Bændablaðið - 18.11.2021, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 27
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Mikið úrval varahluta í Ifor Williams
og allar aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
ALLAR STÆRÐIR
AF CAT RAFSTÖÐVUM
Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl
í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika.
Stöðvar í gám
Næsta blað kemur út 2. desember
UMHVERFISMÁL
Unnar matvörur eru slæmar fyrir heilsu og jörð:
Umhverfisáhrif
mataræðis aukast
Flestir þekkja þær opinberu ráð-
leggingar um mataræði að æski-
legt sé að velja fyrst og fremst lítið
unnar matvörur sem eru ríkar af
næringarefnum frá náttúrunnar
hendi, því mikið unnar matvörur
stuðli að þyngdaraukningu. Fjöldi
rannsókna sýna fram á það að með
því að borða hollan og fjölbreyttan
mat stuðli maður að góðri heilsu
og vellíðan.
Minna hefur verið kannað
um tengsl unninna matvæla og
umhverfisáhrifa en ný rannsókn,
sem birtist á dögunum í The Lancet,
tengir aukna neyslu unninna mat-
væla við meiri losun gróðurhúsaloft-
tegunda. Þar kemur enn fremur fram
að neysla á svokölluðum ofunnum
matvælum hafi aukist mikið á sl.
30 árum.
Hægt er að flokka matvæli skv.
svokölluðu NOVA kerfi sem byggir á
eðli og umfangi matvælavinnslunn-
ar. Skiptir kerfið matvælum í fjóra
flokka frá óunnum til ofurunninna
matvara (e. ultra-processed).
Ofunnin matvæli einkennast
af mikilli vinnslu, íblöndun auka-
efna sem hafa það hlutverk að gera
afurðina bragðgóða og sjónrænt
aðlaðandi. Dæmi um ofunnin mat-
væli eru unnar kjötvörur á borð við
nagga, pylsur, sykrað morgunkorn,
gos, matur og drykkur sem innihalda
sætuefni og bragðefni og frosnar til-
búnar máltíðir.
Rannsóknin skoðaði matvæla-
kaup á stórborgarsvæðum í Brasilíu
á 30 ára tímabili og reiknaði út losun
gróðurhúsalofttegunda, vatnsfótspor
og vistspor á hverja 1000 kkal af
keyptum mat og drykk, auk þess að
kanna hvernig magn vinnslu mat-
væla hefði áhrif á útblástur gróður-
húsalofttegunda.
Frá árinu 1987 til 2018 jókst
losun gróðurhúsalofttegunda vegna
mataræðis um 21%, vatnsfótspor-
ið jókst um 22% og vistsporið um
17%. Breytingar á áhrifum mat-
vælavinnslu á loftslagið var misjafnt,
það minnkaði í einhverjum tilfellum
þegar um var að ræða minna unnin
matvæli. En eftir því sem matvæli
eru meira unnin aukast áhrif þeirra
á loftslagið. Þannig hafa áhrif mat-
vælavinnslu ofunninna matvæla
aukist um 183% á þessu þrjátíu ára
tímabili.
Niðurstöðurnar benda því til þess
að umhverfisáhrif mataræðis hafi
aukist ásamt auknum áhrifum frá
ofurunnum matvælum. Þetta þýðir að
mataræði er ekki eingöngu að verða
skaðlegra heilsu manna heldur einnig
plánetunnar. Höfundar rannsóknar-
innar benda á að þörf sé á breytingu
á núverandi þróun til að efla sjálfbær
heilbrigð matvælakerfi. /ghp
Ofunninn matur einkennist af mikilli matvælavinnslu, íblöndun aukaefna
sem hafa það hlutverk að gera afurðina bragðgóða og sjónrænt aðlaðandi.
Verð:
7.612 kr.
Vattfóðruð skyrta
J5157
Þunn skyrta
J5138
Verð:
6.490 kr.
Við leggjum áherslu á góða
þjónustu við landsbyggðina.
Frábærar skyrtur
frá Jobman!
Vefverslun:
Khvinnufot.is
Durability at work since 1975
Jólagjöfin í ár!
Akureyri · Sími 465 1332
www.buvis.is
PANTIÐ
TÍM
ANLEGA
Sænskar
snjókeðjur