðum sjást þær vel en annars staðar eru þær undir grasi eins og t.d. bílastæðið við Selfosskirkjuna, undir hellum eins og í Kalkofnsvegi í Reykjavík og möl, svo nokkuð sé nefnt. Þá eru grindurnar í nýjum göngustíg í Vestmannaeyjum. „Við erum búnir að láta verksmiðjuna vinna 50 tonn af plasti sem kemur frá Terra og erum við að vonast til að áhugi verði hér á Íslandi til þess að mynda hringrás þannig að það fari plast héðan og unnið í verksmiðjunni og komi til baka sem grindur, sem væru notaðar í bílastæði og göngustíga í staðinn fyrir t.d. malbik,“ segir Magnús enn fremur. /MHH Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is VETRARBÚNAÐUR Salt- og sanddreifarar. Amerísk gæðatæki sem endast. Rúlluplast í plastgrindur í göngu­ stígum og bílaplönum slær í gegn Nýr göngustígur í Vestmannaeyjum hefur fengið mikið lof fyrir plastgrindurnar, sem þar eru frá Ver lausnum. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Plastgrindurnar frá Ver lausnum eru komnar víða um land og njóta vinsælda. bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is Kraftblanda-15 • 15% fiskimjöl • Óerfðabreytt hráefni • Lífrænt selen Kraftblanda-30 • 30% fiskimjöl • Óerfðabreytt hráefni • Lífrænt selen Kraftblanda Inniheldur Effekt Midi Island steinefnablöndu V O R A R Næsta blað kemur út 2. desember

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.