Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 15

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 15
THBODÓR A. JÓNSSON, formaöur Sjálfsbjargar, l.s.f.: hödd JARGAR THEODÓR A. JÓNSSON Á þessu ári eru liðin 20 ár frá stofnun fyrstu Sjálfsbjargarfélaganna. Forgöngu um stofnun þeirra hafði Sig- ursveinn D. Kristinsson, tónskáld. Sigur- sveinn var þá skólastjóri Tónskóla Siglu- fjarðar og þar var fyrsta félagið stofnað þann 9. júní 1958. Sama ár voru einnig stofnuð félög á þessum stöðum: Reykja- vík, Akureyri, Isafirði og Árnessýslu. Nú eru félögin orðin 13 talsins, í öllum lands- f jórðungum. Þegar félögin voru stofnuð, var fatlað fólk orðið sér meðvitandi um, að það yrði sjálft að hafa forgöngu um lausn vanda- mála sinna og að það væri ekki hægt nema að vinna að lausn þeirra í sameiningu. Við sem erum fötluð og komin vel á fertugsaldurinn og eldri, vitum hverjar að- stæður fatlaðra voru þá. Lífsskilyrði og möguleikar fatlaðra eru ólíkt betri í dag en þá var. I því eiga Sjálfs- bjargarfélögin sinn þátt. Á eigin spýtur hafa Sjálfsbjargarfélög- in og landssambandið getað framkvæmt þó nokkra hluti til hagsbóta fyrir fatlað fólk og með því að láta rödd Sjálfsbjargar heyrast hafa samtökin vakið athygli í rétta átt. Ýmsir málaflokkar eru sameiginlegt hagsmunamál allra öryrkjafélaganna, svo sem sem lagfæringar á tryggingamálum og farartækjamálum. Á þeim hafa verið gerðar endurbætur frá stofnun Sjálfs- bjargarfélaganna, en það verður að segj- ast eins og er, að við stöndum ekki jafn- fætis nágrannaþjóðum okkar í þessum málum. Tímabundnir erfiðleikar í fjármálum þjóðarinnar mega aldrei verða til þess að stöðva lagfæringar á lífsskilyrðum þeirra sem mest eru fatlaðir. Það er ekki vafi á því að verulegur ár- angur hefur orðið af 20 ára starfi Sjálfs- bjargarfélaganna. Þar hafa líka margir lagt hönd á plóg- inn og unnið mikið og óeigingjarnt starf í sínu félagi. Það liggur mikil vinna að baki þrótt- miklu félagsstarfi. Það kostar mikla vinnu félaganna og skilning almennings að safna fjármunum til sameiginlegra framkvæmda. SJÁLFSBJÖRG 13

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.