Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 6
standa undir hallarekstri endurhæfingar- og vinnustöðva öryrkja. — Það er aðeins veitt heimild til að gera það. Frágangur þessara laga ber vott um al- gert skilningsleysi löggjafans á mikilvægi endurhæfingar í nútímaþjóðfélagi, þar sem slysum fjölgar unnvörpum og því vaxandi þjóðhagsnauðsyn að þessar stofnanir geti gegnt hlutverki sínu með góðum árangri. Hitt er þó ekki síður athyglisvert að þessi lög, sem öryrkjar höfðu beitt sér fyrir að sett yrðu og höfðu þann tilgang að efla rétt þeirra til endurhæfingar og vinnu, skyldu verða í meðhöndlun löggjafans svo marklítil sem raun ber vitni um. Hinn 14. mars 1974 samþykkti borgar- stjórn Reykjavíkur að fela félagsráði borg- arinnar að láta kanna vinnugetu og at- vinnumöguleika aldraðra og öryrkja í Reykjavík. Þann 27. júní sama ár var Jóni Björnssyni sálfræðingi falið að annast þessa könnun. Nú hefur félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar gefið út könnun Jóns Björns- sonar, í tveim bindum: „Könnun á vinnu- getu og vinnumöguleikum í Reykjavík". I. Aldraðir 1976. — II. Öryrkjar 1978. Þetta er mikið rit og geymir marghátt- aðan fróðleik um hag þess fólks, sem um er rætt og margar tillögur til úrbóta á atvinnuvanda aldraðra og örjrrkja. — En eins og segir í niðurlagi inngangs II. bindis: „Frekari framvinda á þessu sviði felst í stjórnmálalegri ákvörðunartöku á ýms- um stigum stjórnkerfa um það, hvort upp- lýsingar þessar skuli nýttar og hvernig. Það er von höfundar, að þær verði nýttar og vinnan að baki þeim hafi ekki verið til einskis." Þessi niðurlagsorð gætu átt jafnt við bæði bindi verksins. Með öðrum orð- um, það eru hinir pólitísku handhafar ríkisvalds og sveitarstjórnir, sem einir hafa vald til að taka ákvarðanir um hin mikilvægu mannréttindamál. Nú má ekki standa á samtökum aldraðra og öryrkja að vekja athygli á þessum verkum og sjá til þess, eftir mætti, að upplýsingar og úrbótatillögur Jóns Björnssonar verði nýttar en hafi ekki verið unnar fyrir gíg. Sjálfsbjörg — félögin og landssamband- ið hafa á liðnum tveim áratugum unnið gott starf. Þau hafa hvert á sínum stað og sam- eiginlega orðið fötluðu fólki nokkur afl- gjafi. Mörgum félaganna hefur tekist að byggja upp félagsmiðstöðvar í eigin hús- næði, nokkur hafa keypt tækjabúnað til endurhæfingar handa sjúkrahúsum byggða sinna, sem síðan varð upphaf að endur- hæfingastöðvum viðkomandi sjúkrahúsa. Vinnufundir áhugasamra félaga í Sjálfs- björg, þar sem framleiddir voru basar- munir o.fl. í sjálboðavinnu, hafa orðið flestum Sjálfsbjargarfélögunum aðalfjár- öflunarleið, auk þess að vera einn sterk- asti félagsþáttur samtakanna. Vinnustofurekstur hefur reynst erfiður vegna fjárskorts. Sjálfsbjörg á Akureyri hefur komið á fót og rekur plastiðjuna Bjarg, sem er eini verksmiðjureksturinn, sem samtökin hafa komið á fót til þessa. Einnig er Sjálfsbjörg á Akureyri nú að hefja stór- byggingu á 1700 fermetra gólffleti. Þar af 900 fermetrar á tveimur hæðum. 1 þess- ari byggingu verður félagsmiðstöð Sjálfs- bjargar á Akureyri og nágrenni, plast- iðjan Bjarg, endurhæfingarstöð með til- heyrandi íþróttasal og sundlaug, einnig aðstaða fyrir stoðtækjasmið, félagsráðgjöf og lækni. Landssambandið reisir Sjálfsbjargar- húsið við Hátún 12 í Reykjavík, sem senn verður fullbyggt. Þar verða aðalstöðvar samtakanna í landinu, endurhæfingarstöð, með tilheyrandi íþróttaæfingastöðvum og sundlaug, stoðtækjaverkstæði, dvalar- 4 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.