Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Qupperneq 14
Ábyrgð okkar arkitekta er tvímælalaust mikil í þessu sambandi eins og í öðru, sem lýtur að umhverfismótun. Okkur ber með vönduðu skipulagi og nákvæmri hönnun að stuðla að mannlegu umhverfi fyrir alla. Ég vil hins vegar leggja á það ríka áherslu, að hér þarf auk þess annað og meira að koma til. Framkvæma þarf ýtarlegar rannsóknir í skipulags- og húsnæðismálum með sér- stöku tilliti til hreyfiskertra. Slíkar rann- sóknir og markviss stefnumótun yfirvalda er ein meginforsenda þess, að umhverfis- mótun framtíðarinnar taki mið af öllum. Ný byggingarlög með ákvæðum varðamli umferd fatladra Hinn 3. maí s.l. voru samþykkt á Al- þingi ný byggingarlög, þar sem í fyrsta sinn eru sérstök ákvæði varðandi fatlaða. I niðurlagi 4. greinar laganna segir svo: ,,í byggingareglugerð skal setja ákvæði varðandi umbúnað bygginga til þess að auðvelda ellihrumu og fötluðu fólki að komast leiðar sinnar.“ Þá voru 2. maí s.l. samþykkt lög um breytingu á skipulagslögum nr. 19 frá 21. maí 1964. í 3. grein stendur: „Til viðbótar 13. gr. laganna komi: Þá skal kveða á um, að hið skipulagða svæði geri fötluðu og öldruðu fólki auðvelt að komast leiðar sinnar og að tekið skuli að öðru leyti tillit til sérþarfa þess, svo sem varðandi götur, gangstéttir, bifreiðastæði og staðsetningu íbúðarhúsa, sem sérstaklega eru ætluð þessu fólki. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1979.“ Þessi lagasetning er árangur þings- ályktunartillögu Odds Ólafssonar, alþm., um ráðstafanir til að auðvelda umferð fatlaðra. Tillagan var á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd, er kanni leiðir, sem tryggi, að byggingar og umferðaræðar framtíðar- innar, er njóta f járhagslegrar fyrirgreiðslu opinberra aðila, verði hannaðar þannig, að fatlað fólk komist sem greiðlegast um þær. Ennfremur athugi nefndin, hvort ekki sé ástæða til þess að veita úr ríkissjóði nokkra f járhæð árlega, gegn jafnháu fram- lagi frá sveitarfélögum, til þess að bæta umferðarmöguleika fyrir fatlað fólk um þær byggingar, sem nú eru í notkun. Nefndin semji að könnun lokinni frum- varp til laga um úrbætur í þessum efn- um.“ Nefndin, sem skipuð var Oddi Ólafssyni, Helga Hjálmarssyni og Ólöfu Ríkarðs- dóttur, skilaði fyrir rúmum þremur árum tillögum sínum, ásamt ítarlegri reglugerð um hönnun bygginga- og útivistarsvæða. Það hefur því tekið þrjú dýrmæt ár að ná þessum áfanga. Það er von fatlaðs fólks, að þessi laga- setning verði ekki bókstafurinn einn, held- ur sameinist allir landsmenn um að fram- fylgja henni til hins ítrasta. 12 SJÁLFSBJÖIiG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.