Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 37

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 37
A hestbaki. Telpan lengst til hœgri situr á upp- blásnum, amerísk- um gúmmíhnakk, sem er sérstak- lega útbúinn fyrir fötluð börn og veitir þeim góðan stuðning. leiðu og þrautarfullu líkamsþjálfun, sem daglega fer fram á sjúkrahúsum eða læknastofum. Þarna er hesturinn aðdrátt- araflið, sem laðar fram jafnvel hinn lok- aðasta persónuleika og hann nýtur þjálf- unar til fulls í stað þess að hlýða skipun- um um að beygja sig eða teygja í takt við ákveðna rödd þjálfarans. Hesturinn er hreyfiaflið, sem fær börnin til að gleyma um stund og segja: „Okkur finnst að við séum að ganga.“ Þarna eru börnin í snert- ingu við náttúruna og auðvitað er hestur- inn sá kennari sem mest virðing er borin fyrir. Segja má að þegar fyrir tíu árum hafi verið byrjað að nota íslenska hesta í Sviss með það fyrir augum að þjálfa upp líkam- lega fötluð börn með því að setja þau á hestbak. Talið er fullsannað að með því að setja börnin sem fyrst á hestbak megi takast að hjálpa þeim til nokkurs líkams- og jafnvel andlegs þroska, þannig að þau fái meira vald yfir hreyfingum sínum og jafnvægi. Eins eiga mörg barnanna mun auðveldar með að slaka á ýmsum líkams- vöðvum á hesti, er þau gera ýmsar líkams- æfingar sér til styrktar. Þá fer það einnig vaxandi, að blint fólk er látið sitja hest og hefur það sýnt sig að engum vandkvæð- ur er bundið fyrir blinda að sitja hest sé þess gætt að nota þæga hesta og að leið- beinandi sé í gerðinu er gefi fyrirmæli og hefur margt blint fólk sótt slíkar æfing- ar og ánægju til hestanna. Endurhæfingin felst m.a. í því að þarna öðlast viðkomandi tækifæri til jafns við líkamlega heilbrigt fólk, að þjálfa líkama sinn og styrkja sitt persónulega sjálfs- traust við að sitja á hestbaki og skapa hreyfingasamband við lifandi veru í stað dauðra hluta. En það sem mestu máli skiptir er að allir hlakka til samverunnar við hestinn, þegar þeir gera æfingar á hestbaki í samráði við líkamsþjálfara sinn. Gæruskinn og leðurgjörð með hand- föngum er spennt á hestinn, sem teymdur er af aðstoðarmanni. Barnið er haft á hest- inum og látið gera ýmsar líkams- og jafn- vægisæfingar undir leiðsögn líkamsþjálf- SJÁLFSBJÖRG 35

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.