Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 54

Bændablaðið - 18.11.2021, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. nóvember 202154 Fyrir nokkru síðan var mér boðið að prófa nýjasta Nissan Qashqai bílinn sem er með 1332 cc bensín- vél sem á að skila 158 hestöflum. Nissan Qashqai er í boði í 8 mis- munandi útfærslum, ýmist bara framhjóladrifinn eða með drif á öllum fjórum. Ódýrasti Qashqai-bíllinn er beinskiptur og bara með framhjóladrif og kostar frá 4.690.000, en bíllinn sem prófaður var heitir N-Connecta og kostar 6.290.000. Hljóðlátur og þægilegur í akstri Eins og með flesta bíla sem ég prófa þá byrjaði ég á að finna hvernig bíll- inn væri í innanbæjarakstri og hver eyðsla mín væri á um 20-25 km akstri. Ég var ánægður með snerpuna í akstrinum, vélin er skemmtilega kraftmikil og bíllinn fljótur að ná umferðarhraða, lipur í snúningum og gott að leggja í stæði þar sem bæði hliðarspeglar og bakkmynda- vél koma vel út í bílnum. Innanbæjareyðsla mín mældist 8,7 lítrar miðað við 100 km, en uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,2 þannig að ég var vel sáttur með eyðsluna. Næst var það hávaðamælingin á 90 km hraða og mældist bíllinn ekki nema 67,4 db., en mér telst til að það sé í lægri kantinum af mælingu á bíl með bensínvél. Fjórhjóladrifið virkar vel á lausum malarvegi Í langkeyrslu mældi ég eyðsluna og samkvæmt aksturstölvunni var ég að eyða 6,6 lítrum á hundraðið sem mér fannst mjög gott þar sem ég var ekkert að reyna að spara eldsneyti. Á malarvegi var fjöðrunin að taka hefðbundnar holur vel, en 18 tommu dekkin voru ekki að gefa mikla fjöðrun í holunum. Ég hefði viljað prófa þennan bíl á 16 eða 17 tommu felgum sem ég myndi halda að væru þægilegri undir bílnum á malar- vegum. Steinahljóð var aðeins yfir meðallagi undir bíl, en fjórhjóladrifið hélt bílnum mjög stöðugum á lausum malarveginum. Góður ferðabíll en farangursrými mætti vera meira Að ferðast í bílnum er gott, fótapláss gott í framsætum, en aðeins síðra í aftursætum. Hægt er að keyra bílinn í fjórum mismunandi akstursstillingum, standard, eco, sport eða snow. Skemmtilegast fannst mér að keyra bílinn í sport stillingunni, sérstaklega í innanbæjarakstrinum. Viðbragð var frekar „letilegt“ í snow og eco stillingunum, en bíllinn var jafnastur og þægilegastur í standard stillingunni sem ég var með stillt á megnið af akstrinum. Varadekkið er það sem ég kalla „aumingja“, er vissulega skárra en ekkert varadekk eins og boðið er upp á í mörgum bílum. Farangursrýmið er í minna lagi, sérstaklega ef maður er að hugsa um langt frí með farangur fyrir fimm manns. Ýmsar upplýsingar, plúsar og mínusar Áður en ég skilaði bílnum núllaði ég aksturstölvuna og setti bílinn í sport-stillinguna. Mig langaði að sjá hvort ég gæti verið svo óþekkur á gjöfinni að á 5 km mundi eyðslan fara yfir 20 lítra miðað við 100 km (hef gert þetta áður við nokkra bíla). Þrátt fyrir einbeittan „bensíneyðsluvilja“ tókst það ekki, eyðslan var bara 18,1, en miðað við akstur hefði ég haldið eyðsluna átt að vera á milli 20 og 22 lítrar á hundraðið. Undir bílinn er frekar hátt upp í lægst punkt. Hann er líka vel búinn öryggislega séð með blindhornsvara, akreinalesara og margt fleira gott, fimm ára ábyrgð eða 160.000 km akstur. Gott að keyra, kraftur fínn, bakkmyndavél er að þeirri gerð sem mér líkar best, aksturstölvan með margar gagnlegar upplýsingar. Mínusarnir eru fáir, lítið farangursrými, varadekkið mætti vera eins og önnur dekk undir bílnum. Verðið er gott, sá ódýrasti framhjóladrifni er á verði frá 4.690.000 og sá dýrasti (Tekna) er á 7.390.000. Á Nissan Qashqai er óvenju mikið af aukabúnaði í boði, s.s. hjólafestingar, skíðabogar, farangursbox, fast eða laust dráttarbeisli og ýmislegt fleira. Hægt er að fræðast meira um Nissan Qashqai á vefsíðunni www.bl.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Nissan Qashqai Nissan Qashqai 4X4. Myndir / HLJ Lengd 4.425 mm Hæð 1.665 mm Breidd 2.625 mm Helstu mál og upplýsingar Hægt að velja um fjórar mismunandi ökustillingar í skiptingunni. Er mjög hrifinn af þessari uppsetningu á bakkmyndavél, en myndgæðin hefðu mátt vera betri þegar dimmt var orðið. Til að fyrirbyggja að maður fái sekt fyrir afturljósaleysi hefur maður ljósa- takkann alltaf kveiktan. 18 tommu felgunum er vel hægt að skipta út fyrir 17 eða 16 til að fá meiri fjöðrun út úr dekkjunum á vondum vegum. Með einbeittum brotavilja er hægt að láta bílinn eyða miklu bensíni, en mér tókst ekki að koma honum yfir 20 lítra í eyðslu. Farangursrýmið frekar lítið, en vara­ dekkið er það sem ég kalla aumingja. Hávaðinn rétt undir meðaltali í bensínbíl á 90 km hraða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.