Bændablaðið - 18.11.2021, Page 29

Bændablaðið - 18.11.2021, Page 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 29 Alvöru dælur sem vinna verkið á methraða. Þú færð Nilfisk hjá Rekstrarlandi í Vatnagörðum og í útibúum Olís um land allt. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUR Passaðu þrýstinginn – hann þarf nefnilega að vera nægur Pipar\TBW A Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | Olís Njarðvík | 260 Reykjanesbæ | 420 1000 | rekstrarland.is UTAN ÚR HEIMI Orkuskipti í samgöngum byggir í flestum tilfellum á nýtingu rafmótora: Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki – Samt er búist við að dísilbílar verðir ráðandi á trukkamarkaði næstu 30 árin Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum heims, byggir á að vetni verði framtíðar orku- miðill í komandi orkuskiptum og fráhvarfi frá nýtingu jarðefnaelds- neytis. Þá er gengið út frá því að vetnið verði nýtt í margvíslegum iðnaði og líka í samgöngum til að knýja rafbíla. Það eru einkum framleiðendur á trukkum, rútum og öðrum þungum farartækjum sem horfa nú til að nota vetni sem orkumiðil í umbreytingu yfir í rafbíla. Ástæðan liggur í því að liþíumjóna-rafhlöðurnar (lithiumIon) sem nú er notast við, þykja of dýrar í framleiðslu, of þungar og að of langan tíma taki að endurhlaða þær fyrir bíla á langkeyrslu. Þá sé enn óleystur vandi sem felst í endurnýt- ingu á notuðum rafhlöðum, þó mikil þróunarvinna sé þar í gangi. Hyundai, Hino, General Motors, Nikola, Toyota, Cummins og fleiri sammála um vetnisvæðingu Framleiðendur eins og Hyundai, Hino, General Motors, Nikola, Toyota, Cummins og fleiri virðast vera sammála um að trukkar fram- tíðarinnar verði rafknúnir, en orkuna fái þeir ekki frá rafhlöðum heldur frá vetnis-efnarafölum. Þetta er í miklu samræmi við mjög gagnrýna umræðu víða um lönd á framleiðslu og nýtingu á LithiumIon rafhlöðum sem og rannsóknir sem gerðar hafa verið á slíkum rafhlöðum. Samt eru þetta þær rafhlöður sem þykja bestar í dag, en stöðugt berast þó fréttir af frekari þróun á því sviði. Dana og Bosch í samstarf um íhlutaframleiðslu fyrir efnarafala Dana Inc., sem er heimsþekktur framleiðandi á hásingum undir jeppa, vörubíla, stóra trukka og rútur, til- kynnti nýlega langtímasamstarf við rafiðnaðarrisann Bosch um fram- leiðslu á rafþynnum í efnarafala. Bosch segir að þekking fyrirtækisins í framleiðslu á búnaði í efnarafala muni gera báðum fyrirtækjum kleift að bæta enn frekar tvískautar plötur í efnarafla. Til viðbótar komi sér- þekking Bosch í fjöldaframleiðslu, sérstaklega á leysisuðu, prófunum og nýtingu á sjálfvirkni. Til að mæta aukinni eftirspurn á markaði mun heildarmagn framleiðslunnar fara yfir 100 milljónir tvískautaðra málmplatna fyrir markaði í Evrópu-, Asíu og Kyrrahafslöndum sem og í Norður -Ameríku. Fyrirtækin segj- ast búast við því að plöturnar verði komnar í efnarafala fyrir atvinnubíla frá og með árinu 2022. Toyota hefur framleiðslu á efnarafalasamstæðu 2023 Toyota ætlar að koma vetnis-efnarafal fyrir rafknúna trukka í framleiðslu innan tíðar. Mun sérstök framleiðslu- lína hjá Toyota Motor Manufacturing Kentucky (TMMK) hefja sam- setningu á tvöföldum samþættum efnarafalseiningum (FC) á árinu 2023. Í raun er um að ræða allt drif- kerfi trukka og verða efnarafalarnir ætlaðir til notkunar í vetnisknúnum atvinnubílum til þungaflutninga. Toyota segir að FC-einingarnar geri vörubílaframleiðendum kleift að innleiða mengunarlausa efnarafala í núverandi framleiðslulínur með tæknilegum stuðningi frá Toyota. Tvöfalda efnarafalasamstæðan mun vega um 700 kg og á að skila 160 kílówöttum af stöðugu rafmagni. Samstæðan samanstendur líka af háspenntri rafhlöðu, rafmótorum, skiptingu og vetnistönkum. Fyrir tæpu ári tilkynnti Hino Trucks að það væri að smíða raf- knúinn vörubíl í flokki 8 sem knúinn yrði með vetnisefnarafal. Fyrirtækið stóð við þetta með því að afhjúpa frumgerð Class 8 Hino XL8 á sýn- ingunni 2021 ACT Expo á Long Beach í Kaliforníu. Daimler Truck og Volvo í samstarf um vetnisefnarafal Í apríl 2020 tilkynntu Daimler Truck AG (framleiðendi Benz) og Volvo Group að þessir stóru samkeppn- isaðilar á heimsvísu skrifuðu undir bráðabirgðasamning um að koma á fót nýju samstarfsverkefni til að þróa, framleiða og markaðssetja efnarafala (Fuel cell) fyrir þungar bifreiðar og aðra notkun. Í október tilkynnti Hino um eigið vetnisbíla- verkefni. Í nóvember tilkynntu Cummins og Navistar að þeir muni vinna saman að þróun Class 8 vöru- bíls sem knúinn verður vetniselds- neyti. Árið 2021 byrjaði svo með því að Navistar tilkynnti um samstarf við General Motors og OneH2 um að koma vetnisbíl til aksturs á löngum leiðum á markað. Olíurisinn Shell ætlar sér stórt hlutverk í vetnisvæðingunni Hollenski olíurisinn Shell stefnir á miklar fjárfestingar í vetnisiðnaði. Fyrirtækið hyggst m.a. byggja á mik- illi reynslu í uppbyggingu innviða í dreifingu á jarðefnaeldsneyti. Lítil innviðauppbygging varðandi vetni er einmitt sá Akkilesarhæll sem oftast er bent á varðandi frekari vetnisvæð- ingu. Hefur Shell þegar sett af stað uppbyggingu dælustöðva fyrir vetni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. „Fyrir mér er notkun vetnis og vetnisefnarafalar framtíðin,“ segir Jeff Priborsky, yfirmaður markaðs- setningar Shell á heimsvísu, á vef- síðu tímaritsins Fleet Equipment fyrr á þessu ári. Hann telur að dísilvélar í ökutækj- um muni samt áfram verða yfirgnæf- andi á markaðnum næstu 30 ár, eða fram til 2050. Shell hefur lýst því yfir að fyrir tækið ætli sér að vera orðið kolefnis hlutlaust ári 2050. Er Shell komið á fulla ferð í þessari vegferð. Fyrirtækið hefur alla tíð verið öflugt í gasframleiðslu, þá hefur það fjár- fest í uppbyggingu vindorkugarða og á það fjölda vindmylla úti fyrir ströndum Evrópuríkja. Það er líka í framleiðslu á rafhlöðum og er komið á fullt í vetnisvæðingu. Vetni er framtíðin í trukkunum, segir fulltrúi Volvo Framleiðendurinir Cummins, Daimler Trucks, Hino, International Trucks, PACCAR og Volvo Trucks hafa allir fjárfest mikið í þróun vetnisbíla. Á blaðamannafundi þar sem Volvo Trucks North America tilkynnti að það væri þó að opna fyrir pantanir fyrir VNR Electric [það er rafhlöðudrifinn trukkur, innskot blm.], sagði Peter Voorhoeve, forseti Volvo Trucks North America: „Við trúum því að vetniselds- neyti sé annar valkostur sem mun eiga sér stað í framtíðinni. Þið munið ekki bara sjá eina lausn varðandi eldsneytisgjafa. Við munum halda áfram að nota dísilbíla. Við munum sjá hratt vaxandi fjölda rafmagns- bíla á vegunum. Við munum líka sjá vetnisefnarafala í vörubílum, sem munu leika aðalhlutverkið í akstri á lengri leiðum og í þungaflutningum. Rafhlöðuknúnu rafmagnsbílarnir munu frekar vera notaðir í stutt- ar ferðir og við dreifingu á vörum innan svæða, við heimsendingar á mat og öðru. Við munum líka enn sjá dísilolíu notaða í samgöngum sem og jarðgas. Trukkar búnir efnarafal munu klárlega verða hluti af lausn- inni í framtíðinni,“ sagði Peter Voorhoeve. /HKr. Jeff Priborsky, yfirmaður markaðs- setningar Shell á heimsvísu, segir að olíurisinn stefni á miklar fjárfestingar í vetnisiðnaði. Flutningabíll sem verður knúinn drifbúnaði og vetnisefnarafal frá Toyota.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.