Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 28

Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202128 LÍF&STARF Breiðargerði fær lífræna vottun á útiræktun grænmetis: Áhersla á fjölbreytt og litríkt grænmeti – fullvinnsla á vörum eins og gulróta-chutney, grænkálssalti og rófu-chutney Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, garðyrkjubóndi í Breiðargerði í Skagafirði, fékk fyrir skemmstu formlega lífræna vottun á fram- leiðslu sína – og þar með leyfi til að nota viðeigandi vottunarmerki á sínar vörur. Hún hefur verið í aðlögunarferli að lífrænni vottun frá 2019, en þá var einmitt greint frá ferlinu hér í blaðinu. Nokkrum árum áður hafði hún keypt sam- nefnda eyðijörð og hreiðrað um sig með útiræktun sína – aðallega gulrætur. „Ég fékk sem sagt nýja vottorðið sent frá Vottunarstofunni núna 4. október, og samkvæmt því er ég komin með vottun á grænmetis- garðana,“ segir Elínborg. „Frá því að fjallað var um ræktunina mína í blaðinu síðast er ég búin að setja upp þrjú óupphituð gróðurhús, einföld braggahús með plastdúk. Tvö húsanna eru líka komin með vottun, en í það sem er ekki með vottun plantaði ég hindberjaplönt- um í vor. Plönturnar fékk ég ekki lífrænt vottaðar og því þarf þriggja ára aðlögunarferli áður en hindberin verða lífrænt vottuð. Plönturnar fóru þó að sjálfsögðu í lífrænan jarðveg og eru frá byrjun meðhöndlaðar eftir lífrænum leiðum hjá mér. Það sem eftir stendur eru skógræk- in og óræktuð svæði en aðlögunarferl- ið er lengra þar og því eitt ár eftir enn. Þau svæði fá því væntanlega vottun næsta haust,“ segir Elínborg enn frem- ur um framvinduna í ræktuninni frá því að aðlögunin hófst. Fjölbreytt og litríkt grænmeti Aðlögunartímabilið fyrir lífræna úti- ræktun á einæru grænmeti eru tvö ár og fékk Elínborg aðlögunarstyrk frá stjórnvöldum til að undirbúa jarðveginn. Hún telur að það hefði ekki verið mögulegt fyrir sig að fara út í lífræna útiræktun nema vegna þessa stuðnings. Fyrirhöfnin við um- sóknarferlið hafi alls ekki verið það íþyngjandi að hafa dregið úr henni kjarkinn. Hún er alin upp á sauðfjárbúi í nágrenni Breiðargerði, en hugur hennar stóð alltaf til garðyrkju frekar en sauðfjárrækt. Áhuginn á lífrænni ræktun kviknaði svo þegar hún vann við gulrótarupptöku hjá garðyrkju- stöðinni Akurseli ehf., sem einmitt ræktar lífrænt vottaðar gulrætur. „Mér finnst skemmtilegast að hafa fjölbreytni í ræktuninni og er sérstök áhugamanneskja um litríkt grænmeti. Ég hef því verið að bæta við tegundum í ræktun eftir því sem aðstaðan hefur batnað og breyst. Ég hef frekar sett mér það markmið að þjónusta smærra svæði og hafa breytt tegundaúrval en að þjónusta stórt svæði með fáar tegundir. En tíminn verður aðeins að fá að leiða í ljós hvort það gengur upp rekstrarlega séð. Á næsta ári er allavega stefnan að rækta alls konar kál. Toppkál, kór- alkál, spergilkál, blómkál og hvítkál svo eitthvað sé nefnt. Gulrætur og rófur, eitthvað aðeins af kryddjurtum, sykurertur og jafnvel eitthvað fleira. Allt með lífræna vottun.“ Fullvinnsla og verðmætasköpun Elínborg hefur verið að undirbúa sig undir það að fullvinna vörur úr sínu hráefni. „Ég hef svo líka verið að nýta mér aðstöðu í vottuðu eldhúsi Vörusmiðju Biopol á Skagaströnd til að framleiða vörur úr hráefni sem annars væri líklegt að færi til spillis, til dæmis annars flokks og útlits- gallað grænmeti. Þar má nefna gul- rótachutney, grænkálssalt, rófuchut- ney og sýrðar gulrætur. Fullvinnslan er skemmtilegt verkefni sem stuðlar bæði að betri nýtingu hráefna og rækt- unarlands og gefur mér smá útrás fyrir sköpunargleði. Svo eru þessar vörur flestar með gott geymsluþol og því fáanlegar yfir lengra tímabil en græn- metið. Aðlögunarferlið hefur auðvitað verið lærdómsríkt. Það tekur tíma að átta sig á hvernig er best að gera hlutina. Til dæmis hvað ræktunina varðar þá þarf að finna út úr því hvaða áburðarefni er hægt að nota, hvernig og hvenær. Hvernig er best að haga sáðskiptum og reyna að hafa hemil á duglegum en óvelkomnum plönt- um. En líka því sem snýr að skýrslu- haldi, skráningum og skipulagi sem er nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði Vottunarstofunnar,“ segir Elínborg og bætir við að hún eigi samt sem áður enn margt ólært. „En það er ekki bara ég, því ég held að lífræn ræktun eigi mikið inni hvað athuganir, prófanir og tækni varðar, bæði á áburðarefnum og öðrum aðföngum til ræktunar. Mikið væri gaman að sjá stjórn- völd setja alvöru áherslu á að auka hlutfall lífrænna framleiðenda hér- lendis. Skýr stefna og greitt aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum og aðföngum eru þar lykilatriði, held ég. Aðlögunarstuðningurinn er svo auð- vitað mjög mikilvægur og vonandi er hann kominn til að vera.“ Ég trúi að lífrænt sé framtíðin Á aðlögunartímanum hefur Elínborg náð að klára garðyrkjunám sitt við Garðyrkjuskólann á Reykjum. „Ég útskrifaðist frá Reykjum vorið 2020 af braut garðyrkjuframleiðslu með áherslu á lífræna ræktun matjurta. Þar lærði ég auðvitað mjög margt og nám þaðan er að mínu mati eigin- lega nauðsynlegur grunnur ef maður ætlar að leggja fyrir sig garðyrkju hér- lendis. Bæði námið og tengslanetið eru gríðarleg verðmæti. Að því sögðu þá hef ég auðvitað eins og aðrir sem bera hag garðyrkj- unnar fyrir brjósti miklar áhyggjur af stöðu námsins og Garðyrkjuskólans í dag. Þar er brýn þörf á aðgerðum ef við ætlum ekki að tapa þeirri ómetanlegu þekkingu, reynslu og hefð sem býr bæði í mannauðnum og staðnum. Mig langar að hvetja alla til að raunverulega kynna sér kosti líf- rænnar framleiðslu, án þess að láta fyrirfram ákveðnar skoðanir og for- dóma þvælast fyrir sér. Tækifærin eru bæði mörg og margvísleg. Ég trúi því að lífrænt sé framtíð- in.“ /smh Litríkt blómkál sem Elínborg ræktaði í sumar til prufu. Það vakti mikla lukku þannig að hún stefnir á að rækta meira af því á næsta ári. Myndir / Aðsendar Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, garð- yrkjubóndi í Breiðargerði. Karfa með blönduðu grænmeti frá sumrinu, brot af því sem ræktað var. Kóralkál frá því í sumar. Það kallast romanesco á ensku

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.