Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Side 16
Margir félagar í Sjálfsbjörg taka ekki
þátt í öðru félagsstarfi og sækja ekki al-
mennar skemmtanir.
Öflugt félagsstarf Sjálfsbjargarfélag-
anna er því mjög veigamikill þáttur í starf-
semi þeirra. Flest Sjálfsbjargarfélögin
hafa líka haldið uppi þróttmiklu félags-
starfi og 7 félög eiga eigið húsnæði. Vinnu-
stofu hafa 6 félög rekið um lengri eða
skemmri tíma.
Sjálfsbjörg á Akureyri rekur plastverk-
smiðjuna Bjarg og endurhæfingarstöð í
eigin húsnæði, sem fyrir löngu er orðið
allt of lítið, og er nú að byggja framtíðar-
húsnæði fyrir starfsemi sína.
Sjálfsbjargarfélögin mynduðu með sér
landssamband árið 1959 og hefur lands-
sambandið rekið skrifstofu frá því haust-
ið 1960. Á skrifstofunni eru nú 4 starfs-
menn.
Eitt af verkefnum landssambandsins er
bygging Sjálfsbjargarhússins að Hátúni
12 í Reykjavík. Þangað leita líka fjöl-
margir einstaklingar, allsstaðar að af
landinu, til þess að fá upplýsingar og að-
stoð. Þá annast skrifstofan verkefni fyrir
félögin og fleira.
Sjálfsbjargarfélögin hafa notið góðs
stuðnings bæjarfélaga og almennings á
þeim stöðum, þar sem þau starfa. Nafn
félaganna ,,Sjálfsbjörg“ skýrir vel tilgang
þeirra. Við væntum stuðnings til þess að
geta lifað sjálfstæðu lífi: Stuðnings til þess
að hafa sömu möguleika og aðrir þjóð-
félagsþegnar, til menntunar, atvinnu,
menningarlífs og tómstundaiðkana.
Það vantar ennþá mikið á að fatlað fólk
hafi sömu möguleika og ófatlaðir, en góð-
ur skilningur og stuðningur almennings
vekur hjá okkur vonir um ennþá betri ár-
angur af starfi Sjálfsbjargarfélaganna í
framtíðinni.
BÓKAGERÐ ÍSLENDINGA . . .
FRAMHALD ai bls. 31.
hnjánum og fjöðurstaf í hendi og ljós-
gjafinn tólgarkerti eða lýsislampi. Miðað
við annað færi alls ekki illa á því, að „reka
brillur upp á nasir“ Snorra Sturlusonar og
starfsbræðra hans — svona á mynd.
En, hvað um konurnar, er það alveg úti-
lokað að konur, jafnvel nunnur, hafi verið
liðtækar við bókagerðina?
Margur er kviks voðinn, er gamalt orð-
tak og sannmæli fyrr og nú. Svo er lækna-
vísindunum fyrir að þakka, að slys, sem
áður hefðu haft alvarlegar afleiðingar,
verulega fötlun, í för með sér, valda nú
ekki nema e.t.v. tímabundnum óþægind-
um. Það virðist ekki fjarri lagi að ætla,
að fyrr á öldum hafi, eins og nú, verið
margir fatlaðir á fslandi, og í þeirra
hópi margir góðum gáfum gæddir, með
trausta og haga hönd og skarpa sjón.
En þeir gátu ekki gengið til almennra
verka. Bókagerð var næsta almennur
heimilisiðnaður á íslandi, þar til prent-
listin breytti öllu í því efni. Þar hefur stór
hópur fatlaðra fengið störf við sitt hæfi
og ekki aðeins við skriftir, heldur einnig
sem kennarar og leiðbeinendur.
Eftir því, sem nánar er hugað að þess-
um málum, verður sú tilgáta æ magn-
aðri og áleitnari, að fatlaðir hafi lagt
meira en lítið af mörkum til þess, sem
Palladíus biskup lýsti með orðunum:
„Þetta er máttugur og dýrlegur hlutur ..
STOFNUN SJÁLFSBJARGAR . . .
FRAMHALD af bls. 41.
Öll þessi starfsemi sýnir glöggt, að fatl-
aða fólkið finnur vel hvar skórinn kreppir
og beinir örvum sínum að þeim málefn-
um, sem mest þörfin er á hverju sinni.
Með þessu hugarfari höldum við ótrauð
áfram baráttunni fyrir betra heimi og
framtíðaraðbúnaði fatlaðs fólks í landinu.
14 SJÁLFSBJÖHG