Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 12
anna. — Við hljótum öll að vilja stuðla að því, að gera sem flestum hreyfiskertum kleift, að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi í almennum íbúðum, hvar sem er á land- inu. Þegar tæknilegar kröfur eru gerðar til húsnæðis fyrir fatlaða, er oft miðað við þarfir þeirra, sem sjálfir geta komist um í hjólastól. Ganga má út frá því, að þar sem aðstæður henta þeim, muni aðrir fatlaðir einnig geta athafnað sig. Lesandi góður, hvernig er þessu nú hátt- að heima hjá þér ? Er bílastæðum til dæmis þannig fyrir komið, þar sem þú býrð, að eitthvert þeirra henti þeim, sem nota þurfa hjólastól? Veist þú, að slík stæði þurfa að vera einum metra breiðari en venjulegt bíla- stæði. Væri ekki sanngjarnt, að svo sem eitt af hverjum 50 tækju sérstaklega mið af hreyfiskertum og væri merkt með þá í huga? Hefur þú athugað, hve víða í því hverfi, sem þú býrð, er hægt að komast inn í hús án þess að fara upp tröppur eða einstök þrep? Veist þú, að tröppur og þrep eru flestum hreyfiskertum verulegur farar- tálmi ? Hvað eru skábrautir? Skábrautir má víða sjá erlendis, en þær eru einkum til þess að þeir, sem háðir eru notkun hjóla- stóls komist leiðar sinnar. þar sem um einhvern hæðarmismun á landi er að ræða. Hér á landi eru slíkar skábrautir hins veg- ar afarsjaldgæfar. Hvernig er með útitröppur við hús þitt, lesandi góður? — Var hugsað um hreyfi- skert fólk, þegar tröppuform, hlutfall í þrepum og handrið voru ákveðin? Veist þú, að hlutfall framstigs og uppstigs í tröppu getur ráðið úrslitum um það, hvort fatlað fólk og jafnvel þú sjálfur, þegar þú eldist, getur gengið hana. Hvernig er forstofa og gangur í íbúð þinni ? — Veist þú, að lágmarksbreidd and- dyris er 125 cm, ef miðað er við fólk 1 hjólastól? Hefurðu athugað, hvort í baðherbergi þínu sé svigrúm fyrir hjólastól, ef á þyrfti að halda ? — Snúningsflötur hjólastóls fyrir framan handlaug og salernisskál þarf að vera um 120 cm. Talið er æskilegt, að baðherbergishurð opnist út, svo að engin fyrirstaða sé til opnunar í neyðartilvikum, en hættir ekki fleirum við aðsvifi en hreyfiskertum og öldruðum ? Hér, og miklu víðar en þú hyggur, les- andi góður, fara þarfir hreyfihamlaðra og almennra íbúa greinilega saman. Hver er hurðarbreidd í íbúð þinni ? — Ef einhver í fjölskyldunni þyrfti nú að nota hjólastól um stundarsakir eða jafnvel til frambúðar, kæmist hann þá um íbúðina eða á salerni, eða þyrfti hann að flytja að heiman? Ótrúlega víða eru salernisdyr ekki nógu breiðar fyrir mjóstu hjólastóla. Veist þú, lesandi góður, að þröskuldar eru mörgu hreyfihömiuðu fólki til trafala ? Væri ekki hægt að spara sér þröskulda, þar sem þeir eru ekki nauðsynlegir? Gangbreiddin 1.4 m er nœgileg til þess að hjóla- stólsnotandi geti snúið við. Maður í hjólastól og annar gangandi, farangurslaus, geta mœst. Þessi breidd veitir góða beygjumöguleika. 10 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.