Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 50

Bændablaðið - 18.11.2021, Síða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202150 Á hverju ári taka NMSM samtök­ in, sem eru samstarfsvettvangur Norðurlandanna um ýmis málefni sem snerta mjólkurframleiðslu, saman margvíslegar áhugaverðar upplýsingar sem tengjast þróun mjólkurframleiðslu Norður­ landanna. Helstu upplýsingar má sjá hér í meðfylgjandi töflu en þar kemur m.a. fram að mjólkurframleiðsla Norðurlandanna jókst á milli ára um 1,3% og var alls 12,4 milljarðar kílóa. Á sama tímabili, þ.e. frá árinu 2019 til 2020, fækkaði kúabúum landanna fimm um 804 bú, eða um 4,1%, og var fjöldi þeirra í árslok 2020 kominn í 18.833. Ísland eina landið með minni framleiðslu Líkt og undanfarin ár þá er danska mjólkurframleiðslan lang­ umsvifamest innan Norður landanna en dönsku kúabúin framleiddu í fyrra 5,7 milljarða kílóa, eða um 46% allrar mjólkur þessara fimm landa. Landsframleiðsla mjólkur jókst þó mest í Svíþjóð síðasta ár, eða um 68 milljónir kílóa, en sú danska um 57 milljónir kílóa, og þá bættu Finnland og Noregur við sína framleiðslu um alls 41 milljón kílóa. Ísland var eina Norðurlandið þar sem varð fram­ leiðslusamdráttur á síðasta ári. 72,3 kýr að meðaltali Undanfarin ár hefur meðalbústærð á Norðurlöndunum aukist jafnt og þétt og virðist á engan hátt vera að hægjast á þeirri þróun. Um síðustu áramót var meðalbúið komið í 72,3 kýr og jókst bústærðin á milli ára um 4,3%, eða um 3 kýr að meðaltali. Breytingin innan Norðurlandanna er þó gjörólík og bæði á Íslandi og í Noregi breyttist meðalbústærðin mun hægar en hjá hinum löndunum þremur. Ekkert land kemst þó nærri hinni geysihröðu þróun sem á sér stað í Danmörku. Þar stækkaði með­ albúið um 11,1 kú að meðaltali og voru búin þar með 212,7 kýr um áramótin. Þess má geta að þegar þetta er skrifað, í nóvember 2021, er bústærðin í Danmörku komin yfir 220 kýr! Næststærstu búin eru svo sem fyrr í Svíþjóð en í fyrsta skipti í sögunni er meðalbústærðin þar komin yfir 100 kýr. Sem fyrr eru minnstu búin í Noregi en þar voru 28,8 kýr að jafnaði í árslok 2020. Meðalbúið að framleiða 656 tonn Ársframleiðsla norrænu kúabúanna er auðvitað nátengd bústærðinni en að jafnaði lagði hvert bú inn 656 þúsund kíló á síðasta ári, sem er aukning um 35 þúsund kíló á einu ári. Rétt eins og undanfarin ár bera dönsku búin höfuð og herðar yfir önnur bú á Norðurlöndunum og raunar í allri Evrópu. Þar var hvert bú að leggja inn að jafnaði 2,1 milljón kílóa sem er nærri 11­föld meðalframleiðsla norskra kúabúa eins og sjá má við lestur töflunnar. Næstafurðamestu búin eru í Svíþjóð, þar sem meðalinnleggið nam 917 þúsund kílóum. Kúm Norðurlandanna fjölgaði! Þrátt fyrir að kúabúum Norður­ landanna hafi fækkað um 804 þá fækkaði kúnum ekki. Þetta hefur ekki gerst í mörg ár og oftast hefur kúnum fækkað nokkuð jafnt og þétt samhliða fækkun kúabúanna. Mikil eftirspurn eftir mjólk, og aukning heildarframleiðslu Norðurlandanna, gæti skýrt þessa þróun en fjöldi kúnna í árslok síðasta árs var 1.362 þúsund sem er þó ekki nema 0,1% aukning á milli ára. Meðalkýrin að skila 9.074 kg í afurðastöð Þegar horft er til afurðasemi kúnna á milli landanna er staðan nokkuð ólík eftir því hvaða land á í hlut enda hefur þar áhrif bæði kúakynið sem er notað við framleiðsluna og það umhverfi sem kúabúin starfa við. Oftast er það svo að þegar meðalafurðir eru metnar, er oft not­ Á FAGLEGUM NÓTUM Lengi hefur sú hefð verið við lýði hjá garðeigendum að laða fugla að heimilisgarðinum á veturna þegar sem minnst er af aðgengilegri fæðu í náttúrunni. Sumar fuglategundir komast ágætlega af án þess háttar inngripa en aðrar komast upp á lag með að nýta þessa gjafmildi garðeigenda. Fuglarnir njóta matargjafanna og mannfólkið fær ómælda ánægju af heimsóknum þeirra. Fjölbreyttur garðagróður getur á sama hátt laðað fugla að garðinum, bæði til skjóls og sem fæðugjafi. Í greni lifir nokkuð af skordýrum allan veturinn og er kærkomin fæða handa hinum smáa en knáa glókolli og krossnefurinn sækir í fræ sem hann nær úr könglum barrtrjáa. Berjarunnar koma mörgum fuglategundum að gagni og fjölærar plöntur gefa margar hverjar fræ sem fuglar geta nýtt sér. Á nokkrum rósategundum vaxa síðla sumars myndarleg orkurík aldin sem geta staðið langt fram eftir hausti og fuglar sækja í. Af öðrum berjarunnum má nefna skriðmispil, úlfareyni og ylli. Haustlauf sem liggur á flötinni og beðunum fram eftir hausti er skjól fyrir ýmis smádýr sem fuglarnir sækja í, sérstaklega skógarþrestir. Almenna reglan er að garðar með fjölbreyttum gróðri eru eftirsóttastir af fuglum, bæði sumar og vetur. Haldið áfram fóðrun allan veturinn Garðfuglarnir muna vel eftir þeim stöðum sem gefa örugga fæðu og reiða sig á fóðurgjafir þar sem þær eru stundaðar. Það getur verið afdrifaríkt fyrir fuglana ef fóðrun þeirra er hætt skyndilega um miðjan vetur. Gerum því ráð fyrir að hefja fuglafóðrun snemma hausts og halda henni áfram sleitulaust þar til vorar á ný. Vatn er fuglum nauðsynlegt og þarf að huga að því. Þá þarf að útbúa grunna skál með volgu vatni sem reglulega er fylgst með, sérstaklega í frostum. Svo er rétt að þrífa fóðurbretti, fóðrara og vatnsskálar öðru hvoru svo ekki sé hætt við að fuglarnir smitist af sjúkdómum. Alls konar útbúnaður er til þegar kemur að fóðurbrettum eða annars konar útbúnaði sem hentar fuglunum. Sumar tegundir, til dæmis snjótittlingar, kjósa að tína fæðu af jörðinni og vilja gjarnan hafa gott útsýni því þeir huga vel að öryggi sínu. Starar, skógarþrestir og svartþrestir geta líka tínt fæðu af jörðinni en þeir sækja líka í fóðurbretti af ýmsu tagi. Gráþrestir og svartþrestir geta verið styggir og felugjarnir. Þeim ætti að gefa fóður á afviknari stöðum eins og undir rifsberjarunnum o.þ.h. Auðnutittlingar tína fræ af birkitrjám meðan þau er að finna en sækja mikið í fóðrara sem komið er fyrir í trjám. Músarrindlar geta litið í heimsókn en þeir sækja lítið í fóðurgjafa. Hrafnar gera sig að jafnaði ekki heimakomna í görðum en geta átt það til og taka þá vel til matar síns. Og hvað er svo í matinn? Fuglarnir sem sækja garðinn heim hafa þörf fyrir ólíka fæðu. Sumar tegundir sem geta birst í garðinum eru aðallega sólgnar í ávexti og ber, til dæmis hin litfagra silkitoppa, sem stundum má sjá bregða fyrir á veturna. Þrestir sækja líka í slíka fæðu. Epli eru sérlega vinsæl meðal þrasta. Það er gott að skera þau í tvennt og koma þeim fyrir í krónum trjánna eða á fóðurbretti. Auðnutittlingar og margar aðrar fuglategundir sækja í sólblómafræ, með eða án skurnsins. Auðnutittlingum þykir líka gott að hafa aðgang að smáu fræi sem er ætlað búrfuglum eins og gárum. Af og til birtast sjaldgæfari fuglar eins og hettusöngvarar í garðinum. Þeir eru harðir af sér en sækja talsvert í fuglafóður. Orkuríkt fóður eins og rúsínur og kjötsag er fyrirtaks fuglafæða. Kurlaður maís er ofarlega á vinsældalistanum og fita kemur að góðu gagni í kuldatíð. Varast ætti að bera út æti sem er bleytt í fitu því hún getur valdið fuglum erfiðleikum við að þrífa fiðrið. Það er þó í lagi að bleyta brauðmola í jurtaolíu þegar kalt er í veðri. Ágætt er að halda fuglafóðr­ un áfram þangað til fer að líða að varptíma fuglanna. Ingólfur Guðnason GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Garðfuglar gleðja Skógarþrestir eru meðal þeirra fuglategunda sem sólgnir eru í ávexti. Myndir / Örn Óskarsson Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Mjólkurframleiðsla Norðurlandanna í góðum vexti: Fjöldi mjaltaþjóna nálgast 10.000 – Ísland og Noregur í sérflokki þar sem yfir 60% kúabúa eru með mjaltaþjóna Noregur og Ísland tróna efst Norðurlanda í hlutfallslegum fjölda kúabúa með mjaltaþjón. Þar hefur Ísland átt óopin- bert heimsmet, en nú er hlutfallið í Noregi orðið 0,3 prósentustigum hærra. Ísland er með 60,3%, en Noregur 60,6%. Mynd / HKr. Starar eru staðfuglar sem má finna víða.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.