Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 39

Sjálfsbjörg - 01.07.1978, Page 39
19. ÞINGIÐ 19. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var haldið að Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, dagana 10.—12. júní s.l. Þingfulltrúar voru 40 talsins frá tólf félagsdeildum, en alls eru Sjálfsbjargar- félögin þrettán. Formaður landssambandsins, Theodór A. Jónsson, minntist þess í ávarpsorðum síum, að á þessu ári eru liðin 20 ár frá stofnun fimm fyrstu félaganna. Fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Siglu- firði hinn 9. júní 1958 og í kjölfar þess fylgdu félög í Reykjavík, Á Isafirði, Akur- eyri og í Árnessýslu. Aðalmálefni 19. þingsins var húsnæðis- mál fatlaðra og af því tilefni kom Sigurð- ur E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins á þingið og flutti erindi um húsnæðismál og lána- möguleika til húsbygginga. Að því loknu svaraði hann fyrirspurn- um fundarmanna. Þingið gjörði eftirfarandi ályktun um húsnæðismál: 1. Þingið skorar á stjórn Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, að veita fötluðum hæstu lán til kaupa á eldri íbúð, auk láns til breytinga á húsnæði. 2. Við kaup á nýrri íbúð fái fatlaðir lán frá Húsnæðismálastofnun ríkisins með sömu kjörum og stofnunin veitir til íbúða í verkamannabústöðum. 3. Neðstu hæðir í sambýlishúsum, þar sem ekki eru lyftur, verði hannaðar þannig, að íbúðir þar séu aðgengileg- SJÁLFSBJÖRG 37

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.