Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 18

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Síða 18
Meinsemdir í efri hluta aflkerfis. Aflkerfi líkamans skiptum við í tvennt. Við tölum um efri hluta þess og eigum þá við upphafsstöðvar í heilaberki og brautir þær sem bera aflboðin um heilann sjálfan, heilastofninn og mænuna. Neðri hluti afl- kerfisins er svo framhom mænunnar, kjarnar í heilastofni og taugar þær sem frá þessum frumum og kjörnum ganga til höfuðs, bols og útlima og svo loks vöðv- arnir sjálfir. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að því, að allar meinsemdir í afl- kerfi hafa i för með sér máttleysi. Hins vegar er þetta máttleysi talsvert ólíkt að eðli og útbreiðslu, eftir því hvar mein- semdin er í aflkerfinu. Það er sameiginlegt einkenni máttleysis, sem stafar af meinsemd í efri hluta afl- kerfisins, að því fylgir stífleiki og klaufska, sem oft er hlutfallslega meiri heldur en máttleysið sjálft. Sinaviðbrögð verða óeðli- lega lífleg, en rýmanir koma engar fram. Máttleysið sjálft er mismikið í einstökum vöðvum hvers lims, þannig að í handleggn- um er það meira í þeim vöðvum sem rétta úr honum og hendinni og leiðir af því, að við slíkar lamanir vilja handleggir og hend- ur kreppast. f ganglimum er þessu öfugt farið. Þar er meira máttleysi í þeim vöðv- um, sem beygja um mjaðmir, hné og ökla, ganglimurinn vill þvi vera útréttur og er sérlega erfitt að lyfta ristinni, tær vilja því rekast í og nauðsynlegt að ganga þann- ig, að fætinum sé sveiflað vel frá likaman- um í hverju skrefi. Sé meinsemd í efri hluta aflkerfisins í heilanum sjálfum, er hún lang oftast að- eins öðrum megin. Þetta á sérstaklega við ef meinsemdin er blóðrásartruflun, þ. e. a. s. blæðing eða lokun æðar eða þá t. d. æxli. Fyrmefndu sjúkdómamir eru mjög algeng- ir, þótt einkum séu þeir hjá eldra fólki, en af þessu leiðir hina vel þekktu helftarlöm- un eða jafnvel aðeins lömun í ganglim eða griplim. Þessari útbreiðslu getur einnig verið til að dreifa eftir slys, þótt auðvitað geti komið fram einkenni beggja vegna í likamanum og einkenni með þeim hætti eru algeng ef sjúkdómamir em meðfædd- ir og eða arfgengir. Margir slikir eru sem betur fer sjaldgæfir og sá þeirra, sem helst er vert að nefna, er svonefnd heilalömun (cerebral palsy) þar sem stífleiki og klaufska ásamt með meira eða minna máttleysi, kemur strax fram og bömin fara seint að ganga, eru dettin og háir þeim síðan mjög, hversu handleggir og hendur vilja kreppast og hversu ganglimir eru útréttir og erfitt að lyfta rist eða beygja um hné og mjaðmir. Þetta em hin svonefndu spastisku börn, sem auk truflun- ar í aflkerfi, geta átt við aðra erfiðleika að stríða, þótt ekki sé það alltaf og auð- vitað er þessi bæklun ein út af fyrir sig á mjög mismunandi háu stigi. Það er vert að taka fram um þennan sjúkdóm, að hann fer ekkert vaxandi og baráttan stendur um það eina að bæta og halda sem best í horfinu. Sameiginlegt vandamál allra þeirra, sem hafa meinsemd í efri hluta aflkerfisins, er stífleikinn og klaufskan, ásamt með mátt- leysinu og það sem unnt er að gera, er fyrst og fremst æfingar, sem miða að því að draga úr stífleikanum og síðan að grípa til þess útbúnaðar og jafnvel aðgerða, sem vega á móti því að útlimir sérstaklega leiti um of í þá stöðu sem mismunur máttar í gagnstæðum vöðvum vill setja þá í eins og að framan greinir. Lyf geta einnig nokkuð dregið úr stífleikanum, en ókostur þeirra eru ýmsar aukaverkanir og raunar vill máttleysið verða greinilegra og meira, ef stífleikinn hverfur. Séu meinsemdir í efri hluta aflkerfis ekki i heilanum sjálfum heldur í heilastofni eða mænu, eru einkenni auðvitað hin sömu, en þau vilja þá yfirleitt koma fram beggja 16 SJÁLFSKJÖnG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.