Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 53

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 2021 BÆKUR& MENNING Guðni Í bókinni fer Guðni með lesand- ann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi. Fyrir utan að vera skemmtilegir og forvitni- legir viðmælendur fæst það við spennandi og oft og tíðum nýstár- leg viðfangsefni sem styrkja lífið í sveitunum. Í þessum heimsóknum er Guðni yfir og allt um kring og hin landskunna „guðníska“ skýtur hvað eftir annað upp kollinum. Guðjón Ragnar Jónasson fylgdi Guðna á þessum ferðum og hefur skrásett á aðgengilegan og grípandi hátt það sem á daga þeirra dreif. Jólabók sveitamannsins Aðspurður segir Guðni að þetta sé jólabók sveitamannsins og allra þeirra sem unna sveitinni sem og þeirra sem finnst gaman að lesa um skemmtilegt fólk. „Við Guðjón Ragnar, skrásetjari bókarinnar, fórum víða, bæði á miklar uppistandshátíðir og skemmtilega vinafundi. Til dæmis á Vopnaskak á Vopnafirði og í mjólkurhúsið á Stóru- Ásgeirsá. Ekki má heldur gleyma ferðunum í fjörið í Vestmannaeyjum sem og í Grindavík þar sem eru miklir sauðfjárbændur. Guðni segir að líf fylgi sauð- kindinni, hún er eiginlega hin félags- lega tenging sveitanna. Rauði þráð- urinn í þessari bók eru sögur af sauð- kindinni, sagðar af fólki sem miðlar til okkar lífssýn sinni. Við hittum til dæmis fyrir verkalýðsleiðtogann mikla, Aðalstein Árna Baldursson, á Húsavík sem jafnframt er bóndi í Grobbholti en nafnið er flott og lýsandi fyrir Þingeyinga. Gleðin er nefnilega við völd í Grobbholti.“ Guðni telur að bókin sé rennandi læsileg, hún sé í stuttum köflum, viðmælendurnir eru 50-60 og t.a.m. fá lesendur innsýn í litríka lífssögu Axels Rúnars, bónda á Valdarási í Vestur-Húnavatnssýslu. Fundum þeirra Guðna bar að fyrir algöra til- viljun. Axel hefur áður sagt hluta af sögu sinni en hér segir hann okkur hluti sem aldrei hafa komið fram áður. Axel lýsir því í bókinni hve mikill velgjörðarmaður séra Róbert Jack var honum, tók hann að sér þegar að hann átti erfitt, sá allt í honum sem góður fótboltasnilling- ur þarf að búa yfir og kom honum til Manchester United. Axel er eini Íslendingurinn sem leikið hefur með liðinu og tókst meira að segja að skora mark í leiknum. Guðni árétt- aði að endingu að saga Axels sé mergjuð lífssaga sem lærði það af Róbert heitnum Jack að leikn- um sé aldrei lokið fyrr en seinni hálfleikurinn sé búinn. Altént rímar sú lífskenning við Guðna sem aldrei hefur verið hressari en nú, nýfluttur aftur í Árnessýsluna og unir nú hag sínum vel í nýja miðbænum á Selfossi. Hér á eftir fer stuttur kafli úr bókinni. Guðni fundar með sauðfjárbændum í Vestmannaeyjum Ólafur Týr Guðjóns- son, kennari við Fram halds skólann í Vestmanna eyjum, var einn fundar- manna, Hann veiðir lunda í Suðurey og segir að eftir að kindurnar hurfu um stund úr eynni hafi hún orðið erfið yfir- ferðar og örðugt að fóta sig þar, einnig vegna þess hve mikið var af hvönn og baldursbrá. Víða voru þúfurnar orðnar stórar og miklar, en þó ótraustar í miðju, þannig að ef göngufólk gekk ofan á þeim hrundu þær einfaldlega saman, en ef gengið var á milli þeirra hefði jarðvegurinn verið svo þunnur að gengið var í gegn í hverju spori. Þetta hefði síðan breyst til batnaðar eftir að fé kom aftur út í eyjuna – þá komu troðnar götur sem auðvelduðu einnig mjög alla umferð manna. Ólafur Týr sagði okkur enn fremur að eftir að bærinn tók yfir eyjarnar og lögbýlin týndu tölunni hefðu verið stofnuð veiðifélög. Veiðifélagið í Suðurey hefði yfir- ráð yfir lundaveiðinni, eggjatökunni og beitinni en í öðrum eyjum sæju félögin bara um veiðina og bjarg- nytjar. Telur Ólafur það til bóta að nýting eyjarinnar sé öll á sömu hendi því þá sé hægt að tryggja beit í eynni. Bætti hann við í gamni að Suðureyjar sósíalisminn væri eini sósíalisminn sem vitað er um að hafi virkað í veröldinni því að félagarnir geri allt saman og hver og einn geri það sem hann gerir best. Uppskar hann vitaskuld skellihlátur fundargesta, enda sagði hugboðið okkur að flestir fundargestanna væru harðir sjálfstæðismenn (þótt Guðni teldi líklegt að inni á milli mætti finna einstaka framsóknar- mann). En Guðna var, ekki síður en öðrum, skemmt yfir ummælunum og sagði að Suðureyingar væru bara eins og lærisveinar Jesú Krists sem hefðu verið fyrstu samvinnumenn á jörðinni. Sem fyrr segir kennir Ólafur Týr við Framhaldsskólann í Vestma- nnaeyjum. Hefur hann skráð örnefni í Vestmannaeyjum og skoðað fjárfjölda þar í tengsl- um við skráninguna, en tölur um fjölda sauðfjár, nautgripa og hrossa hafa varðveist allt frá 1704 og fram til dagsins í dag. Sagði Ólafur frá því að þegar hann var að kenna um örnefni í sögu Vestmannaeyja hafi hann rýnt í fjárfjöldatölurnar og séð að eftir stóratburði á borð við móðu- harðindin og meiri háttar náttúru- hamfarir, þegar fjárfellir varð á öllu landinu, hafi fjárfjöldinn í Vestmannaeyjum stigið mjög hratt upp aftur. Telur Ólafur líklegt að fólk hafi við þessar kringumstæður komið ofan af landi út í Eyjar og tekið með sér það fé sem það átti og fjárstofn eyjanna því stækkað mjög hratt. Hins vegar fengu Ólafur og nemendur hans illa skilið hvers vegna fé fækkaði svo mikið árið 1947, en þá snarfækkaði sauðfé – og samt var hvorki stríð né frostavet- ur. Fljótlega sáu nemendurn- ir þó samhengið. Árið 1947 var gerð eignakönnun til að stemma stigu við undanskotum frá skatti. Þar með hvarf stór hluti af fjárstofni Eyjamanna. Höfðu gárungarnir á orði að Eyjamenn hefðu komið honum í var þegar ný vinstri stjórn komst til valda þetta ár. Kindur í Álsey. Myndir / Sigurgeir Jónasson Fé flutt í Álsey. Féð flutt aftur út í Heimaey eftir gosið haustið 1973. Mynd / Sigurgeir Jónasson HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun@haverslun.is haverslun.is Þjónustuverkstæði og varahlutir Husqvarna K970 15,5 cm sögunardýpt Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27cm Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.