Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 26

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 26
góðum árangri árum saman atvinnuútveg- un fyrir öryrkja. Það var og er erfitt starf og reynir þar mikið á mannþekk- ingu og hæfileika til að geta látið þann heilbrigða skynja þörf öryrkjans til þess að fá að sýna að hann er ennþá gjaldgengur á vinnumarkaðinum þrátt fyrir skerta vinnugetu. — Guðmundur hafði hvort tveggja, mannþekkingu og hæfileika til þess að tala máli þessa fólks. Með alúð sinni og ljúfmennsku, því frekju og yfir- gang átti hann ekki til, kom hann fjölda manns í vinnu og marga hef ég hitt sem blessa hann fyrir það. Guðmundur gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir hið opinbera og öryrkjafélögin. Hann var stjórnskipaður formaður Endurhæf- ingarráðs, í stjórn SlBS, í stjórn Reykja- lundar, ritari úthlutunarnefndar öryrkja- bifreiða og í stjórn fþróttafélags fatlaðra. Honum var veitt heiðursmerki Rauðakross Islands og var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1977. Guðmundur var mikill starfsmaður. Það er varla hallað á neinn, þó sagt sé, að hann muni hafa verið sá maður, sem mest vissi um málefni öryrkja hér á landi. Það var ótrúlegt hvað hann var vel inni í öllu sem að þessum málefnum laut — maður kom aldrei að tómum kofanum þar, þegar þurfti að fá ráð og leiðbeiningar. Hann var víðlesinn maður og fróðleiksfús — alltaf boðinn og búinn til að miðla öðrum af þekkingu sinni. Hann hefur án efa verið mjög góður kennari þó að ævistarf hans yrði annað. En það var lika lán öryrkja- hópsins að hann skyldi snúa sér að þeirra málum, því betri og sannari málsvara get- ur enginn hópur átt. Hæfileikar Guðmund- ar til að umgangast alls konar fólk voru frábærir. Honum var meðfæddur sá hæfi- leiki að koma jafn elskulega fram við alla — hann fór aldrei í manngreinarálit hvar í stétt eða stöðu sem maðurinn var og vildi hvers manns vanda leysa. Jafnaðargeði 24 SJÁLFSBJÖRG Guðmundar var viðbrugðið — alltaf jafn rólegur á hverju sem gekk — alltaf léttur í lund en fastur fyrir, ef þvi var að skipta. Við hér á skrifstofunni eigum svo ótelj- andi góðar minningar um samveruna með honum. Ég býst ekki við að margir hafi átt slíkan húsbónda sem við. Hann vildi að vísu aldrei tala um sig sem húsbónda okk- ar — við vorum samstarfsmenn sem unn- um saman að okkar margvíslegu málum — einn fyrir alla — allir fyrir einn. f svo fámennum starfshópi og jafnlitlu skrifstofuhúsnæði og öryrkjabandalagið hefur yfir að ráða, verður miklu nánari kunningsskapur heldur en í stórum fyrir- tækjum. Þar af leiðir að þetta verður ekki aðeins samstarf heldur líka dýrmæt vin- átta. Hann tók ekki aðeins þátt í starfinu með okkur heldur kynntist líka fjölskyld- um okkar og við ræddum um börn okkar og barnabörn og við tókum þátt í gleði og sorgum hvers annars — í sigrum og von- brigðum. Guðmundur kvæntist hinn 10. maí 1941 Rannveigu Eiríksdóttur, sérkennara, og eignuðust þau tvö börn, Sigrúnu og Leó. Hann var gæfumaður í einkalífi sínu, átti góða konu, börn og tengdabörn og barna- börnin voru yndi hans og ánægja. Guðmundi var mikið í mun að lokið yrði við byggingarnar í Hátúni 10 — þ. e. að tengiálman yrði reist sem tengja á hús- in þrjú saman. Þess vegna hefur verið stofnaður minningarsjóður um hann sem á að renna eingöngu til þeirra fram- kvæmda. Þegar menn eins og Guðmundur Löve hverfa af sjónarsviðinu verður veröldin fátækari, en gott er hverri þjóð að hafa átt slíkan þegn. Minningin um hann mun lifa í hugum okkar vina hans og samstarfsmanna eins og bjartur geisli frá sól og sumri. Ásgerður Ingimarsdóttir.

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.