Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 7

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 7
heimili, íbúðarálma, sem að nokkru leyti verður til afnota fyrir fatlað fólk utan af landsbyggðinni, sem þarf að dveljast í borginni til lækninga eða náms, og fleiri greinar tengdar markmiðum samtakanna verða þar til húsa. Sjálfsbjörg — félag fatlaðra í Reykjavík, á líka húsnæði fyrir félagsmiðstöð sína í Sjálfsbjargarhúsinu. Þá hefur Sjálfsbjörg — landssambandið og félögin — ásamt Iþróttasambandi ís- lands, lagt grundvöll að stofnun og starfi íþróttafélags fatlaðra. En íþróttir eru nú vaxandi þáttur í félagsstarfi og endurhæf- ingu öryrkja. Sjálfsbjörg — landssamband- ið — er aðili að Bandalagi fatlaðra á Norð- urlöndum (N.H.F.) og hefur notið mikils góðs af reynslu norðurlandaþjóðanna, sem eiga að baki um það bil 100 ára baráttu- sögu fyrir bættum hag og réttindum fatlaðra. I stuttu máli: Sjálfsbjörg — félögin og sambandið hafa á liðnum áratugum komið mörgu góðu til leiðar með uppbyggingu samtakanna og margháttaðri baráttu fyrir réttindum fatlaðra, — en þennan síðast- nefnda þátt — baráttu fyrir réttindum fatlaðra þarf nú að efla sérstaklega. Bar- áttu fyrir jafnrétti til vinnu, jafnrétti til húsnæðis, jafnrétti til almennra sam- göngumöguleika, jafnrétti til menntunar, svo nefndir séu nokkrir mikilvægustu þættirnir. Sem allra flestir fatlaðir og aðrir, sem gerast vilja styrktarfélagar í baráttunni þurfa að afla sér upplýsinga um málefnin sem á dagskrá eru hverju sinni. Alþjóðadagur fatlaðra er þriðja sunnu- dag í mars ár hvert. Þann dag þarf að nota vel til kynningar. Árið 1981 hafa Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að helga réttindabaráttu fatlaðra í heiminum. Rödd Sjálfsbjargar þarf að syngja í þeim mikla kór. Það er ósk mín til Sjálfsbjargar á tví- tugsafmælinu — landssambandsins og fé- laganna út um landið, að samtök okkar megi á næsta áratug fagna nýjum sigrum í baráttu fatlaðra fyrir þjóðfélagslegu jafnrétti. 3. júní 1978. Sigursveinn D. Kristinsson. EFNISYFIHLIT Sigursveinn D. Kristinsson: Sjálfsbjörg 20 ára 1 Gylfi Guðjónsson: Byggjum fyrir alla........... 6 Ný byggingarlög ............................... 12 Theodór A. Jónsson: Rödd Sjálfsbjargar....... 13 Sverrir Bergmann: Um fatlanir ................. 15 Hulda Steinsdóttir: Gður lífsins............... 21 Ásgerður Ingimarsdóttir: Guðmundur Löve. Minning ..................................... 23 Eiríkur Ásgeirsson: Samgöngumál hreyfi- hamlaðra .................................... 25 Sveinn E. Magnússon: Til eftirbreytni ......... 29 Benedikt Þ. Benediktsson: Bókagerð Islendinga 30 Sigurður Ragnarsson: A þessum hesti finn ég kraft og mér finnst ég vera frjáls ......... 32 19. þing Sjálfsbjargar, l.s.f................. 37 Ortopediskur skósmiður ....................... 40 Hulda Steinsdóttir: Stofnun Sjálfsbjargar .... 41 Björgúlfur Andrésson: Iljálpartækjabankinn . 42 Stig Dagermann: Að deyða barn .............. 45 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra............ 48 Myndagáta .................................... 49 Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar ............ 50 Meðal annarra er tóku rnyndir fyrir blaðið eru: Stúdíó 28. Óttar Kjartansson, Sigurður Guðmunds- son, Trausti Sigurlaugsson. SJÁLFSBJÖRG 5

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.