Bændablaðið - 18.11.2021, Side 21

Bændablaðið - 18.11.2021, Side 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 21 getur þannig aldrei komið í stað náttúrulegu frumskóganna sem fyrir voru. Margföldun skóga í Evrópu Nú er svo komið að skógarþekja í Evrópu hefur margfaldast á síðustu rúmu hundrað árum. Svipaða sögu má segja frá Bandaríkjunum. Það má m.a. þakka pappírsiðnaðinum sem setti sér fljótlega háleit mark- mið í uppgræðslu skóga á alþjóða- vísu. Farið var í herferðir eins og „Go Paper. Grow Trees“, og „Print Grow Trees“, sem reknar voru af prent- og grafíksamtökum á Mið- Atlantshafssvæðinu, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum (Printing & Graphics Association MidAtlantic). Fólust þessar herferðir í því að fyrir hvert tré sem höggvið var til papp- írsgerðar var plantað fjölmörgum í staðinn, allt upp í níu trjám. Aukaafurðir í timburvinnslu gefa af sér mikilvægar viðartrefjar til pappírsframleiðslu Ferskar viðartrefjar koma ekki bara úr stórum trjábolum, því þær falla oftar en ekki til sem aukaafurðir úr timburframleiðslu. Það er greinar, pappírskurl og sag auk grisjunar- viðar sem fellur til í skógrækt. Í Kanada kemur um 87% trefjanna sem notaðar eru til að búa til pappír úr aukaafurðum sögunarverksmiðja (59%) og úr endurunnum pappír (28%). Í Bandaríkjunum koma 9% af efninu sem notað er í pappírskvoða- framleiðslu úr grisjun og um 32 % er úrgangstimbur frá sögunarmyllum. Skilvirk notkun á endurunnum papp- ír og aukaafurðum úr sögunarverk- smiðjum er lykilþáttur í hringlaga hagkerfi pappírsgerðar – sem gerir ráð fyrir bættri trefjanýtingu og hrá- efnisnotkun. Pappírsendurvinnsla í Evrópu og Norður-Ameríku að nálgast raunhæft hámark Á heimsvísu er endurunninn pappír mikilvægasta trefjahráefnið í papp- írsframleiðslu og stendur yfir 56% þeirra trefja sem fara í gerð papp- írskvoðu. Í Evrópu er endurunninn pappír um 50% af því hráefni sem notað er í pappírsiðnaði. Í Evrópu eru pappírstrefjar endur- nýttar 3,6 sinnum að meðaltali en heimsmeðaltalið er 2,4 sinnum. Ekki er hægt að endurvinna pappír endalaust vegna þess að trefjar verða of stuttar og brotna niður í pappírs- gerðinni. Vegna þessara takmark- ana er notkun ferskra viðartrefja úr sjálfbærum skógum nauðsynleg til að viðhalda alþjóðlegu trefja- og pappírsframleiðsluferli. Evrópa er leiðandi í heiminum í endurnýtingu á pappír Auk mikillar skógræktar er Evrópa leiðandi í heiminum í dag varð- andi endurvinnslu pappírs með 72,3% endurvinnsluhlutfall. Þar á eftir kemur Norður-Ameríka með 68,1% samkvæmt tölum American Forest & Paper Association, 2019, European Paper Recycling Council 2018 og FPAC, 2015. Talið er að endurvinnsluhlutfall upp á 78% sé líklega það hámark í endurvinnslu sem raunhæft sé að stefna á. Þá er gengið út frá því að ekki er hægt að endurheimta margar pappírsvörur til endurvinnslu vegna langtíma geymslu, eins og pappír sem notaður er í bækur og skjöl. Þá eyðileggst alltaf hluti af pappírnum eða mengast þegar hann er notað- ur, t.d. í pappírsþurrkur, bleiur og annað. Baráttan gegn pappírsnotkun sögð byggð á vísvitandi blekkingum Í umfjöllun á vefsíðu Printing Impression í apríl á þessu ári má m.a. sjá grein um árangurinn sem af þessu náðist. Greinina ritar Kathi Rowzie, formaður samtakanna Two Sides North America. Styðst hún við nýleg gögn frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Skógarþjónustu bandaríska landbúnaðarráðuneyt- isins, Nátt úru auðlindastofnunar Kanada, og Skógar- og pappírssam- taka Ameríku. Þar er líka talað um þann blekk- ingarleik sem settur var af stað gagnvart almenningi, þar sem reynt var að fá fólk til að minnka papp- írsnotkun til að koma í veg fyrir skógareyðingu. Þessi blekkingarleik- ur var rekinn af mikilli hörku og ofsa þar sem aðgerðarsinnar höfðu sig mjög í frammi, ekki ólíkt því sem viðgengst hefur í loftslagsbaráttunni í dag. Var fólki sem vogaði sér að bruðla með pappír gjarnan stillt upp sem sakamönnum. Farið var í mikil blaðaskrif og auglýsingamennsku með tilkomumiklum, fyrirsögnum. Til að auka trúverðugleikann var umfjöllunin gjarnan krydduð með vísun í orð ótilgreindra vísinda- manna. Meira að segja hið vinsæla rit Popular Science sló upp umfjöll- un undir fyrirsögninni: „Nútímaleg pappírsnotkun er mjög ósjálfbær.“ Herferðin gegn pappírsnotkun var alls ekki á misskilningi byggð, því hún var meðvituð og reyndist oftar en ekki byggð á afvegaleiðandi blekkingum og ósannindum. Í grein- inni í Printing Impression segir m.a: „Þegar allt kemur til alls er pappír ekki aðeins mest endurunna efnið í Norður-Ameríku. Það er líka efni þar sem iðnaðurinn vex og endur- ræktar eigið hráefni (viðartrefjar). Þá fær þessi iðnaður stærstan hluta af orkunni sem fer til að knýja ferla sína úr kolefnishlutlausu lífeldsneyti. Hann endurvinnur meira en 95% af efnum sem notuð eru til að breyta trjám í kvoðu. Þetta er ekki „ósjálf- bært“. Þetta er lýsing á sumum af sjálfbærustu vörum heims. Þú veist alltaf hvað er í vændum þegar grein byrjar með klassískum orðum um ofnýtingu og dauða- dæmda skóga. Agn er lagt fyrir lesendur með því að mála hugræna gildishlaðna mynd af eyðileggingu fjarlægra skóga í útrýmingarhættu eins og þeim í Borneo og Amazon. Síðan er gefið í skyn að eyðing frum- skóga [í Asíu og Suður-Ameríku] sé vísbending um að þessir skógar séu uppspretta trjáa sem notuð eru fyrir pappírsiðnað og pappírsumbúðir fyrir vörur í Norður-Ameríku. Staðreyndin er hins vegar sú að pappírsvörur framleiddar í Bandaríkjunum og Kanada koma frá sjálfbærum skógum í Norður- Ameríku og þessir skógar eru ekki að „hverfa“. Grunnflatarmál skóga í Bandaríkjunum jókst um um það bil 7,2 milljónir hektara (18 milljónir ekra) á árunum frá 1990 til 2020 og grunnflatarmál skógarsvæða Kanada var nokkuð stöðugt á milli 1990 og 2020, eða um það bil 343 milljónir hektara (857 milljónir ekra). Á hverju ári bætist við umfang viðar í skógum í Norður-Ameríku umtalsvert meira en höggvið er. Í Bandaríkjunum er árleg nettó aukn- ing viðarinnihalds í skógum rúmlega 7,08 milljónir rúmmetra (25 milljarð- ar rúmfeta). Grisjun og skógarhögg í Bandaríkjunum á sér stað á innan við 2% skóglendis á ári í saman- burði við næstum 3% sem skemmist árlega vegna náttúrulegra atburða eins og vegna skordýra, sjúkdóma og skógarelda. Skógarhögg á sér stað á 0,2% af skóglendi Kanada, en 4,7% verður fyrir skemmdum af völdum skordýra og um 0,5% skemmist í skógareldum. Andstætt því sem áróðurs- meistarar halda fram um að fram- leiðsla og notkun pappírs eyði skóg- um, þá skapar krafan um sjálfbæran pappír og pappírsumbúðir öflugan fjárhagslegan hvata fyrir land- eigendur. Ekki aðeins til að stjórna og rækta landið sitt á ábyrgan hátt, heldur einnig til að halda því skógi vöxnu frekar en umbreyta landinu fyrir notkun án skóga. Það er að segja undir þéttbýli og annað, sem er ein af helstu staðfestu orsökum skógareyðingar.“ Segir trefjar úr öðrum jurtum ekki koma í stað trjátrefja Greinarhöfundur Printing Impress- ion bendir einnig á að það sé mis- skilningur að aðrar trefjar en fást úr trjám geti með öllu leyst nýtingu trjáa af hólmi. „Vissulega geti aðrar trefjar verið notaðar á sjálfbæran hátt í ákveðnum pappírsflokkum og við ákveðnar aðstæður, sérstaklega á svæðum heimsins eins og Indland og Kína þar sem viðartrefjar eru af skornum skammti. En fullyrðingin um að val á öðru hráefni en trjám hafi aðeins brot af þeim umhverfis- áhrifum sem trjátrefjar hafa eru grófar ýkjur. Þó að þörf sé á alhliða lífsferilsmati til að ákvarða heild- ar umhverfisáhrif annarra trefja á pappírsgerð er hægt að draga nokkrar víðtækar ályktanir. Til að byrja með eru aðrar trefjar oft ræktaðar eins og við aðra land- búnaðarræktun. Það þýðir að engin tré verða nokkurn tíma á landinu þar sem þessar plöntur eru gróð- ursettar. Endurgróðursett er í skóga sem nýttir eru vegna framleiðslu viðartrefja. Líkt og við ræktun annarra nytjaplanta í landbúnaði, þá þurfa aðrar trefjaríkar jurtir en tré venju- lega meira vatn og skordýraeitur og mynda meira afrennsli en skógar. Ólíkt trjám, verður eftir lítill afgangur af lífmassa í öðrum trefj- um. Þá verður í vinnsluferlinu við að að breyta þeim trefjum í pappír að treysta meira á jarðefnaeldsneyti en gert er þegar viðartrefjar eiga í hlut. Þar að auki benda alþjóðlegar tölur um skóga ekki til þess að notkun annarra trefjapappírsvara myndi vernda skóga til langs tíma. Þau svæði í heiminum sem neyta minnsta magns af viði eru þau sem eru með hröðustu skógareyðinguna. Það er rétt sem haldið hefur verið fram að að pappírsvörur í heild eru endurunnar í yfir 60% tilvika í Bandaríkjunum. Reyndar er talan nær 66% og 70% í Kanada, en jafnvel þessi tölfræði er aðeins hálf sagan. Sumar pappírsvörur, eins og bylgjupappakassar, eru endurunnar á yfir 90% hlutfalli, sem sýnir möguleikann á því að heildarendurvinnsluhlutfall fari enn hærra. Pappírsiðnaðurinn í Norður- Ameríku hefur fjárfest tugi millj- óna dollara í fjármagnsfrekri endur- vinnslutækni, sem og söfnunar- og flutningskerfi til að styðja hana. Eins og í nýjustu könnuninni nota yfir 80% allra pappírsverksmiðja í Bandaríkjunum endurheimtar trefjar sem að minnsta kosti hluta af trefja- gjafa sínum. Fjárfestingarnar eru að skila sér þar sem nýrri búnaður og aðferðir gera pappírsverksmiðjun- um kleift að endurgera pappír eftir neyslu sem var einu sinni ónothæf- ur, þar á meðal meira af pappírs- bollunum og óhreinum pitsukössum sem höfundar nefndu,“ segir Kathi Rowzie. Hún bendir líka á rangfærsl- ur umfjöllunar varðandi efna- meðhöndlun í pappírsiðnaði m.a. við bleikingu á pappír sem beitt er til að gera hann hvítari. „Á síðustu þremur áratugum hafa stórfelldar fjárfestingar í iðnaðinum og strangari umhverfis- reglur sameinast við að knýja fram miklar framfarir í bleikingartækni. Þar sem höfundar Popular Science vísa sérstaklega til „nútímalegrar“ pappírsgerðar, skulum við hafa það á hreinu að nýjustu verksmiðjuferl- ar hafa dregið verulega úr líkunum á að efnin sem höfundarnir vísa til geti losnað út í umhverfið.“ Byggjum á grunni raunverulegra gagna og vísinda Svo klykkir Kathi Rowzie út með þessum orðum um það sem hún telur rangfæslur um pappírsframleiðslu: „Já, fyrir alla muni, við ættum að endurþjálfa heilann. En við skul- um byrja á því að standast hvötina til að klippa og líma sömu þreytu goðsagnirnar í tilkomumikilli endur- vinnslu greina. Við skulum byrja á að skoða hver raunveruleikinn er í nútímalegri framleiðslu og notkun pappírs og byggja þjálfun hugans á grunni raunverulegra gagna og vísinda.“ Samtökin Two Sides North America eru sjálfstæð samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Eru þau hluti af Two Sides – alþjóðlegu neti sem samanstendur af meira en 600 aðildarféögum víðs vegar um Norður-Ameríku, Suður- Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Suður-Afríku. Aðildarfélögin spanna alla virðiskeðju grafískra samskipta (prentmiðla) og pappírsumbúðagerðar. Þau snerta því m.a. skógrækt, pappí r skvoðuf ramle iðs lu , pappírsiðnað, margvíslega efnisnotkun eins og blek, vélbúnaðargerð, prentun, útgáfu, frágang, umslög og póstflutninga. Með því að beita yfirvegaðri nálgun, er Two Sides að segja sjálfbærnisögu prentunar, pappírs og pappírsmiðaðra umbúða. „Við tökumst á við viðkomandi umhverfis- og samfélagsmál með raunverulegum, viðurkenndum upplýsingum sem afhjúpa goðsagnirnar, útskýra raunverulega sjálfbærni iðnaðarins okkar og gefa hagsmunaaðilum traustan grunn til að taka vel upplýstar ákvarðanir um notkun prent- og pappírsvara,“ segir m.a. í yfirlýsingu samtakanna. „Með því að efla betri skilning á vörum okkar erum við að staðsetja þær sem valmöguleika fyrir morgundaginn.“ Two Sides North America Kathi Rowzie, formaður samtakanna Two Sides North America.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.