Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 39
Fjölplógar
í stærðum frá 1.35m til 4.0m
Verð1.290.000 kr. án/vsk
Plógur á mynd:
3.3m með 3p festingu og stjórnborði
Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Austurvegi 69, 800 Selfossi
Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is
SANDBLÁSTURSSANDUR
Glerperlur
Garnet
Soda
Plastkúlur
Járnsandur
Stálsandur
Álsandur
Hnetuskeljar
SANDBLÁSTURSKASSI
VERÐ 74.990 kr
HREINSIEFNI - Íslensk
SANDBLÁSTURSSANDUR
SANDBLÁSTURSKASSAR
SANDBLÁSTURSKÚTAR
SANDBLÁSTURBYSSUR
KERAMIKSPÍSSAR
ÞVOTTAKÖR
ULTRASONIC CLEANER
O.m.fl.
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
SÍÐAN 1985
SANDBLÁSTURSKASSI
VERÐ 37.690 kr
SOLIS er uppseldur, ný sending væntanleg!
SOLIS 26 beinsk.
Möguleiki á frambúnaði
eða ámoksturstækjum
ÞAÐ ER BARA SOLIS
vallarbraut.is S-4540050 vallarbraut@vallarbraut.is Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði
SOLIS 26 HST
sjálfskipt.
SOLIS 90 NARROW 89 hestöfl
Gangstéttarvélin aðeins 145cm
Möguleiki á frambúnaði. SOLIS 50 væntanleg
SOLIS 75 væntanleg
SOLIS 90 væntanleg
Samþætting þunglyndis og kvíða
annars vegar og þarmaflórunnar
hins vegar, hafa gjarnan vakið
forvitni – að þarna dansi saman
atriði sem sýna einhvers konar
svörun hvort við öðru.
Þó enn vanti ítarlegri rannsóknir
á þessu sviði hafa næringarfræðingar
viljað meina að slæm samsetning
mataræðis nútímans hafi áhrif á líðan
okkar og þá er ekki verið að spá í
aukakílóin heldur geðheilsuna.
Serótónín, sem hefur stundum
verið kallað „gleðihormónið“, er eitt
þeirra hormóna eða taugaboðefna sem
okkur eru nauðsynleg hvað varðar
jafnvægi geðheilsu. Omega 3, D og
B vítamín, þá helst B6 og B12 eru
gjarnan nefnd í því samhengi að spila
stórt hlutverk serótónínframleiðslu
og með neyslu ýmissa fæðutegunda
umfram aðrar er talið að hægt sé
að auka vægi þeirra í líkamanum.
Vítamínið magnesíum má einnig telja
með, en það er róandi og hefur því
áhrif á kvíða og stress.
Talið er að skortur á taugaboðefn-
inu eigi þátt í röskunum eins og þung-
lyndi og kvíða, auk þess sem líkami
þeirra sem þjást af slíkum ófögnuði
eigi erfiðara með að vinna úr – eða
hafi færri og/eða ónæmari serótónín-
viðtaka sem þá veldur minni virkni
taugaboðefnisins.
Lífeðlisfræðin kennir okkur að
serótónín er að mestum hluta, eða
90%, myndað í enterókrómaffín-
frumum meltingarfæranna, þ.e.a.s.
maga og smáþörmum, og helst þannig
í hendur við hugmyndina um að
mataræði geti haft eitthvað að segja
er kemur að andlegri heilsu.
Mataræði innri friðar
Ef vel er að gáð, á ferðalagi um
netheima eða þegar blaðað er í nær-
ingarfræði og matreiðslubókum,
koma í ljós ýmsar tegundir matar sem
eiga sameiginlegt há gildi serótóníns.
Þar er jafnframt oft bent á skaðsemi
þess að neyta unninna matvæla, djúp-
steiktra, vel saltra eða sætra – því
þó slík gleði sem það getur veitt um
stund og mörgum tamt að leita í til
hugarhægðar – þá stuðlar þess háttar
neysla að bæði þunglyndi, streitu og
kvíða. (Sem er nú kannski ekki á bæt-
andi í amstri þjóðfélagsins.)
Jæja, ef á að reyna að útiloka hvað
flest þeirra neikvæðu áhrifa þess sem
við setjum upp í okkur má reyna að
borða sem fjölbreyttasta fæðu, hreina
– og leggja áherslu á eftirfarandi sem
eiga það sameiginlegt að í þeim finn-
ast há gildi annaðhvort omega3, D &
B vítamína og/eða magnesíum.
■ Feitur fiskur, til dæmis sardínur,
ansjósur og silungur, sem innihalda
omega 3 og D vítamín.
■ Grænmeti, sem dæmi sætar kar-
töflur, spínat, grænkál og brokkolí
innihalda B vítamín og magnesíum,
bok choy, skalottlaukur og eldpipar
hafa hátt gildi B6 auk blómkáls, sem
hefur allt að 120% af ráðlögðum dag-
skammti B 6 vítamíns í einum haus.
■ Ávextir, svo sem avocado (lárper-
ur) eru ríkar af bæði B6 vítamíni og
Omega3, kantalópumelóna hefur hátt
gildi bæði B6 vítamíns og magnesí-
um, rúsínur einnig svo og ber af ýmsu
tagi en þau hafa helst áhrif á bólgur í
líkamanum og minnka þannig vanlíð-
an enda haldast oft í hendur líkamleg
og andleg slæmska.
■ Grófir hafrar og brún hrísgrjón eru
liður í því að leysa serótónín líkam-
ans úr læðingi.
■ Möndlur, graskersfræ, kasjúhnetur,
valhnetukjarnar, í raun allar hnetur
og fræ, innihalda nokkurt jákvætt
magn Omega 3, magnesíums og B
vítamína.
■ Egg eru góð og stútfull af B12 og
D vítamínum.
■ Súkkulaði, þá helst 70% og hærra,
hefur áhrif á serótónínin okkar
vegna þess hve góð áhrif það hefur
á þarmaflóruna auk þess að vera ríkt
af magnesíum.
Svo eitthvað sé nefnt.
En að auki …
Já. Þetta var nú ekki tæmandi listi.
Aðalatriðið er kannski bara það að
nærast að stórum hluta á því sem
náttúran gefur okkur, og svona
án þess að fæðan sé mikið unnin.
Til viðbótar hafa sveskjur, hörfræ
og vatnsdrykkja virk áhrif á þarma
og gott að minna sjálfan sig á það
öðru hvoru. Þarmaflóruna má svo
líka bæta með góðgerlum eða neyslu
gerjaðs grænmetis sem inniheldur
bæði trefjar og lifandi mjólkur-
sýrugerla. Gerjað eða sýrt grænmeti
er til dæmis hægt að útbúa heima
við, enda lifa náttúrulegir mjólkur-
sýrugerlar í öllum heilnæmum jurtum.
Í grófum dráttum er uppskriftin eins
og kemur fram hér að neðan, en auð-
velt er að finna ýmsar útfærslur af
henni í bókum og á netinu.
Rífa má, eða skera niður hvít-
kál, gulrætur, rófur, rauðrófur jafn-
vel blómkál, smálauka eða hvaða
grænmeti sem hugurinn girnist.
Piparkorn, lárviðarlauf, kúmín,
kóríanderfræ, fennel eða annað
bragðgott krydd er gott að hafa
handhægt, svo og lítra af ediki. Sykur
og salt, helst gróft og t.d. matskeið af
hvoru. Ekki er nauðsynlegt að nota
sykur og ekki allra, en salti má ekki
sleppa. Edik skal fara í pott (ekkert
tiltökumál er hvaða edik er notað),
og soðið saman með kryddunum,
salti og sykri.
Á meðan má skera grænmetið
niður og setja í glerkrukku sem þétt-
ast, hella svo úr pottinum í krukkuna
þannig að vökvinn fljóti yfir græn-
metið og lokið sett þéttingsfast á.
Galdurinn felst í því að gerjunin
fari fram í loftfirrtri krukku en þá ná
mjólkursýrubakteríurnar að fjölga
sér sem best. Gerjunartíminn fer eftir
grænmetinu, en miðað er við allt frá
einhverjum dögum upp í nokkrar
vikur – sumir segja að miða skuli
við þriggja vikna gerjun við stofuhita.
Svo er bara óskandi að öllum líði
sem best.
Dragi djúpt andann eins og þykir
bæta geðið í jógafræðum, alveg niður
í maga og kveiki á kertum í skamm-
deginu bæði innra með sér og í kring.
Andi svo frá sér líka. /SP
Tilfinningatengd þarmaflóra:
Til umhugsunar
Í gerjuðu eða sýrðu grænmeti má finna náttúrulega mjólkursýrugerla sem
eru þarmaflórunni afar hollir.
LÍF&STARF
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 2. desember